Leikhúsmál - 01.06.1950, Blaðsíða 36
36
Leikhúsmál
Nýja Shakespeare-leikhúsið í Stratjord.
hliðinni, og svörtu, slitnu, baklausu bekkjun-
um og þykka plankaborðinu í veitingastof-
unni. Hornin eru máð af, og djúpar skorur
eftir sverðs- eða axarhögg eru í borðrand-
imar. Gólfið er nærri slitið upp. Hér og þar
eru eru þó stúfar af eikarplönkum, sem
minna á það, sem var. Gamall, þögull þjónn
ber fram sterkt freyðandi öl í eldgömlum
beygluðum tinkollum frá tímum Elísabetar.
Hér hefur þá hinn mikli leikari Englands,
David Garrick oft komið vegamóður, látið
hýsa hest sinn, og slengt af sér fjaðrahatti,
skikkju og sverði á þessa slitnu bekki, og ef
til vill drukkið öl úr þessum sömu krúsum.
Grannir sólargeislarnir smjúga inn um
litlu dropa-glerrúðurnar í blýrömmunum, og
gefa öllu hér inni svo fjarrænan blæ. Mér'
finnst tíminn standa kyrr á þessum stað.
Gamli latínuskólinn, sem Shakespeare
gekk í, er nú gamalmennahæli. Þessi langa,
lága bygging vekur mikla athygli ferða-
manna, þar sem efri hæðin er mikið breiðari
en sú neðri, og litlu gluggarnir með smá-
rúðum í blýrömmum, hafa tæplega gefið
mikla birtu. í fallega, stóra hótelinu, sem
nefnt er eftir skáldinu, er nú fullt af útlend-
um ferðamönnum. Þetta rúmgóða hús, með
öllum sínum margvíslegu smáu og skrítnu
herbergjum, er byggt í Tudorstíl, og er frá
tímum Elísabetar.
Gamla kapellan frá 11. Öld, í rómverskum
stíl, gnæfir fyrir enda götunnar. Hún er mjög
máð af veðri og vindi. Steinmyndirnar utan
á henni eru nagaðar af tímans tönn, svo að
varla sést móta fyrir andlitsdráttum. Bak
við hana í fjarska, ber við himinn, turn
þeirrar borgarkirkju, sem nú er notuð, göm-
ul, en þó nokkur hundruð árum yngri. Mikil-
fengleg í sinni gotnesku reisn. Við gröf skálds-
ins, standa hljóðir hugsandi menn víðsvegar
að úr veröldinni. Öllum finnst vafalaust, að
helgi þessa staðar megi ekki trufla. Þeir lesa
aðeins grafskriftina, og sumir þeirra endur-
taka lágt orðin: •
„Good friend, for Jesus sake for bear.
To dig the dust enclosed here:
Blest be the man that spare these stones
and curst be that moves my bones.
— Leið mín liggur til gamla Shakespeares-
leikhússins við hina fögru Avon-á, það er frá