Fréttablaðið - 17.12.2022, Side 59
Við leitum að einstaklingi í nýtt starf sérfræðings á
framkvæmdasviði. Viðkomandi hefur umsjón með þróun og
rekstri verkefnaskrár, starfar sem verkefnalóðs og styður
við forgangsröðun verkefna og greiningu á mannaflaþörf.
Sérfræðingurinn leiðir umbótavinnu, leiðbeinir og aðstoðar
við að samræma verklag við verkefnisstjórnun.
Hæfni og þekking:
– Háskólamenntun sem nýtist í starfi, MPM nám er kostur
– Reynsla af verkefnastjórnun, IPMA vottun er kostur
– Mjög góð tölvu- og hugbúnaðarfærni
– Hæfni við að miðla upplýsingum á skýran hátt
– Þjónustulund, frumkvæði og metnaður
– Góð íslensku- og enskukunnátta í ræðu og riti
Við hjá Landsvirkjun erum stolt af því að leggja okkar af mörkum til að gera heiminn grænan og sporna við
loftslagsbreytingum með vinnslu á endurnýjanlegri orku. Um leið ætlum við að vanda til verka og ganga
vel um náttúruna, enda er sjálfbærni leiðarljós í öllu okkar starfi.
Við óskum eftir liðsauka í öflugt teymi starfsfólks á
Sogssvæði, þar sem við rekum þrjár vatnsaflsstöðvar:
Írafossstöð, Ljósafossstöð og Steingrímsstöð.
Í starfinu felst viðhald, eftirlit og rekstur aflstöðva
og veitumannvirkja. Fjölbreytt og krefjandi starf við
ástandsmælingar og greiningar á vélbúnaði.
Hæfni og þekking:
– Menntun á vélasviði
– Þekking á viðhaldi búnaðar; véla-, vökva- og rafkerfa
– Þekking á loftkerfum, teikningalestri og
stjórnkerfum er kostur
– Lipurð í mannlegum samskiptum og hæfni til að
vinna með öðrum
– Frumkvæði, sjálfstæð vinnubrögð og hæfni til að
tileinka sér nýjungar
– Góð tölvukunnátta
Verkefni fyrir
grænan heim
Skelltu þér til
okkar við Sogið!
Sérfræðingur á framkvæmdaSviði rekStur og viðhald
Landsvirkjun er orkufyrirtæki í eigu íslensku þjóðarinnar og
vinnur rafmagn úr endurnýjanlegum orkugjöfum, vatnsafli,
jarðvarma og vindi.
Hjá fyrirtækinu starfa rúmlega 300 manns, víða um land.
Fyrirtækið hefur metnaðarfulla jafnréttis- og mannauðsstefnu,
hugar að vellíðan starfsfólks og leggur áherslu á að viðhalda
orkumikilli fyrirtækjamenningu.
Umsóknarfrestur er til og með 3. janúar
Sótt er um störfin á vef Landsvirkjunar
landsvirkjun.is/laus-storf
Fyrirspurnir má senda á
mannaudur@landsvirkjun.is