Fréttablaðið - 28.12.2022, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 28.12.2022, Blaðsíða 16
Félagið hefur ekki staðið undir verðmat- inu þótt það sé í raun dæmigert arðgreiðslu- félag. verstu viðskipti ársins 28. desember 2022 MiðvikuDAGur Margrét Tryggvadóttir, forstjóri Nova, hringdi Nova inn í íslensku kauphöllina á árinu. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Framkvæmd við skráningu fjarskiptafélagsins Nova á hlutabréfamarkað var valin verstu viðskipti ársins 2022. Prýðileg viðskipti fyrir selj- endur en mikil vonbrigði fyrir kaupendur og hluthafa að mati dómnefndar. ggunnars@frettabladid.is Verstu viðskipti ársins, að mati dómnefndar Markaðarins, tengd- ust hlutaf járútboði f jarskipta- fyrirtækisins Nova. Nokkuð stórt almennt útboð sem endaði í stóru tapi fyrir almenna fjárfesta. Þótt útboðið hafi vissulega verið góð viðskipti fyrir seljendur færir dóm- nefnd þau rök fyrir niðurstöðu sinni að heildarniðurstaðan hafi verið mikil vonbrigði. „Sú staðreynd að gengi félags- ins sé ekki hærra en raun ber vitni segir sína sögu. Fjárfestar höfðu áður keypt hlut í félaginu í aðdrag- anda útboðs en það hljóta að teljast mikil vonbrigði að ekki hafi náðst að klára útboðið á hærra gengi. Það er yfirleitt forsenda fyrir far- sælu gengi bréfanna fram á veg- inn,“ segir í rökstuðningi álitsgjafa Markaðarins. Dómnefnd nefnir sérstaklega að fagfjárfestar hafi setið hjá í útboð- inu, meðal annars vegna stöðunnar á verðbréfamörkuðum. Á sama tíma hafi verið ákveðið að stækka útboðið. „Félagið hefur ekki staðið undir verðmatinu þótt það sé í raun dæmigert arðgreiðslufélag. Þar af leiðandi hefði átt að vera frekar einfalt að verðleggja það.“ Einn af álitsgjöfum Markaðarins telur engan vafa leika á að verðþró- un á eftirmarkaði hafi verið tals- vert mikið undir væntingum. „Því miður verður að teljast líklegt að viðbrögð almennings verði dræm í næstu skráningum. Seljendum tókst ekki að fá stærri fjárfesta til að taka þátt í útboðinu og skamm- tímasjónarmið um verð voru látin ráða för.“ Að því sögðu telur dómnefnd slæmt hlutfjárútboð Nova lítið annað en tímabundið hik. Félag- ið sé áfram álitlegt og stjórnendur öflugir. „Nova mun án efa ná sér á strik í kauphöllinni þrátt fyrir bras á byrj- unarstigi. Rekstur þess og áætlanir gefa það sterkt til kynna. Félag- ið mun vaxa út úr þessu og Nova stendur áfram á sterkum grunni,“ segir í einu áliti dómnefndar Mark- aðarins. n Bjart fram undan þrátt fyrir mislukkað útboð Önnur viðskipti sem oftast voru nefnd Arion brennir peningum „Arion banki hefði betur tekið þá ákvörðun að afskrifa United Silicon fyrir löngu síðan í stað þess að brenna peningum allt árið við að reyna að koma kísil- verinu aftur á koppinn.“ Vanhugsað upphlaup „Uppgjörshótun í málefnum ÍL-Sjóðs eru ekki beint viðskipti en verðskulda að minnst sé á gjörninginn. Dæmið sett upp einhliða út frá hlið ríkisins án þess að tekið sé inn í um- ræðuna áhrif á lífeyrissjóðina, tryggingafræðilegt tap og lög- fræðileg álitaefni. Olli verulegri lækkun á verði skuldabréfa sjóðsins á tímabili þar sem markaðurinn þurfti ekki frekari óvissu. Öllum er ljóst að það þarf að bregðast við málefnum sjóðsins en þetta upphlaup fjár- málaráðherra var vanhugsað.“ Íslendingar litlir í sér „Íslendingar eiga það til að verða heldur litlir í sér frammi fyrir erlendum fjárfestum og láta þá snúa á sig. Stóri FTSE-dagurinn var gott dæmi um það.“ Efnt var til mótmæla á Austurvelli vegna þess hve illa var haldið á sölunni á Íslandsbanka. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI ggunnars@frettabladid.is Fyrir utan hlutafjárútboð Nova voru álitsgjafar Markaðarins á því að sala ríkissjóðs á 22,5 prósenta hlut í Íslandsbanka hefðu verið klúður ársins í viðskiptalífinu. Það verður að teljast nokkuð merkilegt þar sem sömu viðskipti rötuðu einnig á topp- lista dómnefndar yfir bestu viðskipti ársins. Einn meðlima dómnefndar segir að þótt gott verð hafi vissulega feng- ist fyrir bréfin, sé það um það bil það eina jákvæða við söluna. „Fjárhagsleg niðurstaða fyrir ríkið var fín en mjög illa staðið að ferlinu í heild sinni, þá sérstaklega upplýs- ingagjöf. Óreiðan var alger og ein- staka þættir söluferlisins enn í rann- sókn, til dæmis hjá fjármálaeftirliti Seðlabankans. Einstaklega slæm við- skipti þar sem þau rýra traust á bæði stjórnkerfinu og fjármálakerfinu.“ Í sama streng taka aðrir álitsgjafar. Heildarbragur framkvæmdarinnar við söluna hafi valdið miklum skaða, algerlega að ósekju. „Vinnubrögð við söluna á hlut Íslandsbanka í lokuðu ferli voru engan veginn boðleg og í raun til skammar. Bæði fyrir ríkisvaldið og þá sem um þræðina héldu. Niður- staðan er að nú ríkir óvissa um frek- ari sölu á hlut ríkisins í bankanum. Svo klúðurslega var haldið á þessum málum. Einstaklega óheppilegt mál allt saman,“ segir meðal annars í rökstuðningi dómnefndar Markað- arins. n Mikilvægri bankasölu klúðrað

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.