Heilbrigðisskýrslur - 04.12.1982, Blaðsíða 20

Heilbrigðisskýrslur - 04.12.1982, Blaðsíða 20
16 Liggi á annaó borð fyrir ljós og rökstudd læknisfræðileg ábending (indikatio) um að röntgenrannsókn skuli gerð, þá eru geislunarhætturnar hverfandi, miðað við hugsanlegar hættur heilsu sjúklings, væri rannsóknin ekki gerð. Þess hefur áður verið getið, að röntgenrannsóknir eru dýr þáttur í heilbrigðisþjónustunni. Fyrir margar röntgen- rannsóknir þarf að undirbúa sjúklinginn til þess að full- nægjandi árangur náist. Vegna rannsókna í kviðarholi, lumbalhrygg og pelvis þarf sjúklingurinn að laxera. Lyfja- forgjöf er æskileg við ýmsar sérhæfðar æðarannsóknir og aðrar rannsóknir. 1 mörgum tilfellum þarf sjúklingur að vera fastandi og fyrir æðarannsóknir þarf að hafa upplýsingar um blæðingar- og storkunartíma. Mjög þýðingarmikill hluti undirbúningsins eru upplýsingar til sjúklingsins af hálfu læknisins, sem sendir hann, eða starfsliðs á deildinni, þar sem sjúklingurinn liggur,ef hann er á spítala. Það kemur alltof oft fyrir, að sjúklingar koma til röntgendeildar án þess að hafa hugmynd um, hvað gera skal, og það er auðvitað ekki nægilega gott. Verjið því góðum tíma í að skýra fyrir sjúklingnum, hvað eigi að gera, hvers vegna og hvernig rannsóknin er framkvæmd. Ábendingar og leiðbeiningar um undirbúning sjúklinga eru mismunandi á mismunandi röntgen- deildum, og þvi er mjög nauðsynlegt að kynna sér hverjar leiðbeiningar gilda á þeirri röntgendeild, sem hugsað er að senda sjúklinginn til rannsóknar á.

x

Heilbrigðisskýrslur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðisskýrslur
https://timarit.is/publication/1524

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.