Leikhúsmál - 01.06.1950, Blaðsíða 51
Leikhúsmál
51
Frá dansæfingu hjá Ástu Norðmann. Frúin stendur yzt til hœgri.
Har. Björnsson:
Félag íslenzkra listdansara
DANSSÝNING
F. í. L. hafði sýningu á því hvað nemendur
í skóla þess höfðu lært í vetur. Fór hún fram
í Þjóðleikhúsinu í maí s.l. Þátttakendur voru
margir bæði eldri og yngri. Japanski dansinn,
sem Sigrún Ólafsdóttir hafði æft, virtist
vanta samæfingu. Betri var sólódansinn hjá
Amalíu Sverrisdóttur.
„Púðurkvastinn“ var fínlegur og snoturlega
gerður, og það var gaman að bóndadansinum,
þó að það vantaði í hann nokkurn þrótt.
Síðasti liðurinn á dagskránni „Snowflakes“
(Ballet í einum þætti) var tvímælalaust bezti
liðurinn á dansskránni, þó að nokkuð vant-
aði á fullkomna samstillingu í handa og fóta-
hreyfingum dansfólksins. Sóló-dansinn hjá
Irmgard Toft var fallegur og vel dansaður,
hefði hún sjálfsagt geta orðið góð danskona
ef hún hefði byrjáð nógu ung. Yfirleitt benti
þessi sýning á það, sem oft hefur borið á
áður við slíkar sýningar hér, að ef um veru-
legan listdans á að vera að ræða, verður
óhjákvæmilega að byrja að þjálfa börnin
þegar þau eru 5—6 ára að aldri. Það er marg-
sannað, að enginn verður listdansari í þess
orðs fyllstu merkingu, sem ekki byrjar dans-
nám fyrr en eftir fermingu, eða kannske
seinna. Slíkt er algerlega vonlaust. Þetta mun
F.Í.L. vita vel, þó að aðstæðurnar hér, hafi
fram að þessu verið þannig, að foreldrar hafi
ekki séð börnum sínum fært að gera listdans
að lífsstarfi sínu. Hvað sem framtíðin kann
að leiða í ljós í þessu efni.