Símablaðið

Árgangur
Aðalrit:

Símablaðið - 01.12.1982, Blaðsíða 29

Símablaðið - 01.12.1982, Blaðsíða 29
Einar og fjölskylda í Skaga- firði 1934. Fremst á myndinni eru tvíburarnir Egill og Gunnar, þá Ingvar og Katrín og aftast eru Jóna og Einar. Þau standa fyrir framan tjaldið sem þau bjuggu í. Þú hefir farið víða, hvað er þér minnis- stæðast úr ferðum þínum? Eg hefði gengið um mest allt landið og unn- ið jöfnum höndum við símalagnir og viðgerðir. Þó hefi ég ekki komið á fjóra staði á Aust- fjörðum þ.e. Norðfjörð, Mjóafjörð, Seyðis- fjörð og Borgarfjörð eystri og einnig Súganda- fjörð á Vestfjörðum. í þrjú sumur vann ég við að koma símalínunni frá Reykjavík til Borðeyrar. Fyrsta sumarið settum við þver- járn á staurana frá Reykjavík upp í Hvalfjörð og bættum við tveim línum. Næsta sumar lögðum við línu yfir Borgarfjörðinn og kom- um henni upp í Grábókarhraun fyrir ofan Lax- foss. Þar var kominn vegur, ca. 1 km. inn á hraunið. Þangað voru staurarnir komnir. Þriðja árið voru járn sett á staurana inn að Fornahvammi, en þaðan lá línan á krókum yfir að Borðeyri. Árið 1928, rétt fyrir Hvítasunnu, fórum við Björnæs ásamt vinnuflokkum með „Novu“ frá Reykjavík til Blönduóss. Skiptum við um staura frá Blönduósi að Hnausum og settum á þá þverjárn. Tjöldin voru rétt hjá Torfalæk, en bóndinn þar hét Jon. Bauð hann okkur öll- um til veislu á Hvítasunnunni. Var það mjög óvanalegt. Þó minnist ég mikillar veislu hjá séra Jónmundi á Stað í Jökulfjörðum. Það var nú meiri sæmdarkarlinn, honum þótti svo vænt um að fá símann. Það var um 1930, seint í október, að við vorum sendir vestur í ísafjarðardjúp til að leggja línu frá símstöðinni í Ögri yfir til Æð- eyjar og yfir á Snæfjallaströnd. Byrjuðum við á að leggja símann út á Sandeyri og þaðan í Unaðsdal. Tjölduðum við fremst á sjávar- bakkanum á móti Æðey. Kvöld nokkurt komu bræðurnir í Æðey yfir til okkar á stórum báti og sögðu okkur að taka upp tjöldin og koma þeim og farangri okkar í bátinn, því það væri að gera stórviðri. Brugðum við skjótt við og var síðan farið yfir í Æðey. En er við vorum þar rétt komnir skall á hið versta óveð- ur og fullviss er ég um það, að óvíst hefði verið um afdrif okkar símamanna, ef við hefðum verið áfram á sjávarbakkanum, því svo var veðurhæðin mikil. Staurar brotnuðu og línur fuku niður. í Æðey dvöldum við í góðu yfir- læti á meðan á verkinu stóð. Höfðum við smábát með vél til að fara á milli lands og eyjar. Eftir þetta tókst vinátta milli okkar og fólks- ins í Æðey og hefir hún haldist síðan. Yfirleitt kynntumst við ekki fólki svo náið í þessum ferðum okkar um landið, því dvölin var ekki svo löng á hverjum stað. Þó kynntist ég nokkrum bændum, sem litu við hjá mér þegar þeir komu í bæinn. Við lögðum símalínur um allan Skagafjörð og Þingeyjarsýslu, allt austur á Þórshöfn. Eitt haustið gengum við alla Barðaströnd- ina til Patreksfjarðar og lögðum síma á bæina alla leið að Hvallátrum. Þann 1. des. skall á vonskuveður. Símalínur fuku víða niður og staurar brotnuðu. Urðum við að ganga Kleif- arheiði og meðfram ströndinni og var komið SÍMABLAÐIÐ 87

x

Símablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Símablaðið
https://timarit.is/publication/1720

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.