Fréttablaðið - 17.12.2022, Side 2

Fréttablaðið - 17.12.2022, Side 2
Það er auðvelt að gúgla vegan uppskrift að einhverju sem fólki finnst gott. Valgerður Árna- dóttir formaður Samtaka græn- kera á Íslandi Stuð á skíðum Skíðasvæðið í Hlíðarfjalli var opnað í gær. Snjóframleiðsla hefur gengið vel undanfarna daga og gert er ráð fyrir vænni sendingu um helgina. FRÉTTABLAÐIÐ/AUÐUNN Valgerður Árnadóttir, for- maður Samtaka grænkera á Íslandi, segir alla velkomna á jólahlaðborð samtakanna á morgun. Um sé að ræða pálínuboð og því sé eina skil- yrðið fyrir mætingu að koma með eitthvað vegan á borðið. lovisa@frettabladid.is JÓL Jólahlaðborð Samtaka græn- kera á Íslandi er á Hallveigarstöðum á Túngötu á morgun á milli 18 og 20. Boðið er pálínuboð og er opið öllum. Aðgangur er ókeypis og hjólastólaaðgengi á staðnum. „Hlaðborðið er hugsað fyrir græn- kera og að þau geti borðað allt sem er í boði vegna þess að það er mikil vöntun á því. Án þess að fólk þurfi að borga rosalega mikinn pening,“ segir Valgerður, en viðburðurinn er hugsaður fyrir bæði grænkera og þá sem eru forvitnir um grænkerafæði. „Það er eina skyldan að koma með eitthvað vegan á borðið,“ segir Val- gerður. Hún mælir með því fyrir þau sem eru góð að baka og elda að kíkja í Facebook-hópinn Vegan Jól – upp- skriftir og ráð, en svo sé líka í öllum helstu matvöruverslunum hægt að finna gott úrval vegan matar sem hægt er að hita upp. „Svo er hægt að koma með bakk- elsi. Eitthvað tilbúið eða baka eitt- hvað. Það er auðvelt að gúgla vegan uppskrift að einhverju sem fólki finnst gott. En við erum að miða við að þetta sé nokkuð jólalegt þannig að þetta er kannski ekki viðburður- inn sem þú kemur með hummus og kex á.“ Hún segir að almennt sé orðið nokkuð auðvelt að vera grænkeri og að fara út að borða en að það hafi reynst grænkerum erfitt að fara á jólahlaðborð. „Það er mikilvægt að hrósa þeim sem standa sig vel í að bjóða upp á valkosti fyrir grænkera. Það eru alveg nokkrir og þetta er að skána en það eru margir stórir staðir, sem taka á móti stórum vinnustöðum, sem ekki huga nægilega vel að þessu,“ segir Valgerður, en samtökin sendu í haust áskorun á veitinga- staði og hótel með hlaðborð um jól og hvöttu þau til að taka betur tillit til grænkera. „Þar var að finna uppástungur um hvað er hægt að gera vegan. Þetta þarf ekki að vera erfitt. Það er hægt að skipta út mjólkurvörunum eða setja smjörlíki eða olíu í stað smjörs,“ segir Valgerður og að hún sakni þess sérstaklega þegar það er engin sósa með hnetusteikinni. n Saknar þess helst ef ekki er sósa með hnetusteikinni Samtök grænkera sendu í haust áskorun á veitingastaði og hótel með jóla- hlaðborð að taka betur tillit til grænkera. FRÉTTABLAÐIÐ/AUÐUNN bth@frettabladid.is VEÐUR Það eru yfirgnæfandi líkur á snjókomu í nótt og í fyrramálið,“ sagði Einar Sveinbjörnsson veður- fræðingur hjá Bliku í gær. „Já, það eru allar líkur á hvítum jólum á höfuðborgarsvæðinu.“ Ef spáin gengur eftir eru lesendur Fréttablaðsins á suðvesturhorn- inu nú með hvíta jörð í kringum sig. Óhætt virðist fyrir foreldra að segja ungviði að allar líkur séu á að jólasnjórinn muni halda fram yfir hátíðir. Óvissa er þó með snjómagn. Einar spáir 5–10 sentímetrum. Hann segir yfirgnæfandi líkur á að hiti haldist undir frostmarki til jóla og líklegt sé að bæti í. „Mér finnst áhugavert hvað þessi kuldatíð ætlar að haldast,“ segir Einar. Frostakaflinn nú verður að lík- indum einn sá lengsti á þessari öld. Samkvæmt spánni gætu þrettán frostkaldir dagar komið í röð. „Þetta er mjög óvenjulegt. Svo í næstu viku verður meiri næðingur og þá bítur frostið enn frekar,“ segir Einar. n Allar líkur á hvítum jólum í Reykjavík benediktboas@frettabladid.is HVERAGERÐI Kostnaður sem fallið hefur til vegna ráðgjafar, hönn- unar og gerðar útboðsgagna vegna uppbyggingar Hamarshallarinnar í Hveragerði nemur tíu milljónum króna. Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins spurði um kostnaðinn sem hefur fallið til við vinnu vegna uppbygg- ingaáforma um nýja Hamarshöll en sú fyrri fauk í ofsaveðri. Verkfræðistofurnar Verkís og Mannvit hafa fengið 2,9 milljónir annars vegar og 3,5 milljónir hins vegar. Arkitektastofan Alark hefur fengið 3,6 milljónir. „Af þessu eru tæplega þrjár milljónir sem féllu til vegna hugmynda fyrrum meiri- hluta um kaup á nýju loftbornu íþróttahúsi og ráðgjafar vegna tryggingabóta,“ segir í bókun Frið- riks Sigurbjörnssonar. „Mikilvægt er að vanda vel til verka áður en lagt er af stað í stór og veigamikil verk- efni og borgar það sig til lengri tíma litið,“ segir þar enn fremur. n Tíu milljóna áform um höll Hamarshöllin sem fauk á haf út. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Svo í næstu viku verð- ur meiri næðingur og þá bítur frostið enn frekar. Einar Svein- björnsson, veðurfræðingur hjá Bliku 2 Fréttir 17. desember 2022 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.