Heilbrigðisskýrslur - 04.12.1982, Blaðsíða 7

Heilbrigðisskýrslur - 04.12.1982, Blaðsíða 7
3 b) vera snjall í túlkun á rannsóknarniðurstöðum, hafa skilning á gagnsemi þeirra við að flýta greiningu og meta árangur meðferðar, en jafnframt gera sér grein fyrir takmörkunum þeirra og þeim kostnaði, sem rannsóknum er samfara. NÚtíma læknisfræði býður upp á mjög nákvaanar, en oft á tíðum dýrar rannsóknir og því er lækninum nauðsynlegt að þroska með sér góða dómgreind i þessu tilliti". Við þessi orð er ekki miklu að bæta. Kennsla og þjálfun almennra lækna í röntgenfræðum og skyldum greinum verður að beinast að þeim atriðum, sem ofangreindir höfundar drepa á, meir en tilraunum til að kenna stúdentum að túlka röntgen- myndir á allt of stuttum námskeiðum. Það sem að mínu viti skiptir mestu máli, er að varúð i meðferð raraisóknaraðferða, sem eru bæði kostnaðarsamar og geta haft liffræðilega óæskileg áhrif, verður að aukast. Læknar, kennarar þeirra og aðrar heilbrigðisstéttir, verða að temja sér ðgun, rökvisi og kiiniska skynsemi i notkun og túlkun dýrra og stundum hættulegra hjálpargagna. Ég vona að þessi litla bók megi verða einhverjum að gagni, en tilgangi mínum tel ég náð, þótt aðeins eitt atriði einhversstaðar úr textanum verði einum lesanda að gagni i eitt skipti'

x

Heilbrigðisskýrslur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðisskýrslur
https://timarit.is/publication/1524

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.