Heilbrigðisskýrslur - 04.12.1982, Blaðsíða 5

Heilbrigðisskýrslur - 04.12.1982, Blaðsíða 5
formáli Efni þessa kvers er tvíþætt: 1) ± 1.-7. kafla er greint stuttlega frá nokkrum undir- stöðum; ákvarðanatöku, eðlisfræði, geislalíffræði, geisla- vörnum og kostnaði. í 8. kafla eru nokkrum myndgreiningar-rannsóknaraðferðum, öðrum en "vanalegu röntgen", gerð nokkur skil. 2) SÍðari hluti bókarinnar eru ýmis ráð og leiðbeiningar sem ég hefi tekið saman, annarsvegar vegna kennslu stúdenta og röntgentækna, en hinsvegar vegna nauðsynlegrar fræðslu og upplýsingaflæðis milli röntgendeilda og hinna klinisku deilda og starfsmanna þeirra. Þar vil ég aðeins vísa til efnisyfirlitsins, sem fylgir næst á eftir þessum orðum. í viðauka eru nokkur ljósrit úr heimildaritum af textum, sem ég vil vekja sérstaka athygli á. Ég hefi ekki tekið með nema tiltölulega fáar lesefnistilvitnanj. en vil sérstaklega benda á hina einstaklega ágætu bók "Röntga lagom" eftir Staffan Cederblom (3), en efniviður er hér á köflum mjög likur þeirri bók. Einnig vil ég benda þeim, sem kynnu að hafa frekari áhuga á þessum efnum á fræðslurit IRCP, Internationai Commission on Radiological Protection (5,6) sem mjög voru notuð við gerð þessa texta, svo og bók David Suttons Radiology for Medical Students (15). Þeim, sem e.t.v. vildu sökkva sér enn meira niður í einstök efni, bendi ég á aðrar greinar og bækur í heimildaskrá. Starfsbróður mínum, Kristjáni Sigurjónssyni, þakka ég margar góðar ábendingar um gerð bókarinnar. Ásmundur Brekkan

x

Heilbrigðisskýrslur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðisskýrslur
https://timarit.is/publication/1524

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.