Heilbrigðisskýrslur - 04.12.1982, Blaðsíða 25

Heilbrigðisskýrslur - 04.12.1982, Blaðsíða 25
21 9. UM GERÐ RÖNTGENRRNNSÓKNARBEIÐNA I Rannsóknarbeiðnin skal undirrituð af lakni, sem þá jafnframt ber ábyrgð á gerð hennar og innihaldi. II Á beiðninni skal skrá nákvæmlega nafn, fæðingardag og fæðingarnúmer sjúklings, skrifa heimilisfang og aðkomuleið (deild). Notað fornafn skal undirstrikað. Seu þessar upplýsingar ekki stimplaðar inn (með adressograf) verður að skrá þær mjög skýrt og helzt vélrita. Það er nauðsynlegt, að ofangreindar upplýsingar séu nákvsnlega réttar, þar eð skjalageymsla öll byggir á þeim og röng geymsla gagna getur valið erfiðleikum við samanburðar og eftirlitsrannsóknir. III Upplýsingar um fyrri rannsóknir verða að fylgja beiðninni: Hvenær (ár)? Hvar? IV Röntgenbeiðnin skal innihalda skýrar upplýsingar um öll atriði, sem nauðsynleg eru vegna rannsóknarinnar. - Allt of xmfangsmiklar sjúkrasögur tefja rannsóknina og mat hennar næstum eins mikið og ófullnasgjandi upplýsingar. - Upplýsingar um tímaatriði skipta miklu máli við acut abdomen og nýrnarannsóknir. - Upplýsingar um serum-kreatinin eða tilsvarandi skulu ávallt fylgja urografiubeiðnum. Upplýsingar um ofnæmi og siðustu tíðir skulu einnig fylgja, þar sem það á við. Á beiðnir um rannsókn á hjarta skal rita hæð og þyngd sjúklings í þar tii gerðan reit. V Skrifið aldrei einungis "kontrol" eða "sjá fyrri beiðni”. Gefið upplýsingar um hvað. hefur skeð frá fyrri rannsókn. VI Athugið,að röntgeneyðublöðin eru gerð á "kopierandi" pappír og meðhöndlið þau með tilliti til þess.

x

Heilbrigðisskýrslur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðisskýrslur
https://timarit.is/publication/1524

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.