Heilbrigðisskýrslur - 04.12.1982, Blaðsíða 17

Heilbrigðisskýrslur - 04.12.1982, Blaðsíða 17
13 6. KOSTNAÐUR, MAGN, ÞYNGD Árlega eru gerðar á íslandi um 100.000 röntgenrannsóknir (áætlað ca. 0.5 rannsókn pr. íbúa á ári 1979 (16)). Hér eru ekki meðtaldar röntgenrannsóknir tannlækna. Um þær er engin full- nægjandi skýrslugerð, en samanlögð geislabyrði af þeim til viðbótar ofantöldum rannsóknum er vafalaust marktæk, bæði í liffræðilegu og erfðafræðilegu tilliti. Talning af þessu tagi er að því leyti ófullnægjandi, að þar er ekki sundurliðuð "þyngd" rannsókna, og t.d. röntgenrannsókn á litlutá vegur þar jafn mikið og umfangsmikil æðaþræðinga- rannsókn, en kostnaður, mannafla- og tækjaþörf vitanlega sitt á hvorum enda. Þegar þetta er ritað liggur ekki fyrir heildar sundurliðun á kostnaði vegna röntgenrannsókna á íslandi, en einstöku tölur gefa þó nokkra hugmynd um stærðirnar. Verðbólgunnar vegna verður notaður samanburðarreikningur: a) Röntqentækjabúnaður af einfaldara tagi til almennra beina-, þvagfæra- og lungnarannsókna kostar svipað og 5 meðalstórir fjölskyldubílar, afskrifast á tíu árum. b) Meðalverð hverrar röntgenrannsóknar við Röntgendeild Borgarspítalans 1979 voru 13.400 krónur = 23.5% af meðalkostnaði legudags sarna ár. c) Heildarkostnaður af rekstri Röntgendeildar Borgarspítalans 1979 var rúmlega 8.5% af heildarrekstri spítalans. d) Einn röntgenlampi kostar svipað og lítill fjölskyldubíll. Ehding þeirra er mjög misjöfn, en framleiðendur reikna með 40j000-50.000 myndatökum (exponeringum). Sé sú tala tekin til viðmiðunar þá nemur rýrnun á röntgenlampa við eina þvagfærarannsókn (urografiu, 10 myndir) sem svarar verði 20 "vísitölubrauða". e) Þessar niðurstöður eru sambærilegar við tilsvarandi athuganir á öðrum Norðurlöndum. L

x

Heilbrigðisskýrslur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðisskýrslur
https://timarit.is/publication/1524

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.