Fréttablaðið - 19.11.2022, Page 49

Fréttablaðið - 19.11.2022, Page 49
Fjármála- og efnahagsráðuneytið Nánari upplýsingar veita Guðrún Ögmundsdóttir skrifstofustjóri, gudrun.ogmundsdottir@fjr.is og Ragnheiður Valdimarsdóttir mannauðsstjóri, ragnheidur.valdimarsdottir@fjr.is Einnig eru frekari upplýsingar á starfatorg.is. Umsóknarfrestur er til og með 30. nóvember. Störf við að móta nýtt fyrirkomulag tekna af samgöngum til framtíðar Við leitum að lausnamiðuðum sérfræðingum með áhuga á að taka þátt í að móta samgöngugjöld framtíðarinnar. Fjármála- og efnahagsráðuneytið og innviðaráðuneytið áforma að setja á fót verkefnastofu um samgöngugjöld og flýtifjármögnun samgönguinnviða. Vegna orkuskipta í vegasamgöngum fara hefð- bundnar skatttekjur ríkissjóðs af ökutækjum og eldsneyti þverrandi. Þá hafa stjórnvöld áform um að flýta samgönguframkvæmdum, bæði á höfuðborgarsvæðinu og á landsbyggðinni, einkum í jarðgangagerð. Í ljósi þessa leggja ráðuneytin áherslu á að mótuð verði heildstæð framtíðarsýn um breytt fyrirkomulag gjaldtöku af ökutækjum, eldsneyti og afnotum vegakerfisins sem geti orðið sjálfbært til langrar framtíðar. Verkefnastofunni er ætlað að vinna að úrlausnar- efnum á þessu sviði í samstarfi við sérfræðinga ráðuneytanna og sérstaka samráðsnefnd um málefnið. Markmiðið er að allir helstu þættir í nýju kerfi samgöngugjalda verði gangsettir fyrir árslok 2024. Meðal helstu verkefna: • Skoða mismunandi leiðir til tekjuöflunar af umferð. • Meta áhrif á ólíka hópa. • Greiningar- og sviðsmyndavinna. • Mat á tæknilegum lausnum og útfærslum. • Samráð og kynningar á nýju fyrirkomulagi. Fjölbreytt menntun og reynsla getur nýst í starfinu t.d. á sviði hagfræði og fjármála, þróunar og uppbyggingar samgangna, orkuskipta, umhverfis- og skipulagsmála, verklegra framkvæmda, verkefnastjórnunar og verkfræði. Störf í verkefnastofunni eru tímabundin til allt að tveggja ára. Menntun og hæfniskröfur: • Frumkvæði, drifkraftur og metnaður. • Háskólapróf sem nýtist í starfi. • Þekking og reynsla af stefnumótun og breytingarstjórnun. • Greiningarhæfni, lausnamiðuð og sjálfstæð vinnubrögð. • Framúrskarandi samskiptahæfileikar. • Góð hæfni í að tjá sig í ræðu og riti. • Reynsla af áhrifamati og greiningum er kostur. • Reynsla af verkefnastjórnun er kostur. • Þekking á samgöngumálum og/eða tækniþróun er kostur. Innviðaráðuneytið Vinnvinn | Kringlan 7 | 103 Reykjavík Sími 552 1212 | vinnvinn@vinnvinn.is | www.vinnvinn.is ATVINNUBLAÐIÐ 17LAUGARDAGUR 19. nóvember 2022

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.