Fréttablaðið - 28.12.2022, Blaðsíða 39
Kristin trú er útbreiddari en önnur
trúarbrögð og er eflaust þau trúar-
brögð, sem mest áhrif hafa haft á
mannlíf og lífríki á þessum hnetti.
Um þriðjungur mannkyns kennir
sig við kristna trú, og ræður hún
einkum ríkjum í hinum vestræna
heimi, sem jafnframt hefur haft
mest áhrif á gang veraldarsögunnar
og þróun lífsins á jörðinni síðustu
aldir.
Nú mætti ætla, að slíkt afl, sem
hefur sannfært menn og stjórnað
lífi margra í 20 aldir, búi yfir mikilli
vizku, allsherjar speki og sannleika,
sem dygði til að leiða mannkynið
fram á við, á réttri og uppbyggilegri
braut.
Því miður er ekki svo. Að ýmsu
leyti má kenna kristindóminum
um, að við erum komin á yztu mörk
í ofnotkun, eyðingu og spillingu
jarðarinnar og lífríkis hennar.
Kristin trú gengur nefnilega
eingöngu út á mannskepnuna
og snýst að mestu bara um hana.
Allt annað líf á jörðinni, dýralíf,
loft, vatn, jörð og eldur meðtalin,
líka hið stórbrotna lífríki hafsins,
vatnanna, jarðarinnar og loftsins,
sem að magni, auðgi og mikilleika
er hundrað eða þúsundfalt á við
mannlífið, er einskis virt.
Er með ólíkindum, að svo tak-
mörkuð og ófullkomin trúarbrögð
skuli hafa náð jafn mikilli útbreiðslu
og áhrifum og raun ber vitni.
Mönnum kann að finnast, að
djúpt sé í árinni tekið, en kristin-
dómurinn hefur leitt okkur í alvar-
legan vanda, vegna skorts á fram-
setningu heildarmyndar lífríkisins,
samhengis þess og heildarleiðsögn.
Kristnir menn hafa miðað hugs-
un sína, skyldur og gjörðir við Guð
og aðra menn.
Stórkostlegt milljónfalt dýraríki,
jurtir, gróður hverskonar, tré, vatn
í margvíslegu formi, loft, fjöll og
firnindi – okkar stórkostlega móðir
jörð – allt hefur þetta verið virt að
vettugi og á það gengið af tillitsleysi,
heimtufrekju, græðgi og grimmd.
Hér var og er eyðimörk í kristi-
legum boðskap, og vantar kristna
menn því með alvarlegum hætti
leiðbeiningar og leiðsögn í þessum
grundvallarefnum.
Þúsundum dýrategunda hefur
verið útrýmt, gróðri og trjám eytt,
lofti, vatni og jarðvegi spillt, lífríkið
í heild sinni keyrt fram á yztu nöf,
allt í þágu mannskepnunnar, henni
til gleði, fullnægingar og friðþæg-
ingar, án forsjár.
Hvað er með börnin okkar og
barnabörn og framtíð þeirra á þess-
ari stórkostlegu plánetu, sem svo
var og er enn að nokkru?
Kristindómurinn virðist hafa
gleymt fyrirsjá og fyrirhyggju,
verndun og varðveizlu sköpunar-
verksins, sem maðurinn þó er
algjörlega háður og getur ekki lifað
án.
Við eigum bara eina jörð
Dýrin voru talin skynlaus, tilfinn-
ingalaus, andlaus og misþyrming og
misnotkun þeirra sjálfsögð. Botn-
lausri og fyrirhyggjulausri nýtingu
lífríkisins voru engin takmörk sett.
Boðorðin 10 fjalla eingöngu um
skyldur manna gagnvart Guði og
mönnum. Ráðgjöf eða tilmæli,
svo að ekki sé talað um kvaðir eða
skyldur, gagnvart öðrum lífverum
og hinu stórkostlega sköpunarverki
almættisins – sama guðsins – er
nánast hvergi nefnd.
Hugsun og boðskapur Búddisma
er hins vegar miklu djúptækari,
víðtækari og fullkomnari, og er illt
til þess að vita, að hann skuli ekki
hafa náð meiri fótfestu og haft meiri
áhrif, en auk mikillar mannúðar,
samkenndar og sannrar þroska-
leitar, nær Búddismi til alls, sem
lifir, í hvaða formi sem er.
Fyrsta lífsregla (boðorð) Búddista
er: „Ég mun leggja mig fram um, að
skaða ekki aðrar lífverur“ (í hvaða
formi sem er).
Önnur lífsregla: „Ég mun leggja
mig fram um, að taka mér ekki það,
sem mér hefur ekki verið sérstak-
lega gefið“ (þetta á ekki aðeins við
um eigur manna, heldur allt, sem
er og býr í óendanlegu sköpunar-
verkinu).
Í rannsókn, sem birt var í hinu
virta bandaríska vísindariti PNAS
fyrir nokkrum árum, er niður-
staðan sú, að „sjötta fjöldaútrým-
ing dýrategunda jarðar sé hafin“.
Er sagt, að fækkun dýra hafi verið
gríðarleg um alla jörð. Í lokin er
talað um „líffræðilega tortímingu“.
Í nýrri skýrslu WWF og Zoologi-
cal Society of London, sem birt var
nú í haust, er þessi „líffræðilega tor-
tíming“ staðfest, en rannsóknir á
vegum þessara aðila sýna, að milli
áranna 1970 og 2020, á 50 árum,
hafði dýrum á jörðinni fækkað um
70%.
Margir vísindamenn telji, að við
séum nú að verða vitni að mestu
útrýmingu lífs á jörðinni síðan tími
risaeðlanna rann sitt skeið. Í það
skipti var það þó risastór loftsteinn,
sem slysinu og útrýmingunni olli,
en nú er það grunnhyggið, fyrir-
hyggjulaust, gráðugt og óupplýst
og leiðsagnarlaust mannfólkið, sem
veldur.
Hvernig má það vera, að stór hluti
manna virðist vera blindur fyrir
þessari þróun og stöðu, sem þó
er hrikaleg ógnun við afkomu og
velferð – líf og tilveru – barnanna
okkar!?
Ef útrýming dýra er yfirfærð á
mannkynið, þá jafngildir hún því,
að allir íbúar Evrópu, Norður- og
Suður-Ameríku, Afríku, Eyjaálfu og
Kína hefðu farizt og horfið síðustu
50 árin. n
Annmarkar kristindómsins og alvarlegar afleiðingar þeirra
Ole Anton
Bieltvedt
samfélagsrýnir og
dýraverndarsinni
Kristin trú gengur
nefnilega eingöngu út
á mannskepnuna og
snýst að mestu bara
um hana.
Bi
rt
m
eð
fy
rir
va
ra
u
m
p
re
nt
vil
lu
r.
He
im
sfe
rð
ir
ás
kil
ja
sé
r r
ét
t t
il l
eið
ré
tti
ng
a á
sl
íku
. A
th
. a
ð v
er
ð g
et
ur
b
re
ys
t á
n
fyr
irv
ar
a.
595 1000 www.heimsferdir.is
Tenerife
Flug aðra leið til
19.975
Flug aðra leið frá
Flugsæti
í janúar
MIÐVIKUDAGUR 28. desember 2022 Skoðun 11FréttAblAðið