Leikhúsmál - 01.06.1950, Side 6

Leikhúsmál - 01.06.1950, Side 6
6 Leikhúsmál Gangur, og stigi upp á efri svalir til hægri. form. í Félagi íslenzkra leikara. Þakkaði hann fyrir hönd leikaranna það, er gert hafði verið hér til vegs og frama íslenzkri leiklist. Færði hann leikhúsinu að gjöf frá félaginu málverk af Sigurði Guðmundssyni málara, þess manns, sem fyrstur bar fram hugmyndina um þjóð- leikhús á íslandi. Næst flutti Þorsteinn Ö. Stephensen, form. Leikfélags Reykjavíkur, kveðju og þakkir frá félaginu, og skýrði frá fimm myndum af eldri leikurum, sem fé- lagið mundi gefa Þjóðleikhúsinu. Því næst flutti form. Leikfélags Akureyrar kveðju, og færði Þjóðleikhúsinu skrautritað ávarp frá félaginu. Kveðju frá Norðmönnum flutti sendiherra Noregs Torgeir Andersen-Rysst. Hann af- henti leikhússtjóra að gjöf, frá Félagi norskra leikhúsa, norskan þjóðbúninug. Sendiherra Svía hér; Harald Pousette, flutti kveðjur frá forstjóra kgl. leikhússins í Stokkhólmi, próf. Ragnar Josepson, og for- stjóra óperunnar, Joel Berglund, og las heilla- skeyti frá Josepson. Sendiherrann færði leik- hússtj. fundarhamar úr silfri frá Dramaten. Leikhússtjóri Abbey leikhússins í Dublin, flutti ávarp, kvaðst hann glaður yfir komu sinni til frænda sinna á íslandi, og flutti kveðju frá Abbey leikhúsinu. Formaður Leikfélags Þórshafnar í Færeyj- um, flutti kveðju frá þjóð sinni og félagi, og lýsti ánægju sinni yfir, að hafa getað verið hér viðstaddur. Síðastur tók til máls Poul Reumert. Kom hann fram sem fulltrúi kgl. leikhússins í Kaupmannahöfn, og Sambands danskra leik- ara. Hann flutti leikhúsinu hamingjuóskir sínar, og las kveðju frá formanni Sambands danskra leikara, Kaj Holm, og skýrði frá, að sambandið hefði ákveðið að senda Þjóðleik- húsinu að gjöf, litla höggmynd af Önnu Borg, (eftir danska myndhöggvarann Locher), sem Valborg, í leikritinu Axel og Valborg eftir Öhlenschláger. Poul Reumert færði leikhúsinu stóran, fagr-

x

Leikhúsmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Leikhúsmál
https://timarit.is/publication/1739

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.