Símablaðið

Volume
Main publication:

Símablaðið - 01.12.1982, Page 44

Símablaðið - 01.12.1982, Page 44
Frá Póst- og símaskólanum Jón Ármann Jakobsson. Fimmtudaginn 18. nóvember s.l. bauð Póst- og símaskólinn til kaffidrykkju í Sigtúni við Austurvöll og sátu samkomuna á annað hundrað manns. Formaður skólanefndar, Þorgeir K. Þorgeirsson setti samkomuna og bauð gesti velkomna, en tilefnið var að afhenda átti próf- skírteini til 114 nemenda. Skólastjóri Póst- og símaskólans, Jón Ármann Jakobsson, rakti störf skólans s.l. misseri og fer ræða hans hér á eftir: Haustið 1981 hófst kennsla í skólanum 15. september og var öllum námskeiðum lokið 11. júní s.l. vor, en alls urðu námskeiðin 10 og fjöldi nemenda var 146. Við skólann kenndu 48 kennarar og kennslustundafjöldi varð um 3000. Undanfarið hefur verið hugað að nýjum námsbrautum fyrir hina ýmsu hópa sem starfa hjá Stofnuninni, en auk þess þarf stöð- ugt að endurskoða og bæta aðrar námsbrautir svo þær fylgi kröfum tímans. Á síðasta skólaári var haldið námskeið fyrir landpósta í Árnes- og Rangárvallasýslu, sem er nýtt nám við skólann. Var fengin aðstaða fyrir þessa kennslu í Gagnfræðaskólanum á Selfossi og fór hún fram tvisvar í viku kl. 18 —22 á kvöldin. Auk eins kennara frá Selfossi, Ólafíu Hans- dóttur, fóru kennarar héðan frá Reykjavík austur og þá oftast Kristbjörg Halldórsdóttir, sem þá var settur skólastjóri í veikindum mínum. Tókst þetta námskeið mjög vel og luku 10 manns námi og verður þeim afhent prófskír- teini hér á eftir. Áætlað er að halda fleiri slík námskeið fyrir landpósta víðsvegar um landið í formi bréfaskóla. Síðastliðinn vetur hófst bréfaskólanám fyr- ir símritaranema sem staðsettir eru á ýmsum stöðum á landinu og er áætlað að þeir ljúki námi næsta vor, slíkt námskeið var haldið fyrir nokkrum árum og gafst það vel. í haust er að byrja ný námsbraut fyrir rit- símaritara, að hluta til í bréfaskóla, en þeim 102 SÍMABLAÐIÐ

x

Símablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Símablaðið
https://timarit.is/publication/1720

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.