Símablaðið

Årgang
Hovedpublikation:

Símablaðið - 01.12.1982, Side 38

Símablaðið - 01.12.1982, Side 38
Efri röð frá vinstri: Guðlaug Bergþórsdóttir Akranesi, Steinunn Garðarsdóttir Reyk- holti, Ingunn Jónasdóttir Akranesi, Sigurlín Magnúsdóttir Akranesi, Anna Gunnlaugs- dóttir Akranesi, Hugrún Þórarinsdóttir Akranesi, Sigríður Guðmundsdóttir Reykholti, Guðrún M. Harðardóttir Borgarnesi, Kristín Haraldsdóttir Borgarnesi, Guðrún Davíðs- dóttir Borgarnesi og Eiríkur Þorvaldsson Akranesi. Neðri röð frá vinstri: Ingibjörg Hafberg Reykholti, Ingibjörg Helgadóttir Reykholti, Hulda Haraldsdóttir Akranesi, Jóhanna B. Hallgrímsdóttir Borgarnesi, Vilborg Orms- dóttir Borgarnesi, Sigrún Stefánsdóttir Borgarnesi og Olöf Guðmundsdóttir Reykholti. Mynd: Friðrik Alfreðsson, Akranesi. Aðalfundur Akranesdeildar F.Í.S. Síðastliðinn vetur var aðalfundur Akranes- deildar F.Í.S. haldinn í húsakynnum hins nýja íþróttavallarhúss á Akranesi. Á fundinum mætti starfsfólk frá Akranesi, Borgarnesi og Reykholti en starfsfólkið frá tveim síðasttöldu stöðunum auk Eyrarkots tilheyrir einnig Akra- nesdeildinni. Formaður deildarinnar Eiríkur Þorvaldsson setti fundinn og bauð fundarmenn velkomna. Formaður skýrði frá störfum deildarinnar síðasta starfstímabil. Voru m.a. haldnir deild- arfundir til eflingar félagsandanum, og einnig eru árshátíðir fastur liður hjá deildinni og var árshátíðin nú síðast haldin á Akranesi og tókst sem fyrr mjög vel og þátttaka góð. Á fundinum var rætt um félagsmál og mikl- ar umræður urðu um þá þróun mála að fækka símstöðvum og styttingu opnunartíma sím- stöðva og þar af leiðandi um hugsanlegar upp- sagnir hjá talsímavörðum. Þar sem margir talsimaverðir hafa unnið árum og áratugum saman hjá Pósti og síma voru þau að vonum uggandi um vinnu sína hjá stofnuninni. Því næst var gengið til stjórnarkjörs. Var Eiríkur Þorvaldsson endurkjörinn formaður og með honum í stjórn voru kjörin, Sigrún Stefánsdóttir frá Borgarnesi og Ólöf Guð- mundsdóttir frá Reykholti. Formaður þakkaði síðan góða fundarsókn einkum hjá kvenþjóðinni og óskaði Borgnes- ingum og Reykhiltingum góðrar heimferðar og sleit síðan fundi. Að fundi loknum var síðan boðið til kaffi og meðlætis. Eiríkur Þorvaldsson 96 SÍMABLAÐIÐ

x

Símablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Símablaðið
https://timarit.is/publication/1720

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.