Fréttablaðið - 17.12.2022, Page 50
Verkefnastjórnun
hönnunarsamninga
Nánari upplýsingar veitir Thelma Kristín Kvaran (thelma@intellecta.is) í síma 511 1225. Áhugasamir einstaklingar,
óháð kyni, eru hvattir til að sækja um starfið.
Umsóknarfrestur er til og með 13. janúar 2023. Umsókn óskast fyllt út á www.intellecta.is og þarf henni að fylgja ítarleg starfsferilskrá og kynningarbréf þar sem
gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og hæfni umsækjanda sem nýtist í starfi. Allar umsóknir eru trúnaðarmál og verða nöfn umsækjenda ekki birt opinberlega.
Nýr Landspítali ohf. (NLSH) óskar eftir að ráða einstaklinga til að sinna verkefnastjórnun hönnunarsamninga.
• Verkefnastjórnun hönnunarsamninga fyrir hönd
verkkaupa
• Samstarf við ráðgjafa s.s. hönnuði og notendur
húsbygginga
• Áætlana- og kostnaðareftirlit
• Yfirferð og eftirfylgni á framvindu hönnunarsamninga
• Áhættugreiningu og áhættuvöktun
• Hönnunarrýni verklýsinga og teikninga
• Fagsjónarmið á hönnunarlausnum
• Gerð verkefnaáætlana
Við leitum að aðilum til að annast m.a.: Helstu menntunar- og hæfniskröfur:
• Háskólamenntun á sviði arkitektúr, byggingar-, verk-
og tæknifræði, eða önnur sambærileg menntun
• Minnst fimm ára reynsla af stjórnun eða virkri
þátttöku í hönnunar- eða framkvæmdaverkefnum
• Þekking á opinberum framkvæmdum er kostur
• Reynsla af tíma- og fjárhagslegri stýringu verkefna
• Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum
• Góð færni í íslensku í ræðu og riti
NLSH tekur m.a. þátt í verkefnastjórn á
þróunar-, hönnunar- og framkvæmda-
verkefnum vegna húsnæðis og innviða
á nýjum Landspítala m.a. gatnagerðar
og lóðar við Hringbraut.
Félagið, sem er að fullu í eigu ríkisins,
er í samstarfi við fjölmarga hagsmuna-
aðila.
Fjöldi ráðgjafa og verktaka starfar fyrir
félagið.
Nánari upplýsingar um NLSH má finna
á: www.nlsh.is.
Skólameistari
Menntaskólans að
Laugarvatni
Hæfni og menntunarkröfur
Skólameistari veitir skólanum forstöðu, stjórnar daglegum rekstri
og starfi skólans og gætir þess að skólastarfið sé í samræmi við lög,
reglugerðir, aðalnámskrá og önnur gildandi fyrirmæli á hverjum tíma. Þá
ber skólameistari ábyrgð á gerð fjárhagsáætlunar og að henni sé fylgt
auk þess að hafa frumkvæði að gerð skólanámskrár og umbótastarfi
innan skólans. Að auki gegnir skólameistari mikilvægu hlutverki í mótun
skólastarfs á grundvelli laga og aðalnámskrár framhaldsskóla og þurfa
umsækjendur að hafa skýra framtíðarsýn hvað þetta varðar.
Mennta og barnamálaráðherra skipar skólameistara til fimm ára í senn.
Skipað er í embættið frá 26. janúar 2023.
Umsóknarfrestur er til og með 30. desember 2022.
Nánari upplýsingar er að finna
á vef Starfatorgs: starfatorg.is.
• Starfsheitið kennari ásamt viðbótarmenntun í stjórnun eða
kennslureynslu á framhaldsskólastigi skilyrði.
• Farsæl stjórnunarreynsla og leiðtogahæfni.
• Þekking á fjármálum, rekstri og áætlanagerð.
• Reynsla af mannauðsmálum.
• Reynsla af verkefnastjórnun og stefnumótunarvinnu.
• Góð samskiptahæfni og færni í að skapa liðsheild á vinnustað.
• Frumkvæði, skipulagshæfni og sjálfstæði í vinnubrögðum.
• Þekking og reynsla af opinberri stjórnsýslu.
• Skýr framtíðarsýn og hæfileiki til nýsköpunar.
HH RÁÐGJÖF www.hhr.is
Sími: 561 5900 - hhr@hhr.is
VANTAR ÞIG
STARFSMANN
Og þú getur notað ráðningarkerfið
okkar til að vinna úr umsóknum
Atvinnuauglýsing hjá
HH Ráðgjöf kostar
aðeins 24.500 kr.*
ÓDÝRT, EINFALT
OG SKILVIRKT
Fjöldi umsækjenda á skrá
*Verð er án vsk.