Leikhúsmál - 01.06.1950, Page 52
52
Leikhúsmál
Hárkollumeistarinn Har. Adólfsson við vinnu sína í leikhúsinu.
í mörgum hópdönsunum komu oft fyrir
eins konar dauð augnablik. Nemendurnir
virtust ekki hafa næga „rythmiska“ tilfinn-
ingu í kroppnum, ekki næga músík í sér til
að gera dansinn að óslitinni lifandi heild. Má
vera, að þetta hafi að einhverju leyti verið
undirleiknum að kenna. Það er geysilegur
vandi að leika undir við Ballet, svo að full
samstilling náist, og tekst ekki nema með
sameiginlegri, harðri, látlausri þjálfun beggja
aðila.
Félag íslenzkra listdansara er nauðsynleg
stofnun, og vinnur auðsýnilega af mikilli
alúð að verkefni sínu. En hér þarf mikils
við. Væri ekki athuganai — að öllum þess-
um danskennurum ólöstuðum — að ráða
hingað útlendan dansmeistara, sem starfað
hefði við góðan Ballet. Mikið skal til mikils
vinna.
Tryggvi Sveinbjörnsson
vann leikritasamkeppni Þjóðleikhússins
Hinn 25. júlí 1949 hét Þjóðleikhúsið verð-
launum fyrir bezta leikrit, sem því bærist
fyrir 1. jan. 1950. Verðlaunaupphæðin var 10
þúsund krónur. Jafnframt áskildi leikhúsið
sér forgangsrétt til sýninga, gegn greiðslu, á
öðrum leikritum, sem því bærust og það
kynni að óska að sýna.
Fresturinn til að skila leikritum í sam-
keppninni var framlengdur til 31. jan. s.l.
og þá höfðu Þjóðleikhúsinu borizt 19 leikrit.
— Á fundi sínum 1. febr. skipaði þjóðleik-
húsráð í dómnefnd þá: Alexander Jóhannes-
son prófessor, Guðlaug Rózinkranz, þjóð-
leikhússtjóra, Indriða Waage, leikstjóra, Lár-
us Sigurbjörnsson, rithöfund og Vilhjálm Þ.