Fréttablaðið - 28.12.2022, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 28.12.2022, Blaðsíða 22
Ég er ekki viss um að allir geri sér grein fyrir hversu tæpt þetta stóð allt saman. Orri Hauksson, forstjóri og markaðsmaður ársins, segir Símann í allt annarri stöðu í dag eftir söluna á Mílu. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Orri Hauksson þótti sýna fádæma þrautseigju þegar hann leiddi til lykta sölu Símans á innviðafyrirtækinu Mílu þrátt fyrir mótbyr og útlit fyrir að viðskiptin væru farin í vaskinn. Fyrir vikið valdi dómnefnd Markaðarins Orra viðskiptamann ársins 2022. Salan á Mílu hékk á algjörum bláþræði Guðmundur Gunnarsson ggunnars@ frettabladid.is Orri Hauksson, forstjóri Símans, stóð sannar- lega í ströngu þegar upp kom á árinu að Samkeppniseftirlitið gerði talsverða fyrirvara við söluna á Mílu til franska innviðarisans Ardian. Hann segist þakklátur fyrir viðurkenninguna þótt hann líti svo á að allt starfsfólk og stjórn Símans eigi hrósið skilið. Þau hafi öll staðið sig eins og hetjur á krefjandi tímum. Hvað sjálfa söluna á Mílu varðar segir Orri að horfurnar hafi ekki bara verið dökkar á tímabili, held- ur hreint út sagt vonlausar. Ferlið hafi reynst mun þyngra í vöfum en nokkurn óraði fyrir þegar gengið var frá sölusamningi í lok október á síðasta ári. Því hafi niðurstaðan verið þeim mun sætari þegar ljóst var að viðskiptin voru í höfn og allir gengu sáttir frá borði. „Þetta var í raun ótrúlegt ár svona þegar maður lítur til baka. Við vissum alltaf að margir myndu láta til sín taka í málinu. Þetta var alltaf spurning um þennan fyrirvara um samþykki Samkeppniseftirlitsins. Svo fóru reyndar af stað viðræður við aðra anga ríkisvaldsins varðandi þjóðaröryggi, sem við skildum vel, en við áttum samt aldrei von á að ferlið myndi taka svona langan tíma og að frágangur sölunnar yrði svona torsóttur,“ segir Orri. „Því það er í raun ekki fyrr en um þremur mánuðum eftir að við skrifuðum undir sölusamning sem eftirlitið fer að láta til sín taka og svo ekki fyrr en í júlí sem andmælin lágu fyrir.“ Þar hafi strax tapast mikill tími að mati Orra og staðan orðin tals- vert snúin. „Þá var strax ljóst að samningur- inn við kaupandann var við það að renna út og ekkert annað í stöðunni en að setjast niður og semja upp á nýtt. Í millitíðinni var samnings- staða Símans orðin talsvert lakari. Ekki bara vegna þessara tafa heldur líka vegna óróans sem var í við- skiptalífinu á þessum tíma,“ segir Orri og er þar að vísa til ólgunnar sem stríðið í Úkraínu skapaði. „Svo þurftum við reyndar að semja í þriðja sinn þannig að það fóru talsverð verðmæti í súginn á þessum tíma. Frá Íslandi til megin- lands Evrópu. En allt tókst þetta að lokum og það er auðvitað stóra sögulínan í þessu.“ Samningar í höfn á elleftu stundu Dæmið hafi þó staðið tæpt og allt útlit fyrir að fallið yrði frá samn- ingum. markaðurinn12 28. desember 2022 miðVikuDaGur

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.