Fréttablaðið - 28.12.2022, Blaðsíða 27

Fréttablaðið - 28.12.2022, Blaðsíða 27
„Þetta var allt komið á tæpasta vað. Samningar náðust á allra síðasta degi eftir langa fundi. Ég er ekki viss um að allir geri sér grein fyrir hversu tæpt þetta stóð allt saman,“ segir Orri og leggur áherslu á orð sín. Aðspurður hvort hann hafi alltaf haft trú á að salan myndi ganga í gegn segist Orri alveg geta viður- kennt að hann hafi verið orðinn nokkuð svartsýnn. „Það komu dagar þar sem maður hélt að þetta væri búið. Það sama var uppi á ten- ingnum hinum megin við borðið. Okkar viðsemjendur voru orðnir mjög vonlitlir á tímabili. Þeir áttu erfitt með að skilja hvað var að gerast hér á Íslandi í tengslum við þessi viðskipti. En ég held samt að vonin hafi alltaf verið til staðar,“ segir Orri. Hann vill samt ekki meina að það hefðu verið einhverjar hrak- farir þótt salan hefði ekki gengið í gegn. „Míla er gríðarlega öf lugt félag og það hefði ekki verið neinn heimsendir að eiga það áfram. En ástæðan fyrir því að við fórum út í þetta er hluti af stærra plani. Í fyrsta lagi hefur verið mikil reglu- stýring á Símanum vegna eignar- haldsins á Mílu. Í öðru lagi hefur þróunin verið sú í þessum geira að aðgreiningar er þörf á milli inn- viða og þjónustu. Þannig að það er margt sem spilar inn í að við höfum viljað draga línu í sandinn á milli þessara fyrirtækja og unnið mjög markvisst að því mjög lengi.“ Stóra málið að mati Orra hafi kannski frekar varðað trú erlendra fjárfesta á Íslandi ef stærstu við- sk ipti Íslandssög unnar hefðu runnið út í sandinn. „Ef þetta hefði klikkað þá hefðu það verið mjög vond skilaboð. Þarna var um að ræða öf lugan sjóð með mikil áform og það hefði ekki verið gott ef þetta hefði farið í vaskinn. Svona upp á ímyndina. Að mínu mati.“ Allt annað fyrirtæki í dag En hverju breytir þetta fyrir Sím- ann? Er fyrirtækið ekki í allt ann- arri stöðu í dag en það var fyrir fáeinum árum hvað samkeppni og þjónustu varðar? „Það er einmitt mjög mikilvæg spurning. Ég kom fyrst að þessu fyrirtæki í kringum einkavæðing- una í byrjun aldarinnar. Þá var Landssími Íslands auðvitað algjör risi. 1.300 starfsmenn og mjög víðtæk starfsemi. Í dag er starfs- mannafjöldi Símans í kringum 270 manns. Við erum búin að útvista mjög miklu. En fyrir mér var alltaf ljóst að stærð fyrirtækisins var okkar helsti akkilesarhæll. Við vorum mjög lítil í alþjóðlegu sam- hengi en stór á íslenskan mæli- kvarða. Þetta gerði það meðal ann- ars að verkum að þegar við vorum að kaupa inn kerfi af okkar birgjum þá þurftum við alltaf að kaupa of stór stígvél. Stærðarhagkvæmnin var ekki góð fyrir félag af þessari stærð á þessum markaði.“ Þess vegna segir Orri það hafa verið óumf lýjanlegt að Síminn myndi rifa seglin og þróast yfir í þjálli einingu. „Með því er ég samt ekki að segja að við séum komin í mark eða verkefninu lokið. En salan á Mílu er risastórt skref í þá átt að gera fyrirtækið snarpara. Gera Sím- anum kleift að keppa á eðlilegum forsendum.“ Þess vegna segist Orri spenntur fyrir því sem nú taki við. „Nú er þessum kafla lokið. Loks- ins. Nú getum við farið að einbeita okkur að þjónustunni og smá- sölunni. Einbeita okkur að því sem gagnast okkar viðskiptavinum og því sem markaðurinn er að kalla eftir. Umfram allt.“ Hvergi nærri hættur En hvað með Orra sjálfan? Hann hefur væntanlega heyrt orðróm þess efnis að salan á Mílu haf i verið stóra verkefnið og því komið að tímamótum, bæði hjá honum og Símanum. Er eitthvað hæft í því að forstjóri Símans hugsi sér til hreyf- ings? „Já, þú segir nokkuð. Auðvitað hef ég heyrt þennan orðróm eins og aðrir. Ég get alveg viðurkennt það. Ég er búinn að vera hérna í níu ár samfleytt þótt saga mín og Símans sé enn lengri. Þannig að þetta fyrir- tæki er búið að vera mjög stór hluti af mínu lífi um nokkurt skeið. Og auðvitað er maður alltaf að hugsa fram í tímann. En ég verð samt að segja, af hjartans einlægni, að það kitlar mig mjög mikið að fylgja þessum tímamótum hjá fyrir- tækinu eftir. Mér finnst það alveg óskaplega spennandi verkefni. Með því er ég ekki að segja að ég verði hérna til eilífðarnóns en eins og staðan er í dag þá hef ég enn mjög mikla ástríðu fyrir því sem við erum að gera hjá Símanum. Mér finnst þetta alveg óskaplega skemmtilegt, tala nú ekki um þegar getan til að hlaupa hratt í síkviku umhverfi er að aukast,“ segir Orri Hauksson, forstjóri Símans og markaðsmaður ársins að mati dómnefndar Markaðarins. n Það kitlar mig mjög mikið að fylgja þessum tímamótum hjá fyrir- tækinu eftir. Mér finnst það alveg óskaplega spennandi verkefni. Orri segir ekkert til í sögusögnum þess efnis að hann sé á förum frá Símanum. Hann segist aldrei hafa verið jafn spenntur fyrir komandi verkefnum. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI Míla er gríðarlega öflugt félag og það hefði ekki verið neinn heimsendir að eiga það áfram. 577 5600 | info@oskaskrin.is | oskaskrin.is ÓSKASKRÍN GEFUR SVO MARGT markaðurinn 13MIÐVIKUDAGUR 28. desember 2022 MARKAÐURI

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.