Fréttablaðið - 28.12.2022, Blaðsíða 48

Fréttablaðið - 28.12.2022, Blaðsíða 48
frettabladid.is 550 5000 RitstjóRn ritstjorn@frettabladid.is AuglýsingAdeild auglysingar@frettabladid.is PRentun Torg ehf. dReifing Póstdreifing ehf. dreifing@postdreifing.is 2022 - 2025 Það er gaman að velta fyrir sér orðum og orðræðu samtímans. Það er alls konar tíska í orð- notkun. Sum orð tolla í tískunni og svo virðist sem orðið „geggjað“ sé eitt af þeim. Önnur orð og orðatiltæki eru dottin úr móð (!), enginn segir „punkt- uris“ eða „já, sæll“ lengur. Það er sérstaklega skemmti- legt að skoða og stúdera orð- ræðu valdhafa. Velta fyrir sér hvaða orðatiltæki eru vinsælust á hverjum tíma og hvað stenst tímann. Spá í af hverju fólk talar oft úr takti við almenna málvenju og hálfpartinn eigið tungumál. Innviðir voru um nokkra hríð afar vinsælt orð, raunar svo vinsælt að heilt ráðuneyti var stofnað um það. Síðan hefur reyndar lítið spurst til orðsins og að einhverju marki merk- ingarinnar líka. Vinsæl orðræða hjá fólki sem annað hvort hefur völd eða telur sig að minnsta kosti hafa tilkall til þeirra er að hnýta framan við svör sín „ég hef sagt …“. Við erum svo sem vön því að einhver endurtaki sig við okkur, sérstaklega í æsku: „ég hef margoft sagt … þér að taka til/ganga frá eftir þig“. En þessi notkun er ekki vegna þess að sá sem lætur þau frá sér telji ekki á sig hlustað. Nei, þetta er yfir- lætisleg orðræða þess sem telur sig aðeins segja gáfulega hluti og finnst eðlilegt að endur- taka sem víðast. En auðvitað er þetta bara hjákátlegt, því að vitna í sjálfan sig er í besta falli skondið, eiginlega sorglegt enda verður það sem sagt er ekki merkilegra við að viðkomandi sé sammála sjálfum sér. n Orð Önnu Sigrúnar Baldursdóttur n Bakþankar Vínartónleikar Sinfóníunnar 5., 6. OG 7. JANÚAR MIÐASALA Á SINFONIA.IS Vatnagörðum 14 104 Reykjavík litrof@litrof.is 563 6000 litrof.is UMHVERFISVÆN PRENTUN Við minnum á að skilafrestur jólagjafa er til 31. janúar 2023 Við þökkum samfylgdina gegnum skafrenninginn, heiðríkjuna, hráslagann og bongóblíðuna á árinu 2022. Klæðum okkur vel á nýju ári. Kveðjum enn eitt ár í norðri.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.