Leikhúsmál - 01.06.1950, Blaðsíða 36

Leikhúsmál - 01.06.1950, Blaðsíða 36
36 Leikhúsmál Nýja Shakespeare-leikhúsið í Stratjord. hliðinni, og svörtu, slitnu, baklausu bekkjun- um og þykka plankaborðinu í veitingastof- unni. Hornin eru máð af, og djúpar skorur eftir sverðs- eða axarhögg eru í borðrand- imar. Gólfið er nærri slitið upp. Hér og þar eru eru þó stúfar af eikarplönkum, sem minna á það, sem var. Gamall, þögull þjónn ber fram sterkt freyðandi öl í eldgömlum beygluðum tinkollum frá tímum Elísabetar. Hér hefur þá hinn mikli leikari Englands, David Garrick oft komið vegamóður, látið hýsa hest sinn, og slengt af sér fjaðrahatti, skikkju og sverði á þessa slitnu bekki, og ef til vill drukkið öl úr þessum sömu krúsum. Grannir sólargeislarnir smjúga inn um litlu dropa-glerrúðurnar í blýrömmunum, og gefa öllu hér inni svo fjarrænan blæ. Mér' finnst tíminn standa kyrr á þessum stað. Gamli latínuskólinn, sem Shakespeare gekk í, er nú gamalmennahæli. Þessi langa, lága bygging vekur mikla athygli ferða- manna, þar sem efri hæðin er mikið breiðari en sú neðri, og litlu gluggarnir með smá- rúðum í blýrömmum, hafa tæplega gefið mikla birtu. í fallega, stóra hótelinu, sem nefnt er eftir skáldinu, er nú fullt af útlend- um ferðamönnum. Þetta rúmgóða hús, með öllum sínum margvíslegu smáu og skrítnu herbergjum, er byggt í Tudorstíl, og er frá tímum Elísabetar. Gamla kapellan frá 11. Öld, í rómverskum stíl, gnæfir fyrir enda götunnar. Hún er mjög máð af veðri og vindi. Steinmyndirnar utan á henni eru nagaðar af tímans tönn, svo að varla sést móta fyrir andlitsdráttum. Bak við hana í fjarska, ber við himinn, turn þeirrar borgarkirkju, sem nú er notuð, göm- ul, en þó nokkur hundruð árum yngri. Mikil- fengleg í sinni gotnesku reisn. Við gröf skálds- ins, standa hljóðir hugsandi menn víðsvegar að úr veröldinni. Öllum finnst vafalaust, að helgi þessa staðar megi ekki trufla. Þeir lesa aðeins grafskriftina, og sumir þeirra endur- taka lágt orðin: • „Good friend, for Jesus sake for bear. To dig the dust enclosed here: Blest be the man that spare these stones and curst be that moves my bones. — Leið mín liggur til gamla Shakespeares- leikhússins við hina fögru Avon-á, það er frá
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Leikhúsmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Leikhúsmál
https://timarit.is/publication/1739

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.