Símablaðið

Árgangur
Main publication:

Símablaðið - 01.12.1982, Síða 34

Símablaðið - 01.12.1982, Síða 34
UM TÖLVUSKERMA Vinna við tölvuskerma veldur óþægindum Texti: Kristjana H. Guðmundsdóttir Rannsóknir á Norðurlöndum undanfarin ár hafa leitt í Ijós, að vinna við tölvuskerma veld- ur starfsfólki ýmsum óþægindum. Virðist það vera í sambandi við stöðugt rafsvið og óhrein- indi í loftinu. Einkennin eru mjög lík þeim er koma fram við aukningu jákvæðra jóna í loftinu. Upphaf þessara rannsókna var, að vorið 1979 kom í ljós að nokkrir starfsmenn við símastofnunina í Bergen höfðu um langan tíma haft óþægindi af kláða og útbrotum í andliti. Frá því í byrjun árs 1980 hafa vísinda- menn unnið að því að finna ástæðuna fyrir þessum óþægindum. í skýrslu þeirra kemur fram, að hið stöðuga rafsvið fyrir framan tölvuskerm hljóti að vera ástæðan fyrir kláða og útbrotum. Með því að láta viðkvæmasta fólkið verða fyrir stöðugu staðbundnu raf- sviði, framkölluðu á annan hátt, kom fram kláði á húð og í einu tilfelli samskonar tegund útbrota. Einkennin hurfu þegar séð var um að gólf- ábreiðan var afrafmögnuð og jarðbundin. Einnig kom í ljós, að jarðtengdur vatnsskerm- ur, með saltvatni milli tveggja glerplatna, sem staðsettur var nokkrum millimetrum fyrir framan tölvuskerminn, kom í veg fyrir útbrot. Á þeim stöðum í andlitinu, sem útbrotin komu fram, var sett límband. Það sýndi sig, að á það hafði sest mikill fjöldi agna ca. 0,3 mikron að þvermáli. Við rannsókn á þessum ögnum fannst bæði nitrat og sulfat. Það kem- ur heim við það sem áður var vitað um agnir í lofti. Agnir af þessari tegund geta verið hlut- lausar eða haft jákvæða eða neikvæða hleðslu. 92 Hlaðin ögn getur haft allt að fimm hleðslu- einingar af sömu tegund. Um var að ræða nitrat-, klorid-, sulfat-, sulfid- og nitrit- jónir, fyrir utan ýmsa málma. Samsetningin gat ver- ið mismunandi eftir tegund nærliggjandi verk- smiðja og reyks. Þreyta, höfuðverkur og óþægindi í augum. Fyrir utan þau tiltölulega fáu tilfelli af út- brotum og kláða, koma fram ýmis önnur ein- kenni við vinnu við tölvuskerma. Nokkur hinna mest áberandi einkenna er höfuðverkur, þreyta og ýmiskonar óþægindi í augum. Þetta eru einkenni, sem hvert fyrir sig geta komið upp á ýmsum mismunandi vinnustöðum. Áberandi fyrir störf við tölvuskerma er að mörg einkenni koma fram samtímis og flestir þeirra sem finna fyrir þessum óþægindum, finna fyrir þeim eftir ca. 2 klst. starf við skerminn. í skýrslunni er skýrt frá því, að sterkar líkur séu á að óþægindi við störf við tölvuskerma megi rekja til hlutfallslegrar aukningar já- kvæðra jóna í umhverfinu. Gólfábreiður öðlast jákvæða hleðslu við umgang, og notkun tölvuskerma mun eiga SIMABLAÐIÐ

x

Símablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Símablaðið
https://timarit.is/publication/1720

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.