Leikhúsmál - 01.06.1950, Síða 54

Leikhúsmál - 01.06.1950, Síða 54
54 Leikhúsmál DANSSÝNING Rigmor Hansson danskennari hélt nem- enda-danssýhingar í Þjóðleikhúsinu í maí s.l. Efnisskráin var fjölþætt, og kam þar fram sægur af börnum og unglingum. Margt var þarna laglega gert, og bar sumt vott um mikla vinnu, einkum hjá þeim yngstu, þegar viðfangsefnin voru nógu einföld. Það er því dálítið varhugavert að láta byrjendur, sem lítið sem ekkert kunna, fást við jafn erfið dansatriði eins og þessi eru úr Chopiniana og Coppelia. Slíkt er aðeins á meðfæri þaul- æfðra fyrsta flokks dansara. Rigmor Hansson er vafalaust duglegur kennari, og gerir efalaust gagn, með dans- skóla sínum. Á þessari danssýningu dansaði frúin að mínum dómi fullmikið sjálf. Slíkar skólasýn- ingar eiga fyrst og fremst að vera fyrir nem- endurna til að sýna hvað þeir geta. Gíslason, skólastjóra. Tók nefndin til starfa 3. febr. og lauk störfum á fundi 17. apríl með svofelldum úrskuði: Nefndin ályktar að veita leikritinu ,,Út- lagar“ eftir Landa, fyrstu verðlaun í leikrita- samkeppni Þjóðleikhússins. Reyndist höfund- ur þessa leikrits vera Tryggvi Sveinbjörns- son sendiráðsritari í Kaupmannahöfn. Jafnframt mælir nefndin með því, að leik- hússtjórnin noti rétt sinn til þess að semja við höfimda nokkurra annarra leikrita um sýningar á leikritum þeirra, ef samkomulag fæst við þá um æskilegar breytingar. Leik- rit þessi eru: „Maðurinn og húsið“ eftir Ax. „Signýjarhárið“ eftir Náttfara, „Vestmenn“ án höfundareinkennis, nafnlaust leikrit merkt Svanurinn, „Nóttin langa“ eftir Mána og „Konan, sem hvarf‘ án höfundareinkennis. Telur nefndin mikilsvert að koma til móts við íslenzka höfunda, sem leikrit semja, og vill fyrir sitt leyti stuðla að því að samvinna takist með höfundum framangreindra leik- rita og Þjóðleikhúsinu. Alda Möller Minningarsjóður Ölclu Möller leikkonu „Um þessar mundir, þegar Þjóðleikhúsið tekur til starfa, mun það rifjast upp fyrir mörgum, hvílíkt tjón íslenzkt leiklistarlíf beið, er hin glæsilega leikkona, frú Alda Möller, féll frá í blóma aldurs, fyrir um það bil einu og hálfu ári. Á stuttum starfsferli hafði hin unga listakona þegar unnið svo marga og minnisstæða sigra, að öllum fannst hún sjálfkjörin í þann flokk, er hæst bæri hróður hins unga Þjóðleikhúss um mörg ókomin ár. Það er líka mála sannast, að Alda Möller hafði marga þá eiginleika til að bera, sem hlutu að skipa henni í fremstu röð. Að yfir- bragði og framkomu var hún kvenna glæsi- legust, skilningurinn skarpur og viljaþrek hennar og listræn samvizkusemi slík, að öll- um mátti vera til fyrirmyndar. En þessir eiginleikar, sem greiddu henni braut til mik- ils og vaxandi frama á leiksviðinu, öfluðu henni að sama skapi ríkra persónulegra vin- sælda.“ (Tekið úr ávarpi til almennings í dagblöðum bæjarins við opnun Þjóðleikhúss-

x

Leikhúsmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Leikhúsmál
https://timarit.is/publication/1739

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.