Heilbrigðisskýrslur - 04.12.1982, Blaðsíða 36

Heilbrigðisskýrslur - 04.12.1982, Blaðsíða 36
32 MELTINGARFÆRI Meltingarfæri eru yfirleitt rannsökuð eftir að gefið hefur verið skuggaefni (bariumgrautur) per os eða per rectum. Þar eð matarleifar í maga og garnainnihald trufla mat rann- sóknarinnar, skal sjúklingur vera fastandi og/eða hreinsaður fyrir rannsóknina, eftir því sem síðar segir. Vélinda (Oesophagus) Tækni: Sjúklingur er látinn kyngja nokkrum munnsopum af bariumgraut. Skuggaefnisrennslið um vélindað er rannsakað með skyggningu og myndir teknar um leið, stundum einnig á myndsegulband. Undirbúningur: Sjúklingur skal mæta til rannsóknarinnar fastandi og á ekki að hafa drukkið, þar eð rannsóknin er oft framkvæmd x sambandi við magarannsókn. Txmi: Rannsóknin sjálf tekur aðeins nokkrar mínútur, en gera má ráð fyrir allt að klukkustundar dvöl á deildinni. Magi (Ventriculus og duodenum) Tækni: Sjúklingur fær bariumgraut á röntgendeildinni. Rannsóknin er framkvæmd með skyggningu. Einstöku sinnum þarf að taka viðbótarmyndir nokkru seinna, til að fylgjast með tæmingu magans, og er því nauðsynlegt að sjúkradeild viti um, hvort slíkar viðbótarmyndir þurfi að taka. Undirbúningur: Sjúklingur kemur fastandi og án þess að hafa drukkið. Hafi verið gerð önnur skuggaefnisrannsókn annað hvort per os eða per rectum dagana fyrir, þarf að hreinsa ristilinn (samanber leiðbeiningar um hreinsun). TÍmi: Rannsóknin sjálf getur tekið allt upp í 20 mínútur, en með bið og hugsanlegum endurtekningiom má gera ráð fyrir 1-2 klst. á deildinni.

x

Heilbrigðisskýrslur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðisskýrslur
https://timarit.is/publication/1524

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.