Leikhúsmál - 01.06.1950, Síða 17

Leikhúsmál - 01.06.1950, Síða 17
Leikhúsmál 17 Áslaug: Þóra Borg, GuÖrún: Bryndís Pétursdóttir. og krefst mikils sjálfsaga, kunnáttu í drama- tískri tækni og helzt nokkurrar þekkingar á starfi leikhúsa; þar eru fáir smiðir í fyrsta sinn. Leikhúsið verður að hlúa að skáldun- um eftir fremstu getu, og er þó lýðum Ijóst að ekki stoðar að sýna stórgölluð verk eða lítilsverð, með því er engum greiði gerður og sízt höfundunum sjálfum. En hægt er að kynna skáldunum starf leikhússins, veita þeim aðgang að æfingum, og fræðilegir ráðu- nautar þess og bókasafn geta orðið þeim að mörgu gagni. Lítið æfingasvið er í þjóðleik- húsinu, og. það mætti ef til vill nota til kynn- ingar nýrra leikrita, sem nokkuð hefðu til síns ágætis, þótt e'kki þætti fært að sýn þau á hinu stóra sviði; en ekkert er eins lærdóms- ríkt ungum höfundum og að sjá verk sín og heyra, og kynnast þeim áhrifum, sem þau vekja hjá öðrum. Ásgeir Hjartarson: „Nýársnóttinu eftir Indriða Einarsson. Leikstjóri: Indriði Waage. Á vígslukvöldinu sjálfu var „Nýársnóttin“ sýnd, vinsælasti sjónleikur Indriða Einars- sonar, hins merka brautryðjanda. „Nýárs- nóttin“ er bjóðlegt verk og viðfeldið og ef- laust allgott leikrit á sinni tíð, en of miklum annmörkum háð til þess að þola ágang ár- anna, helzti langdregið og laust í reipum og skortir um of skáldleg tilþrif og veigamiklar mannlýsingar; en ber ættjarðarást höfundar- ins fagurt vitni. Indriði Waage setti leikinn á svið af mikilli alúð og nákvæmni, og gaf Sigga: Hildur Kalman, Gvendur snemmbœri: Alfreð Andrésson.

x

Leikhúsmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Leikhúsmál
https://timarit.is/publication/1739

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.