Fréttablaðið


Fréttablaðið - 17.12.2022, Qupperneq 69

Fréttablaðið - 17.12.2022, Qupperneq 69
Fjölbreytni í matarmenn- ingu er eitt af því sem einkennir stórborg og þó Reykjavík sé ekki með fjöl- mennari borgum þá hýsir hún sannarlega fjölbreytta matarmenningu. Matargerð frá Havaí haslar sér völl með veitingastaðnum Kualua á Hafnartorgi þar sem Kolbeinn Nói Ölduson, rekstrarstjóri og eigandi, framreiðir dýrindis poké skálar sem fólk fær bara ekki nóg af. „Nafnið Kualua kemur frá Havaí líkt og aðalrétturinn okkar, Poké skálar. Okkur fannst nafnið passa vel við hugmyndina um staðinn og það hljómar skemmtilega í framburði. Merking nafnsins fær að liggja á milli hluta,“ segir Kol- beinn og bætir við að Poké skálar hafi upphaflega verið matur fiski- manna sem snæddu hráan fisk beint úr hafinu með grænmeti og sósum. Japanskir innflytjendur á Havaí bættu svo hrísgrjónunum við og þannig hefur rétturinn náð hylli um heim allan undan- farin ár. „Við sérhæfum okkur í Poké skálum sem einnig er talað um sem sushi í skál. Rétturinn er sem sagt þannig að það eru sushi hrísgrjón í botninum og síðan er raðað ferskum og góðum hrá- efnum yfir líkt og í sushibita. Með þessu má síðan bæði drekka hvítt og rautt og við erum einnig með bjór í dósum og á dælu.“ Hann segir Íslendinga vera sólgna í skálarnar. „Við opnuðum okkar fyrsta sölustað í Hafnartorg Gallery núna síðastliðið sumar og gengið hefur vonum framar. Við leggjum mikla áherslu á stöðug- leika og gæði ásamt því að geta afgreitt skálarnar hratt.“ Kualua býður upp á aðeins óhefðbundn- ari poké skálar en hafa sést hér á landi. „Við förum aðrar leiðir þegar kemur að samsetningu skálanna og framreiðslu þeirra,“ segir Kolbeinn og segir lykilatriði að hafa skapandi fólk í brúnni. „Hann Haukur Már Hauksson, einn af eigendum hamborgara- keðjunnar Yuzu og fyrrverandi yfirkokkur á Grillmarkaðnum, er yfirkokkur og meðeigandi Kualua Poké Bar. Haukur setti saman matseðilinn á Kualua og var hann í þróun í rúmt ár fyrir opnun staðarins. Allir réttirnir á matseðlinum eru ólíkir en allir virkilega bragðgóðir á sinn hátt. Og við lofum því að allir geta fundið sér eitthvað við sitt hæfi á matseðlinum.“ Sushi er mikill uppáhaldsmatur sumra en það er sannarlega ekki að allra smekk og sumir setja fyrir sig að snæða hráan fisk sem er aðaluppistaðan í sushi. „Þeir sem að borða ekki sushi þurfa ekki að vera hræddir við að prófa Poké skálarnar á Kualua,“ segir Kolbeinn. „Það eru aðeins tvær skálar á matseðli sem innihalda hráan fisk en við erum einnig með kjúkling, rækjur og tofu. Poké skálar eru frábær máltíð og maður fær eiginlega ekki nóg af þeim. Þær henta vel í hádegismat og/eða í kvöldmat. Ég mæli með Wasabi-rækjuskálinni, hún er alveg geggjuð.“ Eins og áður sagði er Kualua staðsett í mathöllinni á Hafnar- torgi Gallery. Kolbeinn er afar sáttur við staðsetninguna. „Þetta er að mínu mati f lottasta mat- höll landsins og það er virkilega skemmtilegt að fá að taka þátt í uppbyggingu hennar.“ n Poké skálar eru frábær máltíð Kolbeinn Nói Ölduson, eig- andi og rekstrar- stjóri Kualua, er ánægður með viðtökurnar en staðurinn var opnaður á Hafnartorgi Gallery í sumar. Frettabladid/ anton Heilsuréttastaðurinn Maika'i á Hafnartorgi hefur slegið svo hressilega í gegn að nú flytja eigendur hans inn Açaí-ber í gámavís. „Açaí-ber eru ofurfæða. Þau vaxa bara á einum stað í heiminum, sem er á trjám í Amazon-frum- skóginum í Brasilíu. Þau líta út eins og bláber en eru með steini og ákaflega heilnæm, stútfull af andoxunarefnum og ómega 3, 6 og 9-fitusýrum. Açaí-ber hafa víðtæk áhrif til betri heilsu; þau eru góð fyrir sálina, líkamann og hugann,“ segir Elísabet Metta Ásgeirs- dóttir, eigandi heilsuréttastaðarins Maika‘i á Hafnartorgi. Elísabet Metta var stödd á para- dísareyjunni Balí árið 2016 þegar hún kynntist alvöru açaí-skál. „Þá var dásamlegt að vakna og geta fengið sér alvöru açaí-skál sem var algjört lostæti að njóta en á sama tíma líka afar hollt. Ég féll því kylliflöt fyrir açaí-skálum á Balí og datt í hug að gaman væri að opna stað með alvöru açaí- berjum heima á Íslandi. Þá þegar var komið smá æði fyrir açaí hér heima en alltaf með açaí-dufti í stað alvöru açaí-berja,“ greinir Elísabet Metta frá. Úr varð að Elísabet Metta og Ágúst Freyr Hallsson, unnusti hennar og meðeigandi að Maika‘i, hófu leit að ekta açaí-berjum fyrir það sem seinna varð Maika‘i. „Við prófuðum okkur áfram með frosna açaí-kubba þar til einn daginn að Ágúst rakst á rétta birginn með fersk açaí-ber sem við gætum flutt inn. Við drifum okkur út til að prófa og leist svo vel á að nú flytjum við berin inn sjálf og milliliðalaust beint til Íslands. Við byrjuðum smátt en flytjum nú inn heilu gámana beint frá Brasilíu. Það segir sitt um vinsældirnar,“ segir Elísabet Metta. Maika’i nú í Nettó og Hagkaup Maika‘i er einn af fyrstu stöðunum sem opnuðu á Hafnartorgi og sá eini sinnar tegundar sem býður upp á alvöru açaí-skálar á Íslandi. „Við opnuðum sumarið 2020, þegar heimsfaraldurinn reið yfir heimsbyggðina. Það var vissu- lega áhætta en viðtökurnar voru slíkar að ég þurfti að stökkva yfir í hádegispásunni minni á öðrum vinnustað til að afgreiða á Maika‘i því þar var alltaf röð út úr dyrum,“ segir Elísabet Metta. Skömmu síðar opnuðu þau útibú í Smáralind og eru nú einnig í Leifsstöð á Keflavíkurflugvelli. „Þá höfum við einnig sett á markað Maika‘i-vörulínu í Nettó og Hagkaup, sem samanstendur af açaí-grunninum okkar í 500 ml dollum, Maika‘i-hnetusmjöri, granóla og saltkaramellu. Það selst upp jafnóðum enda þykir mörgum gott að eiga til þessi hráefni heima og gera sína eigin açaí-skál heima með ávöxtum eða öðru sem það vill út á,“ segir Elísabet Metta og afurðirnar eru hollustan uppmáluð. „Það eina sem við notum í skálarnar okkar og gæti f lokkast undir örlitla óhollustu er dökkt súkkulaði út í vinsælustu skálina, Freyju. Hún er með hnetusmjöri, döðlum og dökku 70 prósent súkkulaði, en einnig er hægt að fá út á hana hvítt súkkulaði og karamellu. Það er auðvitað aðeins meira gotterí en hverjum og einum er frjálst að velja fyrir sig í skálina.“ Súper holl ofurfæða Açaí-ber eru vanalega ekki borðuð beint af trjánum enda ekkert sér- staklega bragðgóð ein og sér. „Því er sætuefnum blandað saman við berjagrunninn og notum við eingöngu lífræn sætuefni sem eru þau hollustu og hreinustu sem völ er á. Berja- grunnarnir okkar eru unnir úti og það gerir þjónustu hjá okkur skjóta; við erum með tilbúna grunna í skálarnar og tekur ekki nema eina til tvær mínútur að útbúa hverja açaí-skál. Það þykir mikill kostur í annríki dagsins og við höfum fengið mikið hrós fyrir hvað við erum fljót að afgreiða skálarnar á Maika‘i,“ segir Elísabet Metta. Hún segir jafnframt mikla ánægju með að f lestallar skálar Maika‘i eru vegan. „Açaí-berjagrunnurinn okkar er vegan og við notum ekki skyr né aðrar mjólkurafurðir í skálarnar okkar. Við vorum heppin að hitta á þessa vöru og höfum líka verið sniðug að blanda saman granóla sem við lögum sjálf án viðbætts sykurs, sem og hnetusmjöri sem við lögum sjálf. Við útbúum því sannarlega hollan kost en vitum líka að skálarnar seljast ekki ef þær eru ekki himneskt góðar á bragðið. Við viljum ekki að fólk sitji eftir með þá tilfinningu að það hafi borðað óhollt þótt açaí- skál bragðist eins og dýrindis eftirréttur, því það skín í gegn að þetta er súper holl ofurfæða.“ n Maika‘i er á Kolagötu 1 á Hafnar- torgi, beint á móti Kolaportinu og við innkeyrsluna niður í bíla- stæðahús Hafnartorgs frá Geirs- götu. Frítt er í bílastæðahúsið fyrstu 15 mínúturnar sem passar vel fyrir afgreiðslu á gómsætri og bráðhollri açaí-skál. Sjá meira á maikai.is Elísabet Metta Ásgeirsdóttir er eigandi Maika’i á Hafnartorgi. Ofurfæða beint úr frumskógum Brasilíu Açaí-skálarnar á Maika’i eru vegan. FrÉttablaÐiÐ/ernir kynningarblað 13LAUGARDAGUR 17. desember 2022 hafnartOrg
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.