Heilbrigðisskýrslur - 04.12.1982, Blaðsíða 8

Heilbrigðisskýrslur - 04.12.1982, Blaðsíða 8
4 2. RÖNTGENRANNSÓKNIR - HVERSVEGNA? Röntgengreining er nauðsynlegur þáttur í nútima heilbrigðis- þjónustu, og öfmat á gilði hennar getur leitt til ofnotkunar. Því miður er trúlega nokkur ofnotkun hér á landi ekki síður en á öðrum svæðum, sem hafa sviþaðan félagslegan og læknisfræðilegan staðal. Hvað er þá ofnotkun, og hvernig á að meta, hvað er við hæfi? Það hlýtur að vera grundvallaratriði, að sérhver rannsókn eigi að hafa þýðingu fyrir sjúklinginn. Enda þótt þetta kunni að virðast sjálfsagt, verður í hverju einstöku tilviki að hugleiða: a) hvaða sjúkdómsgreiningar koma til greina? b) hverjar eru líkurnar að þessi aðferð/rannsókn færi okkur upplýsingar? c) hvaða áhrif hefur greiningin á ástand, horfur og meðferð? Við ákvörðunartöku um röntgenrannsókn verður að taka tillit til þeirrar áhættu, sem hlutaðeigandi sjúklingur yrði að undirgangast, og þá er átt við bæði geislunaráhrif og aðra áhættu, sem kann að fylgja rannsókninni. Ót frá slíkri yfirvegum má síðan gera eins konar "hagkvæmis-greiningu" (cost - effectiveness - analysis) (9,11). í mjög einfölduðu dæmi má vega ávinning sjúklings móti hugsanlega neikvæðum áhrifuim, t.d. þannig (10) a) Greiningarlikur x meðferðarávinningur- gagn fyrir sjúkl. b) Áhætta (geislun o.fl.) + kostnaður + óþægindi- neikvæðir þættir. * Metir þúb>a, þá er væntanlega rannsóknin illa grundvölluð. Dami: a) Ung telpa hefur haft talsverð óþægindi aðlægt hné í nokkrar vikur, hugsanlega áverki í sjúkrasögu. Tiltölulega lítið að græða á kliniskri rannsókn. Á að taka röntgenmynd af hné og aólægum svæðum? Svar: Jáj geislaskammtur tiltölulega lítill og auðvelt að verja sjúkling, rannsóknin er óþægindalaus. LÍkurnar

x

Heilbrigðisskýrslur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðisskýrslur
https://timarit.is/publication/1524

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.