Fréttablaðið - 28.12.2022, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 28.12.2022, Blaðsíða 4
Jarðefnaeldsneytið mun kveðja fyrr en síðar. Hversu hratt það gerist er undir okkur sjálfum komið. Sigurður Friðleifsson, sviðsstjóri hjá Orkustofnun helgisteinar@frettabladid.is Ferðaþjónusta Talsmenn innan ferðaþjónustunnar búast ekki við mörgum kínverskum ferðamönn­ um hingað til lands á næsta ári Kínversk stjórnvöld hafa tilkynnt að frá og með 8. janúar þurfi erlend­ ir farþegar sem koma til Kína ekki lengur að sæta sóttkví við komuna til landsins. Að sama skapi munu Kínverjar geta ferðast til útlanda á ný. Jónína Bjartmarz, framkvæmda­ stjóri Okkar kvenna í Kína, vonast til að sjá kínverska ferðamenn á Íslandi, en segir að það gæti tekið tíma. „Við verðum að athuga líka að eftir þennan langa tíma þá er spurningin: Hvar eru samstarfs­ aðilar okkar? Hvar eru ferðaskrif­ stofurnar? Eru þær enn til?“ Sigríður Dögg Guðmundsdóttir, fagstjóri ferðaþjónustunnar hjá Íslandsstofu, segir ferðaþjónustuna hafa náð góðum bata eftir faraldur þrátt fyrir tapið á kínverskum ferða­ mönnum. „Eftir árið í ár verður tala ferða­ manna 1,7 milljónir sem eru 85 prósent af því sem það var 2019. Þannig að batinn er mjög góður og það verður athyglisvert að sjá hvað gerist þegar kínverskir ferðamenn geta farið að ferðast á ný.“ Þeirri spurningu var einnig beint í gær til Embættis landlæknis hvort huga þyrfti að sérstökum ráðstöf­ unum í ljósi mikillar útbreiðslu Covid­19 í Kína undanfarið. Ekki fékkst svar frá embættinu áður en Fréttablaðið fór í prentun. n Margar kínverskar ferðaskrifstofur ekki lengur til staðar Árið 2019 voru Kínverjar fjórða fjölmennasta þjóðerni ferðamanna Íslandi. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK ssveeiifflunnarrr PÁLL ÓSKAR MARÍNA ÓSK REBEKKA BLÖNDAL � 8. JANÚAR � KL. 20.00 � ELDBORG Framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins furðar sig á að spá Orkustofnunar geri ekki ráð fyrir að markmiðum um orku­ skipti verði náð fyrir árið 2040. Sviðsstjóri hjá Orkustofnun segir um misskilning að ræða. ggunnars@frettabladid.is OrKuMÁL Spálíkani Orkustofn­ unar er ætlað að veita upplýsingar um orkuþörf Íslendinga í komandi orkuskiptum úr jarðefnaeldsneyti yfir í umhverfisvænni orkugjafa. Stofnunin gerir ráð fyrir að Ísland muni enn brenna yfir 600 þúsund tonnum af olíu árið 2040. Þvert á markmið stjórnvalda sem ganga út á að Ísland verði alfarið óháð olíu á fyrir þann tíma. Sig urður Hannesson, f ram­ kvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, segir þetta undarlegt ósamræmi. „Það finnst mörgum skrítið að grunnspá, sem opinber stofnun eins og Orkustofnun setur fram, skuli ekki gera ráð fyrir því að markmið stjórnvalda í orku­ og loftslagsmálum náist. Tala nú ekki um þar sem markmið Íslands um kolefnishlutleysi eru lögbundin,“ segir Sigurður. Hann telur það ekki góð skilaboð út í atvinnulífið og upplýsingarnar misvísandi. „Ég get ekki ímyndað mér að ríkisstjórnin sé ánægð með þessi vinnubrögð Orkustofnunar. Allar fjárfestingar í atvinnulífinu taka mið af þessum markmiðum. Fyrir­ tækin eru á f leygiferð við að til­ einka sér nýja tækni sem tekur mið af breyttum orkugjöfum. Þetta eru mjög kostnaðarsamar aðgerðir. Það er því algjör grunnkrafa að tímasett markmið standi,“ segir Sigurður og telur tímann þegar orðinn nauman ef áform um orku­ skipti eigi að ganga eftir. Sigurður Friðleifsson, sviðsstjóri hjá Orkustofnun, segist skilja gagn­ rýnina en telur hana byggja að ein­ hverju leyti á misskilningi. „Spálíkanið setur vissulega fram grunnsviðsmynd sem nær ekki markmiðum stjórnvalda en góðu fréttirnar eru að ef forsendum er breytt og hert er á hraða orkuskipta þá má ná vænlegri niðurstöðu.“ Siguður segir Orkustofnun með þessu vera að skipta úr fastri spá yfir í gagnvirkt líkan. Gögnin séu því miklu frekar vegvísir en ein­ hver föst spá um framhaldið. „Líkanið sýnir fyrst og fremst hvar við þurfum að herða tökin og grípa til markvissra aðgerða,“ segir hann. Stjórnvöld geti hraðað orku­ skiptum með markvissum aðgerð­ um og ívilnunum, að mati Sigurðar, en aðalatriðið sé að draga fram hversu mikilvægt sé að gripið verði til aðgerða sem allra fyrst. „Tími orkuskipta er kominn og jarðefnaeldsneytið mun kveðja fyrr en síðar. Hversu hratt það gerist er undir okkur sjálfum komið. Fyrir­ tækjum, stjórnvöldum og almenn­ ingi,“ segir Sigurður Friðleifsson, sviðsstjóri hjá Orkustofnun. n Orkuskiptum ekki náð í tæka tíð Flest íslensk fyrirtæki eru þegar farin að fjárfesta í samgöngutækjum sem taka mið af áformum stjórnvalda um kolefnishlutleysi fyrir árið 2040. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Sigurður Hannesson, framkvæmda­ stjóri Samtaka iðnaðarins kristinnhaukur@frettabladid.is dóMsMÁL Eigendur félaganna Bala og Geysis hyggjast áfrýja dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í hinu svo­ kallaða Brúneggjamáli. Þetta stað­ festir Viðar Lúðvíksson lögmaður. En fyrir jól voru Ríkisútvarpið og Matvælastofnun sýknuð af öllum kröfum félaganna. Félögin, sem eru í eigu fyrrver­ andi eigenda eggjaframleiðandans Brúneggja, telja að umfjöllun um aðbúnað og merkingar í fréttaskýr­ ingarþættinum Kveik árið 2017 hafi verið röng en Brúnegg fóru í gjald­ þrot eftir birtingu þáttarins. Einnig að Matvælastofnun hafi farið fram úr sér við heimildagjöf. Þessum sjónarmiðum var alger­ lega hafnað í héraðsdómnum. Athygli hefur vakið hversu hár málskostnaðurinn var, hann var átta milljónir. n Hyggjast áfrýja Brúneggjamálinu til Landsréttar Kristinn Gylfi Jónsson, eigandi Geysis og fyrrverandi eigandi Brún­ eggja. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK. 8 milljóna króna máls- kostnaður hefur vakið athygli. 4 Fréttir 28. desember 2022 MIÐVIKUDAGURFréttablaðið

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.