Leikhúsmál - 01.06.1950, Blaðsíða 60

Leikhúsmál - 01.06.1950, Blaðsíða 60
60 Leikhúsmál ingu íslenzkrar leiklistar (2. gr.). Þessum til- gangi hyggst bandalagið að ná með því: a. að samræma starf allra leikfélaga eða leik- hópa í bandalaginu, b. að beita sér fyrir sam- ræmingu í byggingum leiksviða utan Reykja- víkur, c. að gangast fyrir fræðslu og kennslu í leiklist fyrir félaga bandalagsins, d. að efna til leiklistarmóta í höfuðstaðnum eða annars staðar, þar tiltækilegt þykir, e. að fram- kvæmdarstjóri, bandalagsins í Reykjavík sé umboðsmaður allra félaga þess og annist fyrir þau innkaup á ýmsum nauðsynjum til leik- starfseminnar, útvegun leikrita, leikstjóra og önnur þau erindi, sem reka þarf í höfuð- staðnum fyrir félögin vegna leikstarfsemi þeirra, f. að gæta í hvívetna hagsmuna fé- laga bandalagsins, bæði menningarlega og fjárhagslega, og styðja eftir föngum starf- semi beirra (3. gr.). Þátttaka. Öll félög áhugamanna, sem hafa leiklist á stefnuskrá sinni, geta orðið þátttak- endur í bandalaginu, þó þannig, að sé starf- andi bandalagsfélag eða félög í bæ eða byggð, fær nýtt félag í sama byggðarlagi ekki upp- töku án meðmæla frá því bandalagsfélági eða félögum, sem þar eru fyrir. (4. gr.) Fjármál. Bandalagið aflar sér starfsfjár a. með styrkjum frá opinberum aðiljum, b. með árstillögum bandalagsfélaga. Árstillag miðast við sætafjölda, sýningarfjölda og verð að- göngumiða á hverjum stað, þannig: Fyrir hverja leiksýningu, sem bandalagsfélag held- ur og stendur yfir a. m. k. hálfa aðra klukku- stund, greiðist: a. fimmfalt meðalverð eins aðgöngumiða í samkomuhúsum með allt að 200 sætum, b. sjöfalt meðalverð eins að- göngumiða í samkomuhúsum með yfir 400 sætum. (8. gr.) Áœtlanir og nalœgustu verkefni: í umræð- um á fundinum kom það greinilega í Ijós, að menn hugðu gott til starfs bandalagsins, eink- um félög í kaupstöðum og sveitum, sem verst eru sett hvað snertir verkefni og leikstjórn. Var augljóst, að árstillög félaganna myndu hrökkva skammt til að standast kostnað við útvegun leikrita og leikstjóra, en hjá því verð- ur ekki komizt, að bandalagið ráði fastan leikstjóra, sem ferðast á milli bandalagsfé- laga og segir til um uppsetningu leikrita. Hvað leikritin snertir, hefur Bókaútgáfa Menningarsjóðs hlaupið mjög myndarlega undir bagga með fyrirhugaðri útgáfu á ís- lenzkum leikritum, en auk þess mun banda- lagið þurfa að láta fjölrita eitthvað af leik- ritum til sýninga. Þá hefur skólastjóri Hand- íðaskólans, Lúðvík Guðmundsson, heitið bandalaginu stuðningi, ef það beitti sé fyrir námsskeiði í leiktjaldagerð og útbúningi leik- sviða að einhverju leyti í sambandi við leik- brúðugerð, sem skólinn hefur áður kennt. Stjórnarkosning. í fyrstu stjórn B.Í.L. voru kosnir: Ævar R. Kvaran formaður, Lárus Sigurbjörnsson ritari og Sigurður Gíslason gjaldkeri. í varastjórn: Freymóður Jóhanns- son varaformaður, Helgi S. Jónsson og Her- bert Jónsson. Enkurskoðendur voru kjömir: Emil Ásgeirsson og Haukur Hannesson, en Sigurður Scheving til vara. Sumarleikferðir. „Sex í bíl“ hafa undan farnar vikur ferð- azt um Vestfirði, Norður- og Áusturland, og sýnt 2 sjónleiki, voru þeir: „Candida“ eftir B. Shaw og „Brúin til mánans“ eftir Chlif- ford og Jen. Leikendur voru: Gunnar Eyjólfsson, Hildur Kalman, Guðbjörg Þorbjarnardóttir, Lárus Ingólfsson, Jón Sigurbjörnsson, Þorgrímur Einarsson og Baldvin Halldórsson. Sumargestir hafa sýnt leikritið „Á leið til Dover“ eftir A. A. Mill á þessum sömu slóðum og á sama tíma. Leikendur þar, voru: Sigrún Magnúsdóttir, Erna Sigurleifs, Haukur Óskarsson, Klemenz Jónsson, Róbert Arnfinnsson og Valdimar Lárusson. LJÓSMYNDABI: VIGNIR PRENTFELL H.F.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Leikhúsmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Leikhúsmál
https://timarit.is/publication/1739

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.