Heilbrigðisskýrslur - 04.12.1982, Blaðsíða 37

Heilbrigðisskýrslur - 04.12.1982, Blaðsíða 37
3a Mjógirnisrannsókn (Passage) Tækni: a) Sjúklingurinn fær á röntgendeildinni skuggaefnis- blöndu. SÍðan eru teknar röntgenmyndir með skyggningu eða án, með vissu millibili, þar til röntgenlæknir telur rannsókninni lokið. Sjúklingur er á röntgendeildinni að minnsta kosti fyrstu 3-4 klst. Stundum fær sjúklingur létta máltíð á röntgendeild- inni, annars leiðbeiningar til deildarinnar um máltíð. b) Slanga er sett niður í mjógirni á röntgendeildinni og skuggaefni og lofti dælt um hana. Rannsóknin tekur yfirleitt skemmri tíma í heild en a). Undirbúngingur: Undirbúningur er sá sam.i og lýst er við maga og duodenum. Ristill (Colon) Tækni: Sjúklingnum er gefin skuggaefnisinnhelling per rectum. Þessi innhelling er gerð með skyggnieftirliti. Auk þess er nú oftast blásið lofti í ristilinn, og gefið spasmo- lytica (Buscopan). Undirbúningur: Sjúklingur skal koma til röntgendeildarinnar hreinsaður samkvæmt leiðbeiningum. Hann má fá léttan morgunmat (te og tvíbökur eða þess háttar). Rectoscopiu skal helzt ekki gera sama dag, því að loft sem blásið er inn við rectoscopiuna, getur truflað rannsóknina. Ófrávikjanlegt skilyrði fyrir því, að árangur náist af þessari rannsókn er, að hreinsun sé mjög samvizkusamlega framkvæmd. Göngudeildarsjúklingar þurfa yfirleitt að fá stólpípu á deildinni fyrir ristilrannsóknina. Heildardvöl þeirra á deildinni getur orðið allt að 3 klst. TÍmi:

x

Heilbrigðisskýrslur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðisskýrslur
https://timarit.is/publication/1524

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.