Fréttablaðið - 19.11.2022, Page 78

Fréttablaðið - 19.11.2022, Page 78
Toyota frumsýndi í vikunni fimmtu kynslóð Prius tvinn- bílsins en hann verður aðeins boðinn sem tengiltvinnbíll í Evrópu. njall@frettabladid.is Toyota Prius kom fyrst á markað fyrir aldarfjórðungi og setti þá ný viðmið í f lokki umhverfisvænna bifreiða. Hann hefur hingað til verið framleiddur í meira en fimm millj- ónum eintaka en kominn var tími á nýja kynslóð eftir sjö ár af fráfar- andi kynslóð. Bíllinn er nú kynntur sem tvinnbíll en tengiltvinnbíllinn kemur á markað næsta vor. Nýr Prius verður áfram á TNGA- undirvagninum en að sögn Toyota hefur hann verið endurbættur mikið. Í stað 1,8 lítra bensín- vélarinnar er nú kominn tveggja lítra vél. Tengiltvinnbíllinn mun skila 220 hestöflum og geta farið í hundraðið á aðeins 6,7 sekúndum. Nýr Prius frumsýndur Innréttingin er mjög svipuð og í bZ4X fyrir utan að það er gírstöng í stað snúningstakka fyrir gíravalið. Sólþak verður staðalbúnaður í nýjum Prius en tengiltvinn­ útgáfan verður með sólarsellu sem getur gefið allt að 1.250 km akstur á árs­ grundvelli. Mun mengunarstuðull nýja bílsins haldast sá sami og í fyrri kynslóð þrátt fyrir meira af l og stærri vél. Búast má við allt að 50% meira drægi frá fyrri kynslóð tengiltvinn- bílsins. n njall@frettabladid.is Ofurraf bíllinn Rimac Nevera setti á dögunum heimsmet í hámarks- hraða raf bíla á prófunarbrautinni í Papenburg í Þýskalandi. Náði bíllinn þar 412 km hraða á fjögurra kílómetra beinum kaf la brautar- innar. Fyrir átti bíllinn met sem sneggsti framleiðslubíllinn upp í 100 km á klst., en þeim hraða nær hann á aðeins 1,85 sekúndum. Rimac Nevera er 1.888 hestöfl en hann er með fjóra rafmótora við 120 kWst rafhlöðu. Togið er hrika- legt eða 2.360 Nm sem gerir honum kleift að ná 160 km hraða á aðeins 4,3 sekúndum og 300 km hraða á 9,3 sekúndum. Drægi bílsins er 550 km og þökk sé 500 kW hleðslugetu getur hann hlaðið rafhlöðuna í 80% á aðeins 19 mínútum. n Rimac Nevera setur heimshraðamet Rimac Nevera á metið sem sneggsti framleiðslubíllinn í 100 km hraða. njall@frettabladid.is Volkswagen er að þróa rafdrifinn jeppa og hefur fengið til þess Scout nafnið, en framleiðslan mun fara fram í Bandaríkjunum. Merkið kynnti í vikunni nýja mynd af til- raunabílnum sem sýnir framenda hans. Áður höfðum við séð hliðar- prófíl bílsins í vor en líkt og hann eru útlínur bílsins mjög kassalaga að framanverðu. Einnig má sjá að bíllinn er á grófum jeppadekkjum og með góða veghæð. Lítið er vitað um hvernig endan- leg útgáfa bílsins verður þegar hann kemur fyrir almenningssjónir en hann verður ekki byggður á MEB- undirvagni Volkswagen, heldur nýjum undirvagni sem verður sér- staklega þróaður fyrir jeppa. Hug- myndin er að bjóða rafdrifinn jeppa sem verður undir 40.000 dollurum að grunnverði sem myndi þýða að hann verður jafnvel ódýrari en raf- drifnir pallbílar Ford og Chevrolet. Búast má við að frumgerð bílsins verði frumsýnd seint á næsta ári og að fyrstu bílarnir fari í framleiðslu árið 2026. n Ný mynd frá Volkswagen af Scout Athygli vekur að VW­merkið er ekki á framenda bílsins svo líklega verður hann markaðssettur sem Scout. 08/04/2021 JPEG merki | Vogar https://www.vogar.is/is/stjornsysla/vogar/honnunarstadall-voga/merki-sveitarfelagsins-voga/jpeg-merki 1/2 Sveitarfélagið Vogar óskar eftir tilboðum í 1593 fermetra atvinnuhúsnæði og byggingarrétt á lóðinni Hafnargötu 101. Á lóðinni sem er um 1 hektari að stærð er 1593 fermetra atvinnuhúsnæði en ekki er gerð krafa um að halda í núverandi hús en það telst tillögum til tekna ef hægt er nýta núverandi hús að einhverju leyti eða útlit nýrra bygginga hafi skírskotun til eldra húsnæðis og sögu svæðisins. Spennandi tækifæri í ört vaxandi sveitarfélagi Vel staðsettur þróunarreitur í þéttbýli Sveitarfélagsins Voga, við sjávarsíðuna með frábæru útsýni og stutt til allra átta. Frekari upplýsingar um verkefnið er að finna á www.vogar.is Hafnargata 101 Þrónunarreitur 46 Bílar 19. nóvember 2022 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐBÍLAR FRÉTTABLAÐIÐ 19. nóvember 2022 LAUGARDAGUR

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.