Fréttablaðið


Fréttablaðið - 24.11.2022, Qupperneq 25

Fréttablaðið - 24.11.2022, Qupperneq 25
KYNN INGARBLAÐ ALLT FIMMTUDAGUR 24. nóvember 2022 Það er gott að vera meðvitaður um nauðsyn fyrir D-vítamín. elin@frettabladid.is Magn D-vítamíns í líkamanum hefur mikið að segja um hversu alvarlega líkaminn bregst við Covid. Þetta kemur fram í nýrri rannsókn á vegum Statens Serum Institut í Kaupmannahöfn og Har- vard-háskóla. Þeir sem höfðu lítið magn af D-vítamíni fengu mun verri einkenni en þeir sem höfðu nægilegt magn af vítamíninu, að því er Politiken greinir frá. Tvöfalt meiri hætta var á alvar- legum veikindum hjá þeim sem þjást af D-vítamínskorti en hinum sem höfðu nægt magn. Anders Hviid, einn rannsakenda, segir að ekki ætti að taka stóra skammta af D-vítamíni vegna þessarar niður- stöðu. „Við þurfum ákjósanlegt magn D-vítamíns eins og danska heilbrigðiseftirlitið mælir með, hvorki meira né minna,“ segir hann. Skortur hjá mörgum Mælt er með því í Danmörku að börn eldri en fjögurra ára og þeir sem eldri eru taki daglega 5-10 míkrógrömm af D-vítamíni yfir vetrarmánuðina, frá október til apríl. Rannsóknin var byggð á blóð- sýnum frá danska blóðbankanum og eftirlitsgögnum vegna Covid auk gagna úr sjúklingaskrá. Í rann- sókninni var gerður greinarmunur á mismunandi miklum veikind- um. Fólki sem varð veikt en þurfti ekki sjúkrahúsinnlögn, þeim sem voru lagðir inn, voru lagðir inn á gjörgæslu og síðan þeim sem létust af sjúkdómnum. n D-vítamín hefur áhrif á Covid Hildur Þórðardóttir er verslunarstjóri hjá Rúmföt.is þar sem hillurnar svigna undan gullfallegum rúmfatnaði, hágæðasængum og koddum. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Bara það flottasta sem til er Þegar jólin nálgast fara margir að huga að jólagjöfum fyrir sína nánustu. Hildur Þórðar- dóttir, verslunarstjóri Rúmföt.is, segir engan þurfa að fara í jólaköttinn því þar fáist frábær rúmföt frá flottustu vefurum Ítalíu og Þýskalands, og geggjaðar lúxus-sængur og koddar. 2 Jól í Kópavogi Alla daga gegn kulda og sól Apótek, Hagkaup og Fjarðarkaup www.celsus.is

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.