Fréttablaðið


Fréttablaðið - 19.11.2022, Qupperneq 16

Fréttablaðið - 19.11.2022, Qupperneq 16
76,7% Suðaustur-Asíubúa telja Kína vera áhrifa- mesta efnahagsveldi álfunnar. JOEBOXER.IS | KRINGLAN 4-12 (1. HÆÐ) | 103 REYKJAVÍK | S. 5332009 Alþjóðleg ráðstefna um sam- starf Asíu- og Kyrrahafsríkja fór fram í Bangkok í Taílandi í vikunni og var þetta í fyrsta sinn sem ráðstefnan var haldin með eðlilegu sniði síðan heimsfaraldurinn skall á. Fjarvera Joe Biden Banda- ríkjaforseta á ráðstefnunni veitti Xi Jinping tilvalið tæki- færi til að stela senunni. helgisteinar@frettabladid.is ALÞJÓÐAMÁL Ráðstefna APEC- ríkjanna er árlegur viðburður þar sem stjórnarleiðtogar tuttugu og eins Kyrrahafsríkis mæta og ræða stjórnmála- og viðskiptatengd mál- efni sín á milli. Hlutverk ríkjanna er meðal annars að skapa nýja mark- aði fyrir hrávöru og landbúnaðar- vörur utan Evrópu. Frá því að ráðstefnan í ár byrjaði þann 16. nóvember hafa mótmæli og stjórnmálaspenna einkennt ráð- stefnuna í taílensku höfuðborginni. Íbúar í Bangkok hafa haldið stöðug mótmæli gegn forsætisráðherra landsins, Prayuth Chan-ocha, í nokkur ár frá því að hann tók við embættinu undir neyðarlögum valdaráns sem átti sér stað árið 2014. Í september á þessu ári ákvað hæstiréttur Taílands að framlengja valdatíma Prayuth fram til næstu kosninga. Mótmælendur hafa nýtt ráðstefnuna til að vekja athygli á gremju sinni og mættu þeir tug- þúsundum lögreglu- og hermanna á götum borgarinnar meðan á ráð- stefnunni stóð. Stjórnarleiðtogar neyddust einn- ig til að funda vegna fregna um að Norður-Kóreumenn hefðu skotið á loft langdrægri eldflaug sem gæti borið kjarnorkuvopn alla leið til Bandaríkjanna. Japönsk stjórnvöld sögðu að eldflaugin hefði lent innan efnahagslögsögu þeirra og sögðu bandarísk yfirvöld eldflaugaskotið vera blygðunarlaust brot á fjölda ályktana öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Varaforseti Bandar ík janna, Kamala Harris, fundaði meðal ann- ars með forsætisráðherrum Japans og Suður-Kóreu, en hún er stödd á ráðstefnunni í stað Joe Biden sem sagðist ekki geta mætt sökum brúð- kaups hjá barnabarni sínu. Fjarvera Joe Biden á ráðstefnunni setur Bandaríkin í erfiða stöðu gagnvart þjóðum innan Sambands Suðaustur-Asíuríkja. Hún styrkir þann hugsunarhátt að Bandaríkin líti ekki lengur á Asíu sem efnahags- legt forgangsatriði og að bandarísk áhrif á svæðinu muni halda áfram að dvína. Samkvæmt rannsókn um stöðu Suðaustur-Asíu sem gerð var af ISEAS-háskólanum í Singapúr töldu 76,7 prósent aðspurðra Kína vera áhrifamesta efnahagsveldi álfunnar. Í opnu bréfi til æðstu leiðtoga ráð- stefnunnar gagnrýndi Xi Jinping það sem hann kallaði „kalda-stríðs- hugsun, valdagræðgi og aflokunar- stefnu“, lýsandi orð sem stjórnvöld í Peking hafa oft bendlað við Banda- ríkin. „Kyrrahafssvæðið er ekki bak- garður neins og ætti heldur ekki að vera vígvöllur fyrir valdasam- keppni. Tilraunir til að heyja nýtt kalt stríð verða aldrei leyfðar af okkar fólki á okkar tíma,“ segir Xi og bætir við að allar tilraunir til að valda tjóni á iðnaði og aðfanga- keðjum muni aðeins skemma fyrir efnahagssamstarfi ríkjanna. n Ráðstefna APEC enn eitt dæmi um valdaskipti í Asíu Mótmæli gegn forsætisráðherra Taílands voru áberandi meðan á ráðstefnunni stóð. FRÉTTABLAÐIÐ/EPA ninarichter@frettabladid.is TÆKNI Samfélagsmiðillinn Twitter er í ótryggri stöðu og spurningar verða sífellt háværari varðandi getu fyrirtækisins til að halda áfram rekstri. Hundruð starfsmanna hafa sagt upp störfum síðustu daga eftir póst sem eigandi fyrirtækisins, Elon Musk, sendi starfsmönnum á mið- vikudag. Í póstinum setti eigandinn starfs- fólkinu þá kosti að vinna langa vinnudaga af mikilli elju eða láta af störfum. Hann bað fólkið vin- samlegast að halda áfram að fylgja stefnu fyrirtækisins og forðast að ræða trúnaðarupplýsingar tengdar fyrirtækinu á samfélagsmiðlum, við fjölmiðla eða annars staðar. Öllum skrifstofum fyrirtækisins var í framhaldinu læst fram á mánu- dag. Meðal þeirra sem hafa sagt upp störfum eru lykilpersónur úr starfs- liði fyrirtækisins sem séð hafa um rekstur mikilvægra kerfa. Sam- kvæmt heimildum The Washington Post er nokkur hluti kerfa alfarið án eftirlits sem stendur. Fjöldi notenda hefur hafið undir- búning og flutning yfir á önnur og sambærileg kerfi og er samfélags- miðillinn Mastodon meðal þeirra sem oftast eru nefndir í því sam- hengi. Þá hafa margir þegar afritað gögn og yfirgefið miðilinn. Þar á meðal eru frægir einstaklingar með gríðarlegan fjölda fylgjenda, meðal annarra fyrirsætan Gigi Hadid, sem lokaði reikningi sínum eftir tíu ár á miðlinum. n Flótti frá Twitter og framtíðin er óljós Elon Musk, nýr eigandi Twitter 16 Fréttir 19. nóvember 2022 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.