Leikhúsmál - 01.06.1950, Síða 7

Leikhúsmál - 01.06.1950, Síða 7
Leikhúsmál 7 Frá smíðaverkstœði leikhússins á 4. hæð. an lárviðarsveig frá kgl. leikhúsinu í Kaup- mannahöfn. Öllum kveðjum og gjöfum var tekið með dynjandi lófaklappi leikhúsgesta og leikara. Fóru þær fram fyrir opnu tjaldi, og að við- stöddum öllum leikendum úr Nýársnóttinni á leiksviðinu. Frk. Arndís Björnsdóttir, sem hafði orðið fyrir slysi rétt fyrir opnun leikhússins, lék hlutverk sitt í vígslusýningunni, eins og ekk- ert hefði í skorizt. Var henni mjög fagnað af leikhúsgestum. Nú var klukkan langt gengin eitt. Risu menn nú úr sætum sínum. Gengu allir boðs- gestir, ca. 550 manns, niður í hina rúmgóðu og vistlegu veitingasali í leikhúskjallaranum, og dvöldu bar við veitingar í boði leikhús- stjóra til kl. 2 eftir miðnætti. Hafði þá þessi fyrsta heimsókn í Þjóðleikhúsinu staðið í 7 klukkustundir. Einar Skavlan, ritstjóri Dagblaðsins í Osló, og leikgagnrýnandi, var einn af útlendu gest- unum. Skrifaði hann um allar vígslusýnirig- arnar í blað sitt, og komu þær út í Osló, dag- inn eftir hverja sýningu. Fór hann mjög lof- samlegum orðum um leikhúsbygginguna, og sýningarnar. Er það í fyrsta sinn, að útlent blað birtir leikdóm um ísl. leiksýningar, dag- inn eftir frumsýningu. Blöð í Kaupmanna- höfn, Stokkhólmi, Edinborg og Dublin skrif- uðu einnig um vígslu leikhússins og sýn- ingar þessar. Bæjarstjórn Reykjavíkur hafði síðar boð inni í Sjálfstæðishúsinu fyrir hina útlendu gesti, leikara, ýmsa starfsmenn leikhússins og fleiri. Ymsar aðrar veizlur og mannfagnaður var haldinn í tilefni af vígsluhátíðinni, hér í bænum. Var það almannarómur, að hátíða- höld þessi hefðu heppnazt .vel, og verið sá gleðiviðburður, er lengi mundi minnzt verða. ■ Har. Björnsson. ----o----

x

Leikhúsmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Leikhúsmál
https://timarit.is/publication/1739

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.