Fréttablaðið - 19.11.2022, Síða 26

Fréttablaðið - 19.11.2022, Síða 26
Mér fannst ég ekki eiga skilið að lifa, hún var dáin og það var mér að kenna, þannig leið mér. Hálfdán Árnason lenti í bílslysi árið 2006, hann blindaðist af sól og keyrði á unga stúlku sem lést. Hálfdán var lengi að átta sig á að um slys var að ræða og að hann bæri ekki ábyrgð á dauða hennar. Honum fannst hann ekki eiga skilið að lifa en er nú hamingjusamur. Hálfdán Árnason var átján ára þegar hann lenti í bílslysi, hann keyrði á 14 ára stúlku sem var að ganga yfir gangbraut með þeim afleiðingum að hún lést. Í skýrslu rannsóknar- nefndar umferðarslysa um slysið segir að svo virðist sem hvorugt hafi séð til hins, að um slys hafi verið að ræða. „Ég mun aldrei gleyma þessum degi,“ segir Hálfdán, sem nú er 35 ára gamall. „Ég man alveg hvað ég var að gera og bara allt, en samt man ég engin smáatriði sem tengjast slys- inu, það er eins og ég hafi einhvern veginn blokkað þau út,“ segir hann. Hálfdán var að keyra á Bæjarbraut í Garðabæ þegar slysið varð. Hann var á leiðinni í klippingu. „Hún er svo að ganga yfir gangbrautina, ég sé hana ekki og hún sér mig ekki,“ segir Hálfdán. Aðkoma að gang- brautinni var að mati rannsóknar- nefndarinnar varhugaverð, síðan slysið varð hafa aðstæður þar verið lagaðar. Sett hafa verið upp göngu- ljós og aðkomuleiðin hefur verið lagfærð. „Það er ömurlegt að svona alvar- legt atvik þurfi til þess að aðstæður séu lagaðar,“ segir Hálfdán. „Ég vissi strax að þetta væri alvar- legt, ég fór út úr bílnum og kallaði á hjálp. Svo komu þarna tvær konur og ég fann strax að ég hafði gert eitt- hvað hræðilegt, þær byrjuðu strax að skamma mig og þetta var bara hræðilegt,“ útskýrir hann. „Svo kom þarna önnur kona og hún hélt svolítið utan um mig og mig vantaði það svo mikið. Ég veit samt að fólk veit ekkert hvernig það á að vera eða bregðast við í svona aðstæðum. Ég frétti það til dæmis seinna að einn lögreglumaðurinn var nýbyrjaður að vinna sem lögga og fer svo strax í svona útkall, það er örugglega hræðilegt,“ segir Hálfdán. Hann var færður á lögreglustöð þar sem teknar voru blóðprufur, hann segist strax hafa fundið til mikillar sektarkenndar og álitið að andlát stúlkunnar væri sér að kenna. „Það voru allir einhvern veginn svo reiðir við mig, ég var settur strax í blóðprufu og ég skil það alveg, en ég er með rosalega sprautuhræðslu og man að ég sagði: Plís, má ég leggjast niður, annars líður bara yfir mig. En það hlustaði enginn á mig heldur var bara horft á mig eins og ég væri í einhverju rugli eða að það væri eitthvað að mér.“ Niðurstöður allra prófa sýndu fram á að Hálfdán var ekki undir áhrifum áfengis eða vímuefna þegar slysið varð. „Ég er bara mjög feginn að það var ekkert þannig, þá hefði þetta orðið enn þá erfiðara, ef að einhver ákvörðun sem ég hefði tekið meðvitað hefði getað haft áhrif á þetta slys. Ég var að dæma sjálfan mig og það sem ég hafði gert nógu mikið,“ segir hann. Vildi ekki lifa Stúlkan var færð á sjúkrahús eftir slysið þar sem hún barðist fyrir lífi sínu í nokkra daga áður en hún lést. Þá daga segir Hálfdán hafa verið erfiða en að að stóri skellurinn hafi komið þegar hann fékk fréttir af andláti hennar. „Ég var bara búinn að vera heima þessa daga sem hún var á spítal- anum og það var fullt af fólki búið að koma í heimsókn, vinir mínir og svona. Þeir voru líka oft búnir að biðja mig að koma út og þarna segi ég loksins já, ætlaði bara aðeins að kíkja með þeim út,“ segir Hálfdán. „Svo þegar ég er að labba út í bíl þá kallar pabbi á mig og ég sný við, Ég áttaði mig ekki strax á að þetta hefði verið slys Hálfdán segist hafa orðið var við breytingar til batnaðar varðandi and- leg veikindi á Íslandi. Nú sé frekar tekið tillit til þeirra sem eru andlega veik. FRÉTTABLAÐIÐ/ ERNIR þá segir hann mér að hún sé dáin.“ Hálfdán segist ekki hafa búist við því að stúlkan myndi deyja, hann hafi haldið í vonina og trúað því að henni myndi batna. „Ég vonaði það svo mikið, en þarna kom stóri skellurinn,“ segir hann. „Þegar pabbi kallaði á mig þá vissi ég strax hvað hann væri að fara að segja mér. Næstu mánuðir voru svo bara í algjörri móðu og ég kenndi sjálfum mér um, hugsaði aldrei um að þetta hefði verið slys, bara að ég hefði gert þetta,“ segir hann. „Ég lokaði mig af og fannst ég ekki eiga rétt á neinu. Ég man að einu sinni var ég að spila tölvuleik þar sem spýtukarlar voru að kasta spýtum hver í annan og mér fannst ég ekkert mega spila svona leiki. Ég sem var nýbúinn að drepa mann- eskju að spila svona tölvuleik, það er ógeðslegt að segja þetta, en svona leið mér,“ segir Hálfdán. Við tók langur tími þar sem Hálf- dáni leið illa og hann hugsaði um að taka sitt eigið líf. „Ég bara gat ekki meira og mér fannst ég ekki eiga skilið að lifa, hún var dáin og það var mér að kenna, þannig leið mér, en samt var eitthvað sem stoppaði mig í því að framkvæma þetta, sem betur fer, ég gat ekki gert fjölskyld- unni minni og vinum það,“ segir hann. Hálfdán segir foreldra sína hafa staði þétt við bakið á sér eftir slysið. „Þau sögðu mér til dæmis ekki frá því að ég þyrfti að fara fyrir dóm fyrr en bara sama dag og ég átti að mæta. Þau vissu bara að ég gat ekki tekið meira á mig,“ segir hann, en Hálfdán missti bílprófið og fékk skilorðsbundinn dóm. Opnari umræða Alveg frá því að slysið átti sér stað hefur Hálfdán unnið mikið í sjálfum sér og reynt hvað hann getur til að líða betur. Líðanin hefur verið upp og niður og segir hann að undan- farin ár hafi orðið mikil hugarfars- breyting á því hér á landi hvernig litið er á andleg veikindi. „Þetta var þannig að ekkert var talað um þetta. Núna er umræðan miklu opnari og fólk er hvatt til þess að tala um það hvernig því líður, loksins er það að verða þannig að litið er á andleg veikindi eins og önnur veikindi,“ segir hann. Í langan tíma eftir slysið var Hálf- dán óvinnufær, hann var í skóla en átti erfitt með að mæta og halda sér við efnið. Hann kláraði þó listnáms- braut í Iðnskólanum í Hafnarfirði og vinnur nú sem tónlistarmaður og málari. „Það tók mig sex ár að klára nám sem ætti að taka þrjú ár. Ég stóð  Birna Dröfn Jónasdóttir birnadrofn @frettabladid.is 26 Helgin 19. nóvember 2022 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.