Fréttablaðið


Fréttablaðið - 19.11.2022, Qupperneq 64

Fréttablaðið - 19.11.2022, Qupperneq 64
Viltu segja í blaðinu að ég elski Hvassaleitis- skóla og Ísland. Líka þegar það er kalt úti. Og að ég vilji ekki að lögreglan komi og taki mig. Estefenia, 9 ára Stundum finnst mér þetta svo óraunveru- legt allt saman. Að þetta sé okkar líf. Maria Karolina Pinzón Ruben, Estefania og Maria bíða þess að vera vísað úr landi eftir að hafa verið synjað um alþjóðlega vernd. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR Kólumbísk fjölskylda, sem sótti um vernd á Íslandi fyrir rúmu ári síðan, þráir ekkert frekar en að fá að tilheyra öruggu samfélagi. Þau lögðu á flótta frá heimalandinu eftir að hafa sætt pólitískum ofsóknum. Þau bíða nú brott- vísunar frá Íslandi. Við sáum aldrei fyrir okkur að vera í þess- ari stöðu. Að þurfa að berjast fyrir lífi okkar. Það velur enginn að leggja það á börnin sín,“ segir Rubin Adrian Marin, sem lagði á flótta frá Kólumbíu í september á síðasta ári ásamt konu sinnu, Mariu Karolinu Pinzón, og níu ára dóttur, Estefaniu. Maria tekur undir með Ruben og bætir við: „Stundum finnst mér þetta svo óraunverulegt allt saman. Að þetta sé okkar líf.“ Ofsótt í eigin landi Ruben, Maria og Estefania flúðu frá heimalandinu vegna þess að þau tilheyra ört stækkandi hópi fólks í Kólumbíu sem sætt hefur ofsóknum vegna stjórnmálaskoðana sinna. Ruben og Maria eru vinstrisinnuð. Aðhyllast stefnu Colombia Hum- ana, sem er sá stjórnmálaflokkur sem einna harðast hefur gengið fram í gagnrýni á kólumbísk stjórn- völd. Fyrir fáeinum árum tóku þau ákvörðun um að láta pólitískar skoðanir sínar í ljós á samfélags- miðlum. Aðallega til að benda á óréttlæti og spillingu í kólumbísku samfélagi. Í kjölfarið fóru þeim að berast líflátshótanir. Með tímanum urðu ofsóknirnar svo alvarlegri og hótanirnar grófari. Ruben hefur margsinnis verið hótað líf láti. Maria segir að líf fjöl- skyldunnar hafi einkennst af stöð- ugum ótta síðustu árin í Kólumbíu. Þau heldu sig til hlés og reyndu að Sáu aldrei fyrir sér að vera í þessari stöðu láta lítið á sér bera. Að lokum hafi þau ekki séð neinn annan kost í stöðunni en að hafa sig á brott. Spilling grasserar í Kólumbíu Ástandið er enda ekki gæfulegt í Kólumbíu. Samkvæmt greiningu bandaríska utanríkisráðuneytisins frá í fyrra á stöðu mannréttinda í landinu, einkennist stjórnkerfið af rótgróinni spillingu. Morð, ofbeldi og pólitískar ofsóknir eru daglegt brauð í Kólumbíu. Á síðustu árum hafa komið upp ótal hneykslismál tengd spillingu í opinberum stofn- unum. Mannréttindasamtökin Amnesty International hafa ítrekað lýst yfir áhyggjum af stöðu mála í Kólumb- íu. Fólk sem vogar sér að gagnrýna stjórnvöld á á hættu að vera beitt of beldi. Þennan veruleika þekkja Ruben og Maria vel. Maria segir þau hjónin vera á svörtum lista þekktra pólitískra öfgahópa. Hópa sem veigri sér ekki við að myrða þá sem þeir telja til pólitískra andstæðinga sinna. Þau völdu Ísland vegna þess að þau fylgdust grannt með því hvernig tekið var á málum sem komu upp í tengslum við efnahagshrunið árið 2008. Og svo síðar þegar Panama- skjölin komu fram í dagsljósið. „Við vitum að hið fullkomna land er ekki til. En úr fjarlægð komu Íslendingar okkur fyrir sjónir sem réttsýnt fólk og skynsamt,“ segir Maria. Þrá að skapa sér framtíð „Í okkar lífi höfum við alltaf lagt áherslu á að breyta rétt. Það skiptir okkur máli,“ bætir Ruben við. „Þannig höfum við hagað okkar lífi. Bæði í Kólumbíu og hér. Við vitum að ef við viljum skapa okkur framtíð á Íslandi þá þurfum við að leggja mikið á okkur. Læra tungu- málið og laga okkur að samfélaginu. Við trúum því að ef maður leggur sig fram og kemur fram af virðingu þá fái maður það þúsundfalt til baka,“ segir Ruben og bætir við að það sé erfitt að halda í þessi gildi þegar einu bréfin sem rata inn um lúguna séu tilkynningar um brottvísun og synjun um landvistarleyfi. Frá því að fjölskyldan kom til Íslands fyrir rúmu ári síðan hefur Ruben farið um allt í leit að vinnu. Hann er verkfræðingur en segist aldrei hafa gert þá kröfu að fá vinnu við hæfi. „Ég vil vinna fyrir mér. Það skiptir mig máli. Þess vegna hefur þetta verið mér svo erfitt. Ég fæ ekki vinnu vegna þess að mig skortir pappíra en fæ ekki pappíra vegna þess að ég er ekki með vinnu. Ef við værum frá Venesúela, nágrannalandi Kól- umbíu, væri staða okkar önnur. Við erum í nákvæmlega sömu stöðu. Á flótta undan sömu grimmdinni. En vegna þess hvernig Kólumbía er skilgreind í kerfinu er staða okkar vonlaus. Mér hefur boðist að vinna svart en ég vil ekki gera það því ég vil borga mína skatta,“ segir Ruben. „Hvað þýðir að vinna svart?“ skýtur Estefania inn í. „Það er ólög- legt, elskan,“ segir Maria við dóttur sína. Bíða brottvísunar Fjölskyldan sér ekki fram á að draumurinn um að verða hluti af íslensku samfélagi muni nokkurn tímann rætast. Þeirra bíður nú brottvísun eftir að beiðni þeirra um vernd var synjað í annað sinn á grundvelli mats stjórnvalda á stöðunni í Kólumbíu. Það er álitið öruggt land. „Sem fyrir okkur er mjög erfitt að skilja. Eftir allt sem við höfum gengið í gegnum,“ segir Ruben. „Það eina sem við þráum er að vinna fyrir okkur og fylgjast með dóttur okkar vaxa úr grasi í öruggu umhverfi. Þar sem við þurfum ekki að óttast um líf okkar.“ Þau vilja taka fram að allir sem þau hafa kynnst á Íslandi undan- farna fjórtán mánuði hafi reynst þeim einstaklega vel. „Það er svo dásamlegt fólk á Íslandi. Alls staðar. Hjá Rauða kross- inum, Reykjavíkurborg og í skóla dóttur okkar,“ segir Maria. „Þið eruð svo brosmild og góð. Það er svo ótrúlega fallegt. Allir svo hjálplegir,“ bætir Ruben við. Það eru bara kerfisveggirnir sem eru kaldir. Við skiljum ekki af hverju þeir þurfa að vera svona kaldir. Í landi þar sem fólkið er svona hjartahlýtt, segir Maria og fórnar höndum. Estefania grípur af henni orðið og botnar frásögn foreldra sinna. „Mig langar bara að segja að ég elska Ísland. Viltu segja í blaðinu að ég elski Hvassaleitisskóla og Ísland. Líka þegar það er kalt úti. Og að ég vilji ekki að lögreglan komi og taki mig.“ n Guðmundur Gunnarsson ggunnars@ frettabladid.is 32 Helgin 19. nóvember 2022 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.