Heilbrigðisskýrslur - 04.12.1982, Blaðsíða 19

Heilbrigðisskýrslur - 04.12.1982, Blaðsíða 19
15 - LÍkurnar fyrir því að finna við röntgenrannsókn tilsvarandi sjúkdóma í öðrum líffærum en hér upptöldum eru ákaflega litlar nema önnur einkenni, eins og t.d. þuklanlægt æxli, hækkað sökk, haematuria og svo framvegis séu fyrir í sjúk- dómssögu. Af ýmsum ástæðum verður líka stundum að taka tillit til sjuklinga haldinna cancrofobiu og þar með víkka ábendingarnar frá því, sem æskilegt mætti telja. Ef tilefni til röntgenrannsókna þykir lítið og óverulegt er besta reglan að bíða, skrifa hjá sér á sjúklingakort eða í sjúkál, hvað fundizt hefur kliniskt, með skýringu, hvers vegna sjúklingur var ekki sendur í röntgenrannsókn, og líta síðan á sjúklinginn síðar. Þessi afstaða verður að teljast rétt, svo fremi sem kliniska rannsóknin er nákvæm og með stoðum í öðrum rannsóknarniðurstöðum, þegar svo á við. Það verður líka að teljast þýðingarmikið, að læknirinn skýri fyrir sjúklingnum, hvers vegna hann sendi hann ekki x röntgen- rannsókn. Það verður aldrei nógsamlega á það minnt, að margar röntgen- rannsóknir eru erfiðar sjúklingnum. Þetta á sérstaklega við fatlaða sjúkLinga og gamalt fólk, bæði undirbúningurinn og sjálf rannsóknin geta verið erfið. Varðandi þessa hópa er því sérstaklega þýðingaxmikið, að læknirinn meti nákvæmlega ábendingar og vegi óþægindi og hugsanlegar áhættur, gagnvart hugsanlegum ávinningi, hvað snertir áframhaldandi meðferó! í öllum vafatilvikum skal haft samband og ráðuneyti við sérfræðing í röntgengreiningu áður en sjúklingur er sendur í rannsókn. Auk almennrar tillitsemi og heilbrigðrar skynsemi eru það einkum tvö atriði, sem sérstaklega þarf að hafa í huga með ákvarðanir um röntgenrannsóknir. Það eru annars vegar möguleikar á geislunarskemmdum og hins vegar kostnaðarliðir. Tölfræðilega og séð í víðustu merkingu hefur öil jónandi geislun neikvæð áhrif á íbúana x heild. Hins vegar má gefa sér eftirfarandi reglu:

x

Heilbrigðisskýrslur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðisskýrslur
https://timarit.is/publication/1524

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.