Heilbrigðisskýrslur - 04.12.1982, Blaðsíða 13

Heilbrigðisskýrslur - 04.12.1982, Blaðsíða 13
9 milli geislaskammta og hugsanlega ósskilegra líffræðilegra áhrifa þeirra (5,6). 4.1. Braðar geislaskemmdir. Pekking manna á bráðum (acut) skemmdum af stórum geislaskömmtum kemur að mestu frá kjarnorkusprengingum í Japan í lok síðustu heimsstyrjaldar: Blóðbreytingar koma í ljós eftir 50 rad-a heildar líkamsgeislun. Helmings dánarskammtur (LD50) er um 300 rad (3Gij). Allt öðru máli gegnir um geislaskammtastærð við staðbundna afmarkaða geislun, enda mun stærri skammtar notaðir í geislalækningum, en valda þá oft staðbundnum skemmdum, svo sem bruna, hárlosi, vefjadrepi o.s.frv. 4.2. SÍðari geislunaráverkar. Meðal langtxma áhrifa af geislun má nefna krabbamein, hvítblæði og breytingar á erfðum. Erfðaminni frumanna ruglast og getur það ýmist valdið algjörri afkynjun (genetic death) eða stökk- breytingum, er breyta hegðun og vexti síðari frumukynslóða, m.a. í illkynjunarátt. 4.3. Geislun og illkynjunarsjúkdómar■ Tölfræðilegar og kliniskar eftirrannsóknir á stórum hópum einstaklinga, sem orðið hafa fyrir geislun í lækningaskyni hafa leitt í ljós, svo að ekki verður í móti mælt, að hvítblæði og ýmsar tegundir krabbameins eru mjðg marktækt algengari en búast mætti við, þannig eru líkurnar á hvítblæði teknar sem dæmi: Eftir geislun á öllum líkamanum með skammti, er svarar til 1 rad, eru hvitblæðislikur 1:10.000, eða tifalt hærri, en ef umrædd geislun væri staðbundin við eitt likamssvæði. Hvítblæði getur komið i ljós allt upp i þrem-fjórum áratugum eftir að geislunin fór fram. 4.4. Áhrif á erfðaeigindir■ 30 rad-a geislun i kynkirtla tvöfaldar hættu á stökkbreytingum. Frá erfðafræðilegu sjónarmiði er geislunarhættan fyrst og fremst fólgin i myndun sjúklegra, vikjandi erfðaeiginda (gena) sem ekki koma i Ijós fyrr en að einni eða fleiri kynslóðum liðnum og stundum ekki nema í ákveðnum tengslum við aðrar erfða-

x

Heilbrigðisskýrslur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðisskýrslur
https://timarit.is/publication/1524

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.