Fréttablaðið - 19.11.2022, Side 6

Fréttablaðið - 19.11.2022, Side 6
Samfylkingin bætir við sig 5,6 prósentum en Píratar tapa 5,8. Svör þeirra sem tóku afstöðu Sjálfstæðisflokkurinn Samfylkingin Framsóknarflokkurinn Píratar Viðreisn Vinstri græn Flokkur fólksins Sósíalistaflokkurinn Miðflokkurinn 21,1% 19,1% 14,6% 11,8% 10,6% 8,0% 6,4% 4,2% 4,2% Samfylking er hástökkvari nýrrar könnunar Prósents um fylgi stjórnmálaflokk- anna. Píratar tapa mestu og Framsóknarflokkurinn dalar einnig. kristinnhaukur@frettabladid.is STJÓRNMÁL Sjálfstæðisflokkur og Samfylking bæta við sig fylgi og mælast nú tveir afgerandi stærstu f lokkarnir. Þetta kemur fram í nýrri könnun Prósents á fylgi þeirra flokka sem bjóða fram til Alþingis. Framsóknarflokkurinn og Píratar gefa eftir frá fyrri könnun. Samfylkingin er hástökkvarinn að þessu sinni og bætir við sig 5,6 prósentum. Mælist með 19,1 pró- sent en fékk 13,5 prósent í síðustu könnun Prósents, sem gerð var í júní. Eins og Fréttablaðið greindi frá í gær mælist Kristrún Frosta- dóttir, nýr formaður flokksins, nú sá stjórnmálaleiðtogi sem landsmenn bera mest traust til. Það eru 25 pró- sent svarenda. Sjálfstæðisf lokkurinn mælist með 21,2 prósenta fylgi. Flokkurinn hefur verið rísandi í könnunum Pró- sents á árinu. Í apríl mældist hann með 17,9 prósenta fylgi og 18,2 í júní. Nú hefur f lokkurinn rofið 20 prósenta múrinn og mælist stærsti f lokkur landsins. Sjálfstæðisflokk- urinn hefur umtalsvert meira fylgi en Bjarni Benediktsson formaður, sem rúmlega 15 prósent svarenda treysta best. Sá flokkur sem tapar mestu fylgi milli kannana eru Píratar, það er 5,8 prósentum. Píratar mælast nú með 11,8 prósenta fylgi en höfðu 17,6 prósent í júní og voru næststærsti flokkurinn. Framsóknarf lokkurinn, sem unnið hefur stórsigra í síðustu alþingis- og sveitarstjórnarkosn- ingum, tapar 2,7 prósentum milli kannana. Hann mælist nú með 14,6 prósent og er þriðji stærsti f lokkur- inn. Viðreisn bætir hins vegar við sig 2,7 prósentum. Mælist með 10,6 prósent nú en hafði 7,9 í júní. Fylgi Vinstri grænna hefur verið sígandi á árinu. Fylgið mælist nú slétt 8 prósent, en var 9 í júní og 9,6 í apríl. Eins og kom fram í könnun- inni í gær er Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra ekki lengur sá stjórnmálaleiðtogi sem kjósendur bera mest traust til en hún hafði áberandi forskot á aðra fyrir ári síðan. Flokkur fólksins mælist með 6,4 prósent, Sósíalistaflokkurinn með 4,2 sem og Miðflokkurinn. Ef þetta væru niðurstöður kosninga myndi Tveir flokkar fylgismestir í könnun stór hluti atkvæða falla niður dauð- ur í ljósi þess að þröskuldurinn til að hljóta jöfnunarþingsæti er 5 pró- sent. Samanlagt mælast stjórnarflokk- arnir þrír með 43,8 prósenta fylgi, sem er ögn minna fylgi en í síðustu könnun. Sé fylgið reiknað í þing- mannafjölda er stjórnin fallin með 30 þingmenn á móti 33. Sjálfstæðisflokkurinn myndi fá 15 þingmenn, Samfylking 14, Fram- sóknarf lokkur 10, Píratar 8, Við- reisn 7, Vinstri græn 5 og Flokkur fólksins 4 menn kjörna. Tiltölulega lítill munur er á svörum milli kynja. Sjálfstæðis- f lokkurinn, Píratar, Viðreisn og Miðflokkurinn mælast ögn stærri hjá körlum en konum. Samfylking- in, Framsóknarflokkurinn, Vinstri græn, Flokkur fólksins og Sósíalista- flokkurinn höfða meira til kvenna. Þegar kemur að aldursdreifingu fylgisins þá er það nokkuð jafnt hjá Sjálfstæðismönnum. Samfylkingin nýtur mests fylgis hjá eldri kjós- endum en Framsóknarflokkurinn og Píratar hjá kjósendum undir 25 ára aldri. Framsóknarf lokkurinn mælist stærsti f lokkurinn á landsbyggð- inni, með 23 prósenta fylgi, en hefur aðeins 10 prósent á höfuðborgar- svæðinu. Píratar hafa hins vegar þrefalt meira fylgi á höfuðborgar- svæðinu en á landsbyggðinni. Könnunin var netkönnun fram- kvæmd 14. til 17. nóvember. Úrtakið var 2.600 og svarhlutfallið 51,3 pró- sent. n Begga Kummer Innanhússstílisti hjá BK DECOR Góð ráð frá BK Decor Opnaðu myndavélina í símanum þínum og skannaðu QR kóðann parkixslippfelagid.is bth@frettabladid.is S TJÓR N M ÁL „Þessar kannanir hreyfa ekkert sérstaklega við mér,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætis- ráðherra um niðurstöður nýrrar könnunar Prósents þar sem hún nýtur trausts tæplega 18 prósenta þjóðarinnar. „Ég segi bara vel gert hjá nýjum formanni Samfylkingarinnar að fá þennan meðbyr með sér,“ bætir hún við. „Eins og allir vita, sem vita eitt- hvað um pólitík, er það hlutverk forsætisráðherra að halda saman ríkisstjórn. Það er f lókið verkefni,“ segir Katrín. n Flókið að halda ríkisstjórn saman Katrín Jakobs- dóttir, forsætis- ráðherra bth@frettabladid.is STJÓRNMÁL „Auðvitað er gaman að fá svona viðbrögð við könnun. Þessi mæling hvetur okkur til að halda áfram á fyrri braut,“ segir Kristrún Frostadóttir, nýbakaður formaður Samfylkingarinnar og hástökkvari í mælingu Prósents á trausti lands- manna til oddvita stjórnnmála- flokkanna. Kristrún segist þakklát. Margt hafi komið henni á óvart eftir að hún tók til starfa í pólitík, mælingin sé eitt af því. „Þetta er fyrst og fremst ánægju- leg mæling en ég er mjög meðvituð um að vegferðin er rétt að hefjast og hún verður löng,“ segir Kristrún. „Ég er þakklát fyrir að hafa náð eyrum fólks en ég held að það verði að setja þessa mælingu í samhengi við atburði síðustu vikna. Traust til stjórnmála og Alþingis er mjög vandmeðfarið.“ n Kristrún þakklát Kristrún Frosta- dóttir, formaður Samfylkingar- innar Bjarni Benediktsson og Kristrún Frostadóttir hlutu bæði kosningu sem formenn sinna flokka í haust. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK 6 Fréttir 19. nóvember 2022 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.