Heilbrigðisskýrslur - 04.12.1982, Blaðsíða 27

Heilbrigðisskýrslur - 04.12.1982, Blaðsíða 27
23 BORGARSPÍTALINN RONTCENDEILD Reykjavík City Hospital Röntgen Department Reykjavík, 1. júní 1976 Endurskoðað í jan. 1981 10. LEIÐBEININGAR UM ACUT BEINARANNSÓKNIR Minnisblað til stúdenta og aðstoðarlækna. Leiðbeiningar um rðntgenrannsóknir sjúklinga frá slysadeild 1. Gerð röntgenbeiðni: Vinsamlegast kynnið ykkur hjálagðar leið- beiningar um gerð röntgenbeiðni. 2. Ákvörðun um rannsókn: Röntgendeildin hefur ekki bundna sólar- hringsvakt, en útkallsskyldu vegna acut rannsókna á afbrigðilegum vinnutíma. Reynið að hafa þetta í huga við ákvarðanir um rann- sóknir: Getur rannsóknin beðið eðlilegs vinnutíma, sjúklingi að ósekju? (Dæmi: ökklar, úlnliðir, hendur, minniháttar rifja- og andlitsáverkar o.s.frv.). 3. Ástand sjúklings: Við bráðacut rannsóknir t.d. fjöláverka, er æskilegt að fyrirbyggjandi lostmeðferð sé hafin áður en, eða hefjist jafnframt því, að röntgenrannsókn er gerð. Tilgangslaust er að rannsaka ölóða sjúklinga, nema undir algjörlega "vital indicatio". - Langoftast verða þessar rannsóknir alls ófullnægj- andi, þær eru samt timafrekar, og enda oftast með algjörri endurtekningu, þegar runnið er af sjúklingnum.' 4. Ákvörðun rannsóknarsvæðis: í þeirri smáslysameðferð, sem er innihald meirihluta rannsóknabeiðna frá slysadeild er oftast tiltölulega auðvelt að afmarka rannsóknarsvæðið topografiskt. Athugið sérstaklega meðfylgjandi skrá yfir rannsóknir á beinum, liðum og mjúkpörtum. Flestar ákvarðanir um röntgenrannsóknir vegna fjöláverka fela í sér meira en eitt topografiskt svæði, og nánast alltaf lungnamynd. Reynið að leitast við að taka þá ákvörðun áður en sjúklingurinn er sendur í röntgenrannsóknina, til að forðast millisendingar að óþörfu. Ásmundur Brekkan, yfirlæknir Röntgendeildar Borgarspítalans

x

Heilbrigðisskýrslur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðisskýrslur
https://timarit.is/publication/1524

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.