Fréttablaðið - 28.12.2022, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 28.12.2022, Blaðsíða 30
Um síðustu áramót horfðum við býsna björtum augum til framtíðar. Við gerðum ráð fyrir að geta lagt að baki fjöldatakmarkanir, lokanir og grímur og við tækju eðlilegri tímar. Árið 2021 hafði verið mörkuðunum gott og þótt ýmis þenslumerki væru farin að gera vart við sig, var það allt talið tímabundinn fylgifiskur faraldurs sem væri einungis verk- efni til að takast á við, frekar en stórkostlegt vandamál. En enginn veit sína ævina og það allt og valda- sjúkur stríðsherra í Rússlandi setti á einni nóttu ansi marga hluti í nýtt samhengi. Það eru svo sem engin ný tíðindi að þjóðir heims séu hver annarri háðar í margvíslegu samhengi, en ástandið sem innrás Rússa í Úkra- ínu hefur skapað í efnahagsmálum Evrópu varpar ljósi á hversu brot- hætt heimsmynd okkar getur verið. Nágrannaþjóðir Rússa hafa svo sem ekki verið með neina glýju í augun- um í samskiptum sínum við Pútín, enda þekkja þær á eigin skinni að Rússland hefur í gegnum aldirnar talið bestu leiðina til að verja landa- mæri sín gegn aðsteðjandi ógn vera þá að þenja þau út. Stundum er sú ógn frekar hugmyndafræðileg en fýsísk, eins og virðist vera í tilviki Úkraínu, þar sem sú stefna að halla sér frekar í vestur en að birninum í austri hafi orðið kveikjan að inn- rásinni. Því miður eru ýmis ríki Evrópu nú að súpa seyðið af því að hafa lagt of mikið traust á viðskipti við Rússland og afleiðingarnar eru áþreifanlegar fyrir allan almenn- ing. Þar eru orkumálin efst á blaði, en einnig skortur á ýmissi hrávöru sem ekki má lengur kaupa af Rúss- um og Hvítrússum, auk framleiðslu sem annað hvort hefur brugðist í Úkraínu vegna stríðsins, eða hefur verið örðugt að koma frá landinu á markaði. Þetta skarð hefur þurft að fylla með vörum annars staðar að, sem skyndilega verða mun eftirsóttari en áður og þá um leið dýrari. Hér á landi finnum við beint fyrir hækk- unum og þótt við höfum ekki þurft að horfa upp á rafmagnsreikn- inginn margfaldast milli ára, eða jafnvel mánaða, erum við engan veginn ónæm fyrir þeim afleiddu áhrifum sem hærra orkuverð í við- skiptalöndum okkar hefur. Við erum líka enn háð dýrri, innfluttri olíu og af þessu ástandi má meðal annars draga þann lærdóm að við eigum að gera allt sem í okkar valdi stendur til að vera ekki öðrum háð um orkugjafa. Það er mikilvægt út frá sjálfstæði og þjóðaröryggi, í efnahagslegu tilliti – og það felast í því tækifæri til að gera betur í lofts- lagsmálum. Loftslagsráð hefur ein- mitt bent á að þótt við höfum sett okkur metnaðarfull markmið um kolefnishlutleysi skorti markvissar aðgerðir. Það er tilvalið að gera árið 2023 að ári ákvarðana, þar sem við ákveðum hvernig við ætlum að bregðast við áskorunum í orku- málum. Þær ákvarðanir þurfa að gera okkur kleift að halda áfram að byggja upp um allt land, njóta framúrskarandi lífskjara og upp- fylla yfirlýsingar okkar um orku- skipti og grænna Ísland. n Ár ákvarðana fram undan Það er tilvalið að gera árið 2023 að ári ákvarðana, þar sem við ákveðum hvernig við ætlum að bregðast við áskorunum í orku- málum. Ólafur Stephensen framkvæmdastjóri Félags atvinnu- rekanda Heimsfaraldur og styrjöld í Evrópu settu mark sitt á verzlun og viðskipti á árinu sem nú rennur skeið sitt á enda. Hikstar í aðfangakeðjum, fyrst vegna faraldurs og svo vegna stríðs- ins í Úkraínu, settu fjölda fyrirtækja í vanda og verð á flestum aðföngum hefur hækkað mikið. Það er til marks um að íslenzk innflutningsverzlun hefur reynzt vandanum vaxin að t.d. hækkanir á matvöruverði hafa verið langtum minni á árinu en í flestum öðrum Evrópuríkjum. Faraldur og stríð hafa gefið okkur tilefni til að endurhugsa eitt og annað í viðskiptum Íslands við umheiminn. Það er til dæmis full ástæða til að gefa betur gaum atrið- um eins og öryggi aðfangakeðja og aðgangi að neyðarbirgðum á við- sjárverðum tímum. Það hefur hins vegar borið á því að hagsmunaöfl sem hafa lengi talað fyrir verndar- stefnu í þágu sérhagsmuna hafa tekið óvissu í heimsmálunum fegins hendi sem skálkaskjóli fyrir að ná fram markmiðum um viðskipta- og sam- keppnishömlur. Enn tala til dæmis sumir stjórn- málamenn fyrir því að vinda ofan af fríverzlun við Evrópusambandið með búvörur í þágu „fæðuöryggis“. Þótt engin framleiðsla sé lengur á frönskum kartöf lum á Íslandi gekk erfiðlega að fá ráðherra ríkis- stjórnarinnar til að fallast á að þá mætti afnema 76% verndartoll á frönskum kartöflum. Verðlag á mat er einn þáttur fæðuöryggis og öfug- snúið að enn skuli vera talað eins og að það að gera mat dýrari ef li fæðuöryggið. Nú þegar fæðuöryggi er orðið raunverulegt viðfangsefni vegna ástandsins í alþjóðamálum en ekki bara orðaleppur sem hags- munaöfl veifa í eigin þágu verður kannski skýrara í hinni almennu umræðu hversu öfugsnúinn þessi málflutningur er. Félag atvinnurekenda blandaði sér í umræðuna um lyfjaöryggi, sem kom upp vegna skorts á tilteknum lyfjum. Félagið benti á að stóri skýringarþátturinn þegar kæmi að skorti á lyfjum væri verðstefna stjórnvalda, sem leiðir af sér að alþjóðlegir lyfjaframleiðendur setja einfaldlega ekki ný lyf á markað á Íslandi þótt þau geti verið miklu hagkvæmari en eldri lyf. FA hefur verið í fararbroddi meðal samtaka í atvinnulífinu í baráttu fyrir því að samkeppni sé sem öflugust og nái til sem flestra atvinnugreina. Félagið lagðist þannig eindregið gegn beiðni tals- manna kjötafurðastöðva um að þær fái undanþágu frá samkeppnis- lögum af því að það gangi ekki nógu vel í rekstri (sumra) þeirra. Slíkt væri varasamt fordæmi. Félagið benti líka á að fyrirhuguð löggjöf um rýni á erlendum fjárfestingum væri líkleg til að fæla erlenda fjár- festa frá landinu nema að samhliða gildistöku hennar færi fram víðtæk úttekt á regluverki atvinnulífsins með það að markmiði að fækka samkeppnishömlum og draga úr skriffinnsku. Það eru nefnilega ekki sízt slíkir þættir sem valda því að Ísland er í þriðja neðsta sæti OECD- ríkja þegar kemur að hömlum á erlendar fjárfestingar. Ástand heimsmála hefur fært íslenzku atvinnulífi mörg ný við- fangsefni. Eftir sem áður á leiðar- ljósið við úrlausn þeirra að vera við- skiptafrelsi og frjáls samkeppni. n Viðskiptafrelsi og samkeppni á viðsjárverðum tímum Það er heilbrigðis- merki að öll álverin hér á landi eru stöðugt að stíga lengra í áfram- vinnslu áls. Pétur Blöndal framkvæmda- stjóri Samáls Ef rýnt er í súlurit yfir eftirspurn áls í heiminum, þá er það ágætur barómeter fyrir stöðuna í heims- málunum. Þannig fór eftirspurnin á heimsvísu niður um 8% í banka- hruninu og 3% í heimsfaraldrinum. En viðsnúningurinn var öflugur í bæði skiptin, árið 2010 jókst eftir- spurn um 18,3% og árið 2021 um 10%. Orkukrísan hefur hins vegar sett strik í reikninginn að þessu sinni. Áhrifin eru alvarlegust í Evrópu, þar sem hátt orkuverð hefur þrengt að framleiðslufyrirtækjum. Nú þegar hefur álframleiðsla dregist saman á meginlandinu um 40% eða sem nemur tæpum 900 þúsund tonnum, rétt rúmlega heildarframleiðslu áls á Íslandi. Áhugavert er að innflutningur áls frá Indlandi hefur þrefaldast, en þar er kolaorka nýtt til álframleiðslu, og einnig hefur innflutningur stórauk- ist frá Mið-Austurlöndum, þar sem gasið er aflgjafinn. Kolefnisfótspor álnotkunar í Evrópu er því mun óhagstæðara fyrir vikið. Í Evrópu eru það einkum álver sem ekki eru með langtímasamn- inga sem hafa dregið saman seglin, enda eru þau ofurseld verðsveiflum til skamms tíma og um nokkurt skeið var orkukostnaður hærri en markaðsverðið á hvert framleitt tonn. Eftir nokkur mögur ár hefur afkoma íslenskra álvera verið afar góð á þessu ári og liðnu ári og sér þess stað í aukinni framleiðslu og fjárfestingum í virðisaukandi verk- efnum. Munar þar mestu um fjárfestingu í nýrri framleiðslulínu í steypuskála Norðuráls, en hún fékk græna fjár- mögnun hjá Arion banka. Þar verða framleiddar virðisaukandi stangir með málmblöndum og skapast við það 40 varanleg störf. Það er heil- brigðismerki að öll álverin hér á landi eru stöðugt að stíga lengra í áframvinnslu áls, en jafnframt hefur byggst gróskumikill klasi í kringum þau með hundruðum fyrirtækja. Það verður áfram línudans að viðhalda samkeppnishæfni áliðn- aðar í Evrópu. Sama hvar litið er, þá hlaðast upp gjöld, sem eingöngu eru bundin við evrópskan áliðnað. Regluverkið er allt um vefjandi. Álver hér greiða til að mynda á annan milljarð fyrir losun gróður- húsalofttegunda innan ETS, við- skiptakerfis ESB um losunarheim- ildir, eða um milljón á starfsmann. Í Evrópu skila þessir fjármunir sér aftur inn í atvinnulífið, enda tröllvaxið og fjármagnsfrekt verk- efni að umbylta framleiðsluferlum til að útrýma losun, en á Íslandi er þetta skattlagning. Á sama tíma eru engin teljandi gjöld á álver utan Evrópu sem losa meira og nýta að auki kolaorku eða gasorku til sinnar framleiðslu, en því fylgir marg- falt meiri losun. Ljóst er að íslensk stjórnvöld og atvinnulífið þurfa að vera samstíga til að yfirstíga þennan þröskuld. n Línudans að viðhalda samkeppnishæfni Svanhildur Hólm Valsdóttir framkvæmda- stjóri Viðskipta- ráðs Íslands Verðlag á mat er einn þáttur fæðuöryggis og öfugsnúið að enn skuli vera talað eins og að það að gera mat dýrari efli fæðuöryggið. markaðurinn16 28. desember 2022 miðVikuDaGur

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.