Fréttablaðið - 28.12.2022, Blaðsíða 36
Ásgeir reynir
alltaf að sjá
nokkra leiki
fram í tímann.
Hann segir það
sitt hlutverk.
FRÉTTABLAÐIÐ/
SIGTRYGGUR ARI
„Ég vissi alltaf að sá tími
kæmi að bankinn þyrfti að taka erf-
iðar ákvarðanir. Ég hef reynt að gera
mitt besta til að útskýra fyrir þjóð-
inni hvað Seðlabankinn er að reyna
að gera. Það tekur stundum á. Þegar
ég hóf störf fékk ég að heyra að ég
tali ekki eins og embættismaður.
Það fór í taugarnar á sumum. Ég er
hins vegar opinn og hreinskilinn
að eðlisfari. Það hefur að sönnu oft
komið mér í vandræði,“ segir Ásgeir.
Hann segist hafa lært að halda enn
fastar í þann eiginleika þegar hann
starfaði í bankageiranum fyrir hrun.
„Sú reynsla kenndi mér að forðast
meðvirkni með hagsmunaöflum.
Þjóðin á heimtingu á að vita hvað
er í gangi hverju sinni.“
Þessa lexíu segist Ásgeir hafa í
heiðri í sínum störfum fyrir Seðla-
bankann.
„En það þýðir líka að manni er
oft svarað af hispursleysi. Það er
eðlilegt. Svo stígur maður stundum
á skottið á einhverjum hagsmuna-
hópum þegar minnst er á óþægi-
lega hluti. Og þeir svara fyrir sig. En
þá skiptir mestu að taka engu per-
sónulega.“
Tekst það alltaf?
„Svona nokkurn veginn,“ segir
Ásgeir og hugsar sig aðeins um. „Ég
treysti dómgreind fólks og ég treysti
þjóðinni. Sannleikurinn er sagna
bestur og ég veit að hann mun alltaf
koma manni vel á endanum jafnvel
þótt hann geti verið óþægilegur.“
Í því samhengi segir Ásgeir það
mikla gæfu að vera utanaðkomandi.
„Ég er utan af landi og hef löngum
þótt skrítinn hér í bænum. Ég er
ekki í liði með neinum. Ég gekk einn
míns liðs inn í bankann í ágúst 2019.
Átti enga sérstaka bandamenn, vini
eða samherja hér innanhúss. Ég hef
aldrei verið hluti af einhverri sér-
stakri klíku og skulda engum neina
greiða.
Ég er bara að reyna að standa
undir þeirri ábyrgð sem mér hefur
verið trúað fyrir. Burtséð frá því
hvort orð eða ákvarðanir Seðla-
bankans komi einhverjum vel eða
illa. Það eina sem skiptir máli er að
þær séu réttar og vel ígrundaðar.
Byggðar á bestu fáanlegu upplýs-
ingum og samvisku.“
En svo segir Ásgeir það oft
útbreiddan misskilning að hann
standi einn að ákvörðunum Seðla-
bankans. „Það er ekki svo. Ákvarð-
anir bankans eru teknar í nefndum
og undirbúnar af sérfræðingum. Ég
hef alltaf lagt áherslu á að ná sam-
hljómi innan þessara nefnda fremur
en að reyna að þvinga fram mínar
eigin skoðanir.“
Þá ábyrgð segir Ásgeir líta á sem
mikil forréttindi. „Rétt eins og ég lít
á það sem mikil forréttindi að hafa
fengið að búa til nýja stofnun með
samruna seðlabanka og fjármála-
eftirlits. Það hefur verið heilmikil
vinna sem hefur þegar skilað mjög
miklum árangri.
Ég er svo lánsamur að ég er með
mikið vinnuþrek. Tek mér sjaldan
frí og hef mjög gaman af því sem við
erum að fást við í Seðlabankanum.
En svo er ég aðeins einn maður.
Seðlabankanum er í raun stjórnað af
öllu því klára fólki sem hér vinnur,“
segir Ásgeir.
Ef hægt er að draga
einhvern lærdóm af
þessu mætti kannski
segja að við hefðum átt
að hækka stýrivexti
fyrr.
Íslending-
um hættir
til að vera
svolítið í
neikvæða
gírnum.
Það litar
þjóðfélags-
umræðuna
og gerir
hana
leiðinlega.
Erfitt ár fram undan
En hvernig sér Ásgeir fyrir sér að
næsta ár muni þróast. Verður það
eitthvað í líkingu við árið sem er að
líða?
„Ég held að næsta ár verði erfið-
ara. Ég óttast það. Efnahagshorfur
fara versnandi ytra og þar af leið-
andi liggur ekki fyrir hversu mikið
vextir munu hækka á heimsvísu.
Auk þess er viðvarandi orkuskortur
í Evrópu og engin lausn í sjónmáli
hvað það varðar. Allt eru þetta
hættumerki og það mun þrengja
að.“
Það er því viðbúið að áfram muni
gusta um seðlabankastjóra?
„Það er alveg viðbúið. Íslenska
hagkerfið er á góðri leið með að
of hitna. Á sama tíma og horfur
fara versnandi á helstu útflutnings-
mörkuðum okkar. Ég óttast því
að við þurfum að grípa til frekari
aðgerða til að tryggja jafnvægi. Og
þá að ég þurfi aftur að vera boðberi
slæmra tíðinda. En ég er samt alltaf
bjartsýnn að eðlisfari.“
Aðspurður segist Ásgeir ekki
strengja nein sérstök heit um ára-
mót. Hann hafi einu sinni ákveðið
að hætta að taka í nefið um áramót
en þar með sé það upp talið.
„En ég reyni yfirleitt að rýna í það
sem er fram undan og sjá nokkra
leiki fram í tímann. Sjá fyrir mér
sviðsmyndir og kortleggja við-
brögð. En síðan gerast óvæntir
hlutir sem kollvarpa öllu. Það eru
víst örlög allra seðlabankastjóra að
sitja og velta fyrir sér öllu því sem
getur brugðist,“ segir Ásgeir Jónsson
seðlabankastjóri að lokum. n
markaðurinn22 28. desember 2022 miðVikuDaGur