Fréttablaðið - 19.11.2022, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 19.11.2022, Blaðsíða 4
Það hafa komið upp mörg mál sem eru mjög óþægileg fyrir VG. Ólafur Þ. Harðarson stjórnmálafræðiprófessor Við finnum mikið fyrir því að veirur eru mjög mikið á ferðinni, venjulegt kvef og slæmar iðrakveisur. Runólfur Páls- son, forstjóri Landspítalans BJÓÐUM UPP Á 37”-40” BREYTINGAPAKKA EIGUM NOKKRA BÍLA TIL AFHENDINGAR Í NÓVEMBER ÍSBAND UMBOÐSAÐILI RAM Á ÍSLANDI UMBOÐSAÐILI JEEP® OG RAM Á ÍSLANDI • ÍSLENSK-BANDARÍSKA • ÞVERHOLT 6 • 270 MOSFELLSBÆR S. 590 2300 • WWW.ISBAND.IS • ISBAND@ISBAND.IS • OPIÐ VIRKA DAGA 10-17 • LAUGARDAGA 12-16 R A M BÍLL Á MYND: RAM 3500 LARAMIE CREW CAB MEÐ 37” BREYTINGU, KASTARAGRIND OG LJÓSKÖSTURUM Mikið álag hefur verið á starfsfólki Barnaspítala Hringsins undanfarið vegna alls kyns pesta sem eru fyrr á ferðinni en vant er. Yfirlæknir hvetur foreldra ungbarna til að takmarka aðgengi við aðra á þessum tímum vegna RSV- vírussins. odduraevar@frettabladid.is HEILBRIGÐISMÁL „Ég veit að undan- farnar vikur og mánuði hefur verið meira álag á Barnaspítalanum,“ segir Runólfur Pálsson, forstjóri Landspítalans, spurður hvort Land- spítalinn finni fyrir meira álagi vegna fjölda pesta sem ganga nú um samfélagið. Ragnar Grímur Bjarnason yfir- læknir hvetur foreldra með ung- börn að takmarka umgengni við aðra á þessum tíma. Blaðið greindi í gær frá áhyggj- um foreldra barna á leikskóla yfir fjölda pesta sem nú ganga. Sum börn fái pestir ofan í pestir og sagði Óskar Reykdalsson, forstjóri Heilsugæslunnar á höfuðborgar- svæðinu, að það væri svo sannar- lega meira álag á Heilsugæslunni vegna fjölda umgangspesta líkt og inflúensu. „Við finnum mikið fyrir því að veirur eru mjög mikið á ferðinni, venjulegt kvef og slæmar iðra- kveisur,“ segir Ragnar. Hann segir það valda miklum áhyggjum hve snemma inflúensan og RSV-vírus- inn séu á ferðinni. Þetta nái sér vanalega á strik upp úr áramótum. „Inflúensa hefur ekki verið mikið á ferðinni undanfarin Covid-ár og því er mjög stór hluti yngri árganga Foreldrar með ungbörn takmarki umgengni við aðra vegna RSV-víruss Ragnar G. Bjarnason yfir- læknir minnir á að fólk eigi ekki að heimsækja spítalann þegar það er veikt heldur hringja fyrst. FRÉTTABLAÐIÐ/ ERNIR sem ekki hefur verið útsettur fyrir henni. Því eru margir sem geta veikst.“ Sama megi segja um RSV-veiruna sem leggist þungt á sérstaklega yngri börn og aldraða en átti erfitt uppdráttar á tímum sóttvarnaað- gerða. „Engin meðferð er til við RSV, aðeins styðjandi meðferð, sum sé að gefa öndunarstuðning ef þörf er á og ef börn ná ekki að drekka, vökva og mat með sondu,“ segir Ragnar. „Foreldrar með ungbörn ættu að takmarka umgengni við aðra á þessum tíma ef það er hægt, þar sem RSV leggst sérstaklega þungt á yngstu börnin. Það er til mikils að vinna að börn sýkist af RSV eftir sex mánaða aldur eða seinna.“ Ragnar bætir því við að mikil- vægt sé að leita ekki á Barnaspítal- ann eða aðra heilbrigðisþjónustu að óþörfu. „Það eykur álag og tekur athygli frá bráðveikum sjúkling- um.“ Runólfur segir að spítalinn hafi líka fundið fyrir fjölda umgangs- pesta meðal hinna fullorðnu. „Við höfum svo sannarlega orðið vör við þetta. Við erum áfram með einstaklinga sem koma á bráða- móttökuna og þurfa að leggjast inn og eru með Covid-19 og svo hefur verið talsvert af tilfellum af inflú- ensu og aðrar veirusýkingar líka.“ n Nánar á frettabladid.is kristinnhaukur@frettabladid.is STJÓRNMÁL Ólafur Þ. Harðarson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, segir það „opna spurningu“ hvort Kristrún Frosta- dóttir, formaður Samfylkingarinnar, haldi vinsældum sínum eða hvort sá stuðningur sem hún mælist með sé nýjabrum. Það sé ekki óalgengt að nýir foringjar fái vind í seglin en það sé athyglisvert hversu hátt hún sé að fara. Samkvæmt könnun Frétta- blaðsins í gær treysta rúm 25 prósent henni best allra formanna. „Flestir eru sammála um að Kristrún er mjög öflugur málsvari,“ segir Ólafur. Hvað traust til Katrínar Jakobs- dóttur varðar segir Ólafur alltaf varasamt að bera saman spurn- ingar í könnunum nema þær séu nákvæmlega eins orðaðar. „Hins vegar er breytingin svo mikil miðað við aðrar kannanir að það er full ástæða til að ætla að þetta sé raunveruleg breyting,“ segir hann. Ólafur telur tvennt valda þessu. Annars vegar vinsældir Kristrúnar og hins vegar sé spenna í ríkis- stjórnarsamstarfinu eftir faraldur- inn, það er að málefnaágreiningur Sjálfstæðisf lokksins og Vinstri grænna sé sífellt að koma betur í ljós og þar af leiðandi óánægja. Fylgi stjórnarflokkanna og stjórn- arinnar hafi verið undir 50 pró- sentum í nokkurn tíma. „Það hafa komið upp mörg mál sem eru mjög óþægileg fyrir VG,“ segir Ólafur. Má nefna til dæmis Íslandsbankasöl- una og brottvísanir hælisleitenda. „Vinsældir foringja eru ekki áskrift á aukið fylgi,“ segir Ólafur. Þrátt fyrir vinsældir Katrínar hafi Vinstri græn tapað fylgi árið 2021 en Framsókn hefur unnið stóra sigra án persónulegra vinsælda Sig- urðar Inga. Vinsældir geti þó styrkt f lokkinn innbyrðis og út á við, til dæmis í viðræðum um stjórnar- myndun. Hvað varðar litlar vinsældir Bjarna Benediktssonar utan Sjálf- stæðisflokksins segir Ólafur að það gefi til kynna að kjósendahópur f lokksins sé orðinn hugmynda- fræðilega einsleitari en áður. Skoð- anir f lokksmanna rými illa við annarra nema Miðflokksmanna. n Telur opna spurningu hvort vinsældir Kristrúnar haldi áfram kristinnpall@frettabladid.is MANNFJÖLDI Samkvæmt nýjustu tölum Þjóðskrár hefur erlendum ríkisborgurum búsettum hér fjölg- að um 68 prósent á fimm árum og telja nú 63.757. Í árslok 2017 voru tæplega 38 þúsund erlendir ríkis- borgarar hér. Pólskum ríkisborg- urum fjölgar um 1.951 og eru nú um sex prósent íbúa á Íslandi. Þá fjölgaði fólki frá Úkraínu um 1.875 frá 1. desember sl. og eru nú 2.114. Með því eru Úkraínumenn orðnir fimmti fjölmennasti hópur erlendra ríkisborgara hérlendis. n Sextíu þúsund eru erlendir borgarar bth@frettabladid.is SJÁVARÚTVEGUR Fiskistofa hefur aldrei sent upp dróna í ár til að fylgjast með veiðum í trollbátum. Í fyrra voru sautján sambærileg flug. Þetta kemur fram í svari Svan- dísar Svavarsdóttur sjávarútvegs- ráðherra við fyrirspurn Lilju Rafn- eyjar Magnúsdóttur. Í svörunum kemur fram að árið 2021 voru alls 572 drónaf lug á vegum Fiskistofu en 221 það sem af er þessa árs. n Fiskistofa dregur úr drónaeftirliti Frá fullveldishlaupi Pólverja. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN 4 Fréttir 19. nóvember 2022 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.