Fréttablaðið - 19.11.2022, Side 72

Fréttablaðið - 19.11.2022, Side 72
Innilegar þakkir sendum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegrar systur okkar, mágkonu og frænku, Líneyjar Björgvinsdóttur Lautarvegi 18, Reykjavík. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki á Lautarvegi 18, Reykjavík, heimahjúkrun og HERU fyrir einstaka umönnun og hlýju. Árni Björgvinsson Jenný B. Sigmundsdóttir Ragnhildur Björgvinsdóttir Lára Magnúsdóttir Guðný Björgvinsdóttir Anton Örn Guðmundsson Páll Björgvinsson Áslaug Þormóðsdóttir Björn Thomsen og frændsystkin Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Margrethe Kristinsson Naustahlein 21, Garðabæ, lést á heimili sínu 9. nóvember. Útförin fer fram frá Garðakirkju mánudaginn 21. nóvember klukkan 13.00. Björn U. Sigurbjörnsson Bjargey Einarsdóttir Anna G. Sigurbjörnsdóttir Sævar G. Jónsson Edda B. Sigurbjörnsdóttir Eiríkur Benediktsson Helga S. Sigurbjörnsdóttir Rúnar J. Guðmundsson barnabörn og barnabarnabörn Ástkær eiginmaður, faðir og afi, Albert Guðmundsson verkfræðingur, lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi þann 10. nóvember síðastliðinn. Útför hans fer fram frá Neskirkju við Hagatorg mánudaginn 5. desember kl. 13. Blóm og kransar vinsamlega afþökkuð en þeim sem vildu minnast hans er bent á Ljósið. Anna Þórunn Sveinsdóttir Þór Aldan Rain Barbara Inga Albertsdóttir Anna Victoria og Elísabet Rúrí Guðfinna Steinunn Bjarney Sigurðardóttir lést 12. nóvember 2022. Útför verður frá Árbæjarkirkju í Reykjavík, föstudaginn 25. nóvember, kl. 13. Bænastund og moldun í Bjarnaneskirkju í Nesjum laugardaginn 26. nóvember, kl. 11. Þorleifur Jónsson Halldóra Andrésdóttir Ómar Arnarson Guðbjörg Ósk Jónsdóttir Anna Lilja Jónsdóttir Brynjólfur Garðarsson Þorbergur Hjalti Jónsson Helga Skúladóttir og fjölskyldur Ástkæri faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Guðmundur Kristinn Guðmundsson arkitekt, lést á Landspítalanum 13. nóvember sl. Jarðarförin fer fram föstudaginn 9. desember kl. 12.00 í Dómkirkjunni. Guðmundur Kristinn Guðmundsson Guðrún Jóhanna Guðmundsdóttir Dögg Guðmundsdóttir og fjölskyldur Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Sigríður Þorláksdóttir Ottesen lést 5. nóvember. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Þorlákur Baxter Margrét Gunnarsdóttir Kristín Amelía Atladóttir og ömmubörn Elskulegur eiginmaður minn, Ketill Rúnar Tryggvason húsasmíðameistari, Maríubakka 6, Reykjavík, lést á gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi 14. nóvember. Útför hans verður auglýst síðar. Fyrir hönd aðstandenda, Laugheiður Bjarnadóttir Kæru vinir, frændfólk og fjölskyldur okkar. Við þökkum innilega allan stuðninginn og bænir vegna andláts og útfarar móður minnar, tengdamóður, dóttur, systur, mágkonu og frænku, Þóru Bryndísar Þórisdóttur Bestu óskir til ykkar allra. Sindri Páll Andrason Hugrún Hannesdóttir Rúna Gísladóttir Þórir S. Guðbergsson Kristinn R. Þórisson Katrín Elvarsdóttir Hlynur Örn Þórisson Hrafn Þorri Þórisson Diljá Agnarsdóttir Hugi, Elva Qi, Kría og Salka Sonur okkar, bróðir og frændi, Ólafur Valdimars er látinn. Útför hefur farið fram. Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug. Bestu þakkir til þeirra er réttu honum vinarhönd og gerðu lífið bærilegra. Guð blessi ykkur öll. Soffía og Böðvar Guðrún Hlíf Árný Rós og börn Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Helgi Sigurðsson frá Þyrli, Hjúkrunar- og dvalarheimilinu Höfða, Akranesi, lést á Hjúkrunar- og dvalarheimilinu Höfða, þriðjudaginn 15. nóvember. Útför hans fer fram frá Akraneskirkju mánudaginn 21. nóvember kl. 13. Sérstakar þakkir fær starfsfólk Hjúkrunar- og dvalarheimilisins Höfða fyrir hlýja og góða umönnun. Streymt verður frá athöfninni á vef Akraneskirkju: www.akraneskirkja.is Þórey Helgadóttir Guðrún Linda Helgadóttir Kolbrún Helgadóttir Hafdís Helgadóttir Sigurður Helgason Margrét Svavarsdóttir afabörnin og langafabörnin Ástkær móðir, tengdamóðir og amma, Laufey Kristinsdóttir Boðagranda 2a, Reykjavík, lést á hjúkrunarheimilinu Grund laugardaginn 12. nóvember 2022. Útförin fer fram frá Neskirkju þriðjudaginn 22. nóvember kl. 15. Þorbjörg Magnúsdóttir Ragnar Karlsson Magnús Reynir Rúnarsson Björk Úlfarsdóttir Laufey Svafa Rúnarsdóttir Kjartan Hugi Rúnarsson Alþjóðasamtökin Sameinuðu þjóðirnar voru stofnuð þann 24. október árið 1945 af 51 ríki með það að markmiði að viðhalda friði með því að efla alþjóð- legt samstarf og öryggi í heiminum í kjölfar heimsstyrjaldarinnar. Ísland var ekki eitt af stofnríkjum samtakanna. Þann 26. júlí 1946 samþykkti Alþingi tillögu ríkisstjórnarinnar um inntöku- beiðni Íslands í Sameinuðu þjóð- irnar. Eftir nokkurra mánaða ferli voru aðildarumsóknir Íslands, Svíþjóðar og Afganistans samþykktar. Þann 19. nóvember 1946 urðu þjóðirnar þrjár að opinberum aðilum samtakanna. Thor Thors, sendiherra Íslands í Washington og formaður íslensku sendinefndarinnar á þingi Sameinuðu þjóðanna, flutti ræðu þegar þjóðirnar tóku sæti á þing- inu. Þar sagði Thor að með upptöku Íslands hefði runnið upp langþráð stund fyrir íslensku þjóðina. Í ræðu sinni lagði Thor áherslu á framlag Íslendinga í heimsstyrj- öldinni og benti á hversu margir Íslendingar hefðu fallið þar miðað við höfðatölu og að um 20 prósent íslenska flotans hefðu farist í stríðinu. Hann benti enn fremur á að Íslend- ingar hefðu engan her og að íslenska þjóðin vildi ekki segja neinni annarri þjóð stríð á hendur. Með þátttöku sinni í starfi Sameinuðu þjóðanna væri þannig ósk Íslendinga að hindra frekari ófrið í framtíðinni. Thor uppskar mikið lófaklapp að ræðunni lokinni og varð í kjölfarið fyrsti fastafulltrúi Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum. n Þetta gerðist: 19. nóvember 1946 Ísland gerist aðili að Sameinuðu þjóðunum 51 ríki kom að stofnun Sameinuðu þjóðanna sem telur nú 193 ríki. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY 40 Tímamót 19. nóvember 2022 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.