Leikhúsmál - 01.06.1950, Síða 2
2
Leikhúsmál
Guðlaugur Rósinkranz:
Menningarhliitverk
Þjóðleikhússins
Með Þjóðleikhúsinu höfum vér íslending-
ar eignazt nýja menningarstofnun, stofnun,
sem fyrst og fremst hefur því hlutverki að
gegna að varðveita þjóðleg verðmæti, leik-
bókmenntir vorar og móðurmál. Það er þó
ekki nægilegt að varðveita aðeins viður-
kennd verðmæti. Ný þurfa að skapast og
koma fram á sjónarsviðið. Vér verðum að
ávaxta vort pund. Leikhús má ekki staðna í
gömlum formum eða stefnum. Það þarf alltaf
að vera nýtt og lifandi. Það má aldrei verða
andlegur stöðupollur, heldur tær og svalandi
lind.
Leikhús verður alltaf að taka þá áhættu
að koma fram með nýjungar, sem enginn
vegur er að vita fyrirfram hvernig tekið
verður. Nýir kraftar verða að koma fram og
sýna sig, svo og nýjar stefnur og ný sjónar-
mið. Það er að sjálfsögðu ekkert höfuðskil-
yrði að leikrit sé þannig að áhorfendur séu í
öllu sammála höfundinum og því síður því,
sem hinar einstöku persónur leikritsins segja.
En þetta álíta því miður, allt of margir leik-
húsgestir.
Aðalatriðið er, að fram komi í leikritinu
sönn lífsmynd gerð af raunsæum skilningi á
mannlegu lífi og vandamálum þess. Fram-
setning og flutningur leikritsins verður og að
' sjálfsögðu að vera í listrænu formi. Sé þessa
gætt, má fullyrða að leikhúsið vinni trúlega
menningarhlutverk sitt, þótt sjónarmið og
skoðanir höfunda og áhorfenda renni ekki í
sömu slóð.
Ekkert leikhús með sjálfsvirðingu og hug-
sjónir má freistast til þess að fylgja fordæmi
allt of margra kvikmyndafélaga um, að skapa
og viðhalda lífslyginni. Ómótaðir og van-
kunnandi unglingar, kynnast í kvikmyndun-
um fyrst og fremst lífi áúðmanna og iðju-
leysingja, er lifa innihaldslausu og einskis-
verðu skemmtanalífi. Þeir kynnast fríðu, vel
Guðlaugur Rósinkranz, þjóðleikhússtjóri.
snyrtu og vel klæddu fólki í skrautlegum
salarkynnum, er ekur milli skemmtistaða í
gljáfægðum bifreiðum af nýjustu gerð. Slíkar
glansmyndir af lífinu eru sízt fallnar til þess
að skapa þrek, þor eða lífshamingju. Nei,
slíkar myndir skapa öfund og lífsleiða í hug-
arheimi áhorfandans, þegar hann kemur aft-
ur til sjálfs sín, í hinum gráa hversdagsleika.
Eftir verður tómleikinn einn. Ekki svo að
skilja að gott leikhús megi ekki bregða upp
fallegum lífsmyndum ofar hversdagsleikan-
um, eða flytja vel gerða gamanleiki, síður
en svo. Öllu gamni fylgir nokkur alvara. Gott
gamanleikrit skilur alltaf eitthvað eftir til
íhugunar. í formi græzkulauss gamans eru
oft hin dýrmætustu sannindi sögð.
Eitt er það verkefni, sem þörf er á að gefa
gaum, en það er að gefa yngri kynslóðinni
kost á leiksýningum við sitt hæfi. En sorg-
leg vöntun ét enn á barna- og unglingaleik-
ritum.
Þá má það og telja til menningarverkefna
Framhald á hls. 45