Heilbrigðisskýrslur - 04.12.1982, Blaðsíða 16

Heilbrigðisskýrslur - 04.12.1982, Blaðsíða 16
12 5. GEISLAVARNIR OG GEISLAVARNAEFTIRLIT Eins og drepið er á hér að framan þarf að taka ákveðið tillit til svonefndra "cumulations"- eða uppsöfnunaráhrifa jónandi geislunar. Til þess eru settar ákveðnar varúðar- og eftir- litsreglur á röntgendeildum, og er það stjórnanda að sjá um, að þeim sé fylgt. Varðandi notkun jónandi geislunar utan sérhæfðra deilda hvílir lögum samkvæmt upplýsinga- og eftirlitsskylda á stofnun, sem heitir Geislavarnir ríkisins og starfar samkvæmt lögum um geislun og geislavarnir frá árinu 1962. Reglur þær, sem við förum eftir hér á landi, sem á hinum Norðurlöndunum, eru settar í samræmi við rannsóknir og ábendingar ICRP, sem áður var minnzt á. Hér skal ekki farið í einstök atriði, en ICRP setur 0.5 rem á ári sem hámarks heildarlíkams geislaskammt, en 5 rem á ári sem hæsta leyfilegan skammt þeirra sem vinna við jónandi geislun (ath.: þetta er heildarlíkamsgeislunarskammtur, sem er verulega miklu lægri mælikvarði en venjulega mæld dreifigeislunar- orka). Þýðingarmesta niðurstaða "ICRP - Publication no. 16" ( 5 ),sem áður hefur verið vitnað til, er e.t.v. þessi: "Ónauðsynlegar röntqenrannsóknir oq illa upplvst starfslið í heilbrigðisbiónustunni, læknar oa annað starfsfólk,eru stærstu qeislavarnarvandamálin".

x

Heilbrigðisskýrslur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðisskýrslur
https://timarit.is/publication/1524

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.