Heilbrigðisskýrslur - 04.12.1982, Blaðsíða 6

Heilbrigðisskýrslur - 04.12.1982, Blaðsíða 6
2 1. INNGANGUR í starfi mxnu, bæði sem kennari í röntgenfræðum á mismunandi námsstigum og sem sérfræðingur í og stjórnandi sérdeildar í röntgengreiningu, hefi ég í vaxandi mæli gert mér grein fyrir þörf þess að tekin væru saman á einum stað, og á íslenzku, nokkur grundvallaratriði, er Xúta að stöðu röntgengreininga og skyldra greina í heilbrigðiskerfinu. NÚ skal reynt að bæta nokkuð úr þeirri þörf. Hugmynd mín er sú, að þetta kver megi verða til leiðbeiningar nemum í læknisfræði, röntgentækni og hjúkrunarfræði, og e.t.v. ekki síður til aðstoðar læknum við ákvarðanatöku um röntgengreiningarrannsóknir. Það er einnig von mín, að lestur kversins og umhugsun um efni þess megi hafa jákvæð áhrif á túlkun og nýtingu rannsóknaniður- staðna almennt, og ekki einvörðungu af sviði röntgengrein- ingar og tengdra myndgreiningarsviða. Vegna sérstöðu sinnar' hentar röntgengreiningarsviðið vel bæði kostnaðarlega og líf- fræðilega, sem dæmi um önnur svið læknisfræðirannsókna. Umhugsun um, hvað kunni einkanlega að koma sjúklingum okkar að gagni á sem óþægindaminnstan og kostnaðarminnstan hátt, hafa stundum viljað gleymast í tækni- og afkastahneigð. Það er því vel við eigandi, að vitna hér í tvær setningar úr ágætri greinargerð Bjarna Þjóðleifssonar, Sigurðar B. Þorsteinssonar og Eiriks Benjaminssonar "um framhaldsnám i almennxun lyflækningum" (2). Þessar greinar um hæfni lyflæknis, þekkingu og viðhorf, mega að minum dómi vera leiðarljós allrar kennslu læknaefna, og, eftir þvi sem við á, kennslu og starfs- þjálfunar bæði lækna og annarra heilbrigðisstétta: Bjarni og félagar segja svo: "Hann þarf að a) vera leikinn i töku sjúkrasögu, skoðun sjúklinga og túlkun upplýsingaforða, vera fær \un að gera bráðabirgða- greiningu, leggja fram rannsóknaráætlun (eða að ákveða að engar rannsóknir verði gerðar, sé þeirra ekki þörf) og hefja frummeðferð/bráðabirgðameðferð á grunni þeirra upplýsinga sem fyrir liggja.

x

Heilbrigðisskýrslur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðisskýrslur
https://timarit.is/publication/1524

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.