Fréttablaðið - 19.11.2022, Side 8

Fréttablaðið - 19.11.2022, Side 8
En það er samt athygl- isvert að öll Norður- löndin skera sig enn úr hvað mikið kaffiþamb varðar. Lárus S. Guð- mundsson, dósent í lyfja- faraldsfræði LANDSBANKINN. IS Finnum réttar lausnir fyrir fyrirtækið þitt Komdu í hóp ánægðra viðskiptavina 255x200 140 130 120 110 100 90 80 70 60 50 40 30 20 10 0 2004 2006 2008 2010 2012 2014 2016 2018 2020 n Ísland n Noregur n Finnland n Svíþjóð n Danmörk Svefnlyfjanotkun á hverja 1.000 íbúa á dag á Norðurlöndum 150 125 100 75 50 25 0 2000 2005 2010 2015 2020 Svefnlyfjanotkun eftir lyfjategundum á Íslandi n Benzodiazepine-skyld lyf (N05CF) n Benzodiazepine hypnotics (N05CD) n Benzodiazpine (N05BA) n Clonazepan (N03AE01) Miklar breytingar eru að verða á svefnlyfjanotkun landsmanna, líklega vegna betri yfirsýnar, eftirlits og aukinnar vitundar um svefn­ óreglu. Eldri svefnlyf og meira ávanabindandi eru einkum á undanhaldi. ser@frettabladid.is HEILBRIGÐISMÁL Notkun lands­ manna á svefnlyfjum hefur dregist saman á síðustu árum, einkum og sér í lagi á eldri svefnlyfjum sem eru lengur að fara úr líkama fólks og geta fyrir vikið verið meira ávana­ bindandi en nýrri lyf. Íslendingar nota þó enn þá meira af svefnlyfjum en aðrar þjóðir Norðurlandanna. „Líklega má rekja þessa breytingu til aukinnar vitundar um áhrif svefnlyfja, svo og meiri yfirsýnar um neysluna og betra eftirlits,“ segir Lárus S. Guðmundsson, dós­ ent í lyfjafaraldsfræði við Háskóla Íslands, sem rannsakað hefur svefn­ lyfjanotkun hér á landi um árabil. „Áður fyrr þegar fólk fór á milli lækna í leit að ráðgjöf vegna svefn­ óreglu vissu læknar síður hvort það hafði fengið svefnlyf frá öðrum læknum,“ segir Lárus. Eftir að Lyfjagagnagrunnur varð læknum aðgengilegur 2012 hafi þetta smám saman breyst. „Nú geta læknar flett upp í grunninum og séð hvort og hvaða svefnlyf skjólstæðingurinn hefur fengið frá öðrum læknum.“ Minnkandi svefnlyfjanotkunar gætir á öllum Norðurlöndunum eins og meðfylgjandi línurit sýnir. Notum minna af svefnlyfjum en þó enn mest Samdrátturinn hefst þó misjafn­ lega snemma hjá þjóðunum, upp úr aldamótum í Danmörku, en áratug seinna á Íslandi. Þetta eru einmitt þær þjóðir á Norðurlöndunum sem nota minnst og mest af svefnlyfjum. „Það jákvæða við þessa þróun er að meira dregur úr notkun eldri svefnlyfja en þeirra nýrri,“ segir Lárus, en þau eldri fari hægar úr líkamanum – og þau geta haft sín áhrif daginn eftir notkun með meiri dagsyfju, hægari viðbrögðum við akstur og verra jafnvægi. „Það horfir til betri vegar að nota heldur skammverkandi lyf í ljósi þessara aukaverkana,“ segir Lárus, en bendir jafnframt á að fólk sé orðið meðvit­ aðra um áhrifin af jafnvel margra ára notkun á eldri lyfjunum. „Þar getur gagnsemin með tímanum verið minni og áhættan meiri.“ Auk þess hafi orðið vitundar­ vakning fyrir því að meðhöndla undirliggjandi þætti svefnleysis á borð við áföll, kvíða, þunglyndi, geðhvörf, lungnaþembu, verki og fíkn. Lárus segir að ástæðu meiri svefn­ lyfjanotkunar á Íslandi en annars staðar á Norðurlöndunum megi ugglaust rekja til lengri vinnutíma á Íslandi þar sem áhlaups­ og tarna­ menningin sé partur af þjóðarsál­ inni. „Lengri vinnutíma fylgir oft meira kaffiþamb,“ segir Lárus. Kaffidrykkja, sem hefur þekkt áhrif á svefngæði, sé þó að breytast og er að verða fjölbreyttari. Neysla orkudrykkja hafi líka tekið við. „En það er samt athyglisvert að öll Norðurlöndin skera sig enn úr hvað mikið kaffiþamb varðar, allt frá 1960, þótt ekkert þeirra fram­ leiði kaffi. Líklega stafar það af því að léttvín, bjór og aðrir drykkir eru víða annars staðar teknir fram yfir sífellt kaffisvolgur,“ segir Lárus S. Guðmundsson. n Færri taka lyf. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY 8 Fréttir 19. nóvember 2022 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.