Heilbrigðisskýrslur - 03.12.1994, Side 81

Heilbrigðisskýrslur - 03.12.1994, Side 81
Viðauki II Áhrif sjónvarps- og myndbandaofbeldis á börn og unglinga Mörgum finnst það þversögn að ofbeldi er vaxandi vandamál í flestum velmegunar- þjóðfélögum. Niðurstöður fyrri rannsókna hafa leitt í ljós að ofbeldismyndir geta vakið árásargimi með bömum og í einstaka tilfellum hefur verið greint ffá ofbeldisaðgerðum bama og unglinga, sem vom nákvæm eftirlíking á ofbeldissenum úr sjónvarpi. í Bandaríkjunum er getið um fleiri tugi tilfella ofbeldis á ámnum 1970-1983, sem innblásin vom af kvikmyndum, fórnarlömbin voru 83, flest karlmenn og vopnin skammbyssur. Þá má benda sérstaklega á eina kvikmynd, Dádýraveiðar (atriðiði með rússneskri rúllettu), (Wilson W. et.al. 1983). Fjómm dögum eftir að kvikmyndin "Fæddur saklaus" var sýnd í sjónvarpi réðust þrjár unglingsstúlkur á níu ára gamla stúlku á strönd Kalifomíu. Að því er virtist reyndu stúlkumar að líkja eftir atriði úr kvikmyndinni með því að nota flösku til þess að nauðga fómarlambinu. Ein stúlkan skýrði frá því að meðan á nauðguninni stóð haf drengur, kunningi hennar, kallað: "Heyrið þið, emð þið að apa eftir því sem gerðist í kvikmyndinni”. Ung móðir stakk fjögurra ára dóttur sína til bana og skar síðan úr henni hjartað, af því að bamið var "illur andi". Sjö dögum áður hafði móðirin horft á kvikmyndimar The Exorcist og The Exorcist II. Ungur maður særði nágranna sinn hættulega með skammbyssu, eftir að hann hafði horft á Billy Graham í sjónvarpinu. Hann ætlaði að refsa nágrannanum fyrir syndir sínar. Skort hefur niðurstöður úr langtíma rannsóknum til þess að fá úr því skorið hversu almenn slík áhrif eru. Á allra síðustu ámm hafa verið birtar niðurstöður úr fjöldarannsóknum um þetta efni og verður nokkurra þeirra getið hér. • Rannsókn meðal bandarískra fanga sem dæmdir vom fyrir ofbeldisverk leiddi í ljós að 22- 36% þeirra höfðu framið ofbeldisverk, sem voru nákvæm eftirlíking á senum úr ofbeldismyndum í sjónvarpi. • Birtar voru niðurstöður af rannsókn á föngum dæmdum vegna ofbeldis og samanburður gerður við aðra sem ekki höfðu hlotið dóm fyrir ofbeldisverk. Eftir að hafa tekið tillit til hugsanlegra samverkandi þátta, s.s ofbeldis í heimahúsum, vímuefnaneyslu, árangurs í skóla o.fl., kom í ljós greinileg fylgni milli ofbeldisverka á fullorðinsámm og áhorfs ofbeldismynda í sjónvarpi í æsku. • í kanadísku þorpi hófust sjónvarpssýningar árið 1973. I ljós kom að ofbeldisverkum fjölgaði um 160% meðal unglinga í þorpinu á næstu 10-13 ámm. • Fjöldi rannsókna frá Kanada og Bandaríkjunum gefa til kynna að jákvæð fylgni er á milli sjónvarpsáhorfs á yngri ámm og aukinnar árásargimi síðar í bandaríska læknablaðinu 10. júní 1992, birtist ítarleg rannsókn á tíðni morða í Bandaríkjunum, Kanada og S-Afríku á síðustu ámm. (sjá myndir). í Bandaríkjunum og Kanada fjölgaði morðum um nær 100% 15-20 ámm eftir að sjónvarp hét innreið sína. Aukningin varð fyrst og fremst meðal unglinga og síðan fullorðinna. Höfundur degur þá ályktun að rekja megi þessa þróun til óheppilegra áhorfs ungra bama á sjónvarp. Hann rekur mörg dæmi þess að börn læri mest af því sem fyrir þeim er haft og jafnframt að unglingar sjái ekki fyrir afleiðingar gerða sinna líkt og fullorðnir gera. Ýmis samtök og stofnanir hafa grandskoðað þessa þróun, svo sem amerísku læknasamtökin, heilbrigðisyfirvöld, Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin og bamalæknasamtök í Bandaríkjunu, og telja að sjónvarpsáhorf og þá sérstaklega ofbeldismyndir hafi haft mikil áhrif á að ofbeldi hefur aukist mikið. 79
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106

x

Heilbrigðisskýrslur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilbrigðisskýrslur
https://timarit.is/publication/1524

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.