Fréttablaðið - 28.12.2022, Blaðsíða 44

Fréttablaðið - 28.12.2022, Blaðsíða 44
Bi rt m eð fy rir va ra u m p re nt vil lu r. He im sfe rð ir ás kil ja sé r r ét t t il l eið ré tti ng a á sl íku . A th . a ð v er ð g et ur b re ys t á n fyr irv ar a. 595 1000 www.heimsferdir.is 80.450 Flug & hótel frá Fyrir 2 á mann BÓKAÐU SÓL ALLUR PAKKINN TenerifeDraumaean 25. JANÚAR Í 7 NÆTUR Menningarátök ársins 2022 Ragnar Kjartansson sýndi Úkraínumönnum stuðning í verki með því að loka sýningu sinni í Moskvu. Fréttablaðið/Sigtryggur ari Bryndís Björnsdóttir og Steinunn Gunnlaugsdóttir fóru vægast sagt óhefðbundnar leiðir í sinni list- sköpun. Mynd/aðSend Sem á himni er dramatísk sýning sem olli enn meira drama í samfélaginu. Mynd/Jorri Loftslagsaktívistar hafa ítrekað beint spjótum sínum að þekktum listaverkum á árinu 2022. Fréttablaðið/getty Það má segja margt um árið 2022 en tíðindalaust var það alls ekki. Fréttir ársins voru uppfullar af skandölum og var menn- ingarlífið þar engin undantekning. Fréttablaðið fer yfir nokkur helstu menningarátök ársins hér á landi og víðar. tsh@frettabladid.is Frá Moskvu með reiði Ein stærsta sýning myndlistarmannsins Ragnars Kjartanssonar á undanförnum árum, Santa Barbara, var opnuð í samtímalista- safninu GES-2 í Moskvu í desember 2021. Daginn eftir að Rússar réðust inn í Úkraínu 24. febrúar á þessu ári tók Ragnar þá ákvörðun að slaufa sýningunni. „Þetta safn var bara svona eins og partur af þessu gamla Rúss- landi sem var til fyrir 24. febrúar. Þarna voru tengsl við vestræna list og menningu og það bara endaði allt 24. febrúar. Þetta var eiginlega engin spurning, við báðum þau bara vinsamlegast um að slaufa öllu saman,“ sagði Ragnar í viðtali við Fréttablaðið í vor. Fjölmörg mikilvæg verk var að finna á sýningunni eftir Ragnar og aðra listamenn, þar á meðal frumeintak af bók Guðmundar Thor- steinssonar, Muggs, um Dimmalimm. Áhyggjur voru uppi um afdrif þessara verka en að sögn Ragnars tókst að koma þeim öllum úr landi. Ragnar aðstoðaði einnig við ævintýralegan flótta rússnesku gjörningalistakonunnar og aðgerðasinnans Mariu (Möshu) Alyok- hina, forsprakka Pussy Riot, frá Rússlandi. Það má því leiða að líkur að hinn geðþekki listamaður Rassi Prump sé ekki hátt skrifaður hjá Pútín og hans kónum núna. Stolna styttan Um miðjan apríl hvarf bronsstytta sem er af- steypa af verkinu Fyrsta hvíta móðirin í Ameríku eftir myndhöggvarann Ásmund Sveinsson af stöpli sínum á Laugarbrekku á sunnan- verðu Snæfellsnesi. Hvarfið vakti furðu en enn skrýtnari uppgötvun beið aðstandenda þegar styttan skaut upp kollinum á sýningu Bryndísar Björnsdóttur og Steinunnar Gunnlaugsdóttur í Nýlistasafninu. Listakonunum var gefið að sök að hafa tekið styttuna ófrjálsri hendi og komið henni fyrir í nýju verki, eins konar geimflaug úr brotajárni, sem þær nefndu Farangursheimild. Ástæða þessa gjörnings var sú að þeim þótti upphaflegt verk Ásmundar vera rasískt og vildu vekja fólk til umhugsunar um það. Gjörningur Bryndísar og Steinunnar olli fjaðra- foki og ritdeilum víða í samfélaginu og voru lista- konurnar kærðar fyrir þjófnað sem þær þvertóku þó fyrir. „Verkið Fyrsta hvíta móðirin í Ameríku kjarnar í okkar huga hugmyndafræði sem ríkti í íslensku samfélagi þegar styttan var gerð – og ríkir enn í dag. Sú hugmyndafræði heitir rasismi,“ sagði í yfirlýsingu sem Bryndís og Elín sendu frá sér. Dramað í Þjóðleikhúsinu Í byrjun september frumsýndi Þjóðleikhúsið söngleikinn Sem á himni eftir Carin og Kay Pollak byggðan á samnefndri kvikmynd. Verkið átti að verða flaggskip leikhússhaustsins og marka nýtt upphaf hjá Þjóðleikhúsinu eftir hamfarir Covid-áranna. Verkið féll þó í grýttan jarðveg í menningarlíf- inu og voru aðstandendur sýningarinnar og leik- hússins harðlega gagnrýndir fyrir þá ákvörðun að láta ófatlaðan leikara fara með hlutverk fatlaðs manns í sýningunni. Heitar umræður sköpuðust um verkið og hlutverk leikhússins eftir að Nína Hjálmarsdóttir birti harðorða gagnrýni um Sem á himni í Víðsjá þar sem hún sagði meðal annars: „Verkið er eintóm froða, uppfull af illa skrifuðum persónum og klisjukenndri framsetningu.“ Þó má segja að fjölmiðlastormurinn hafi leitt eitthvað gott af sér enda boðaði Þjóðleikhúsið til málþings um hlutverk listarinnar og inngild- ingu jaðarhópa í samstarfi við ÖBÍ, Þroskahjálp, Bandalag íslenskra listamanna, Sviðslistasam- band Íslands og Listaháskóla Íslands þar sem góð og þörf umræða átti sér stað. Loftslagsaktívistar gegn listheiminum Baráttan gegn hnattrænni hlýnun er að verða æ örvæntingarfyllri, sem er kannski ekki skrýtið enda er jörðin bókstaflega að steikjast fyrir augum okkar, og eru mótmælendur nú byrjaðir að beina spjótum sínum að ólíklegum söku- dólgi, listheiminum. Í október síðastliðnum voru tveir loftlags- aðgerðasinnar á vegum samtakanna Just Stop Oil handteknir eftir að hafa skvett súpu á málverkið Sólblómin eftir Vincent van Gogh í National Gallery í Lundúnum. Gjörningurinn náðist á myndband og þar sjást tvær ungar kon- ur, Phoebe Plummer og Anna Holland, skvetta hvor sinni dósinni af Heinz-tómatsúpu á hið sögufræga málverk áður en þær líma sig við vegg safnsins. „Hefur þú meiri áhyggjur af því að málverk njóti verndar heldur en jörðin okkar og fólkið?“ sagði hin 21 árs Phoebe Plummer. Sambærileg mótmæli hafa átt sér stað í Vín þar sem mótmælendur hentu svörtum olíukenndum vökva á málverk eftir Gustav Klimt, í Róm þar sem mótmælendur réðust með súpu á annað verk eftir van Gogh og í Den Haag þar sem mótmælandi límdi höfuð sitt við málverkið Stúlka með perlueyrnalokk eftir Jo- hannes Vermeer. Verkin hafa í flestum tilfellum ekki hlotið neinn skaða af en þó er ljóst að fyrir margt fólk hafa þessir gjörningar þveröfug áhrif og gera það afhuga loftslagsbaráttunni í stað þess að vekja það til umhugsunar. Kanye West gegn heiminum Tónlistarmaðurinn Kanye West, eða Ye eins og hann er kallaður, hefur ekki átt sjö daga sæla. Samband hans við raunveruleikaþáttastjörnuna Kim Kardashian beið skipbrot árið 2021 með formlegum skilnaði í nóvember 2022 og hefur líf Ye verið eins og lestarslys í beinni allt þetta skeið. Ye hefur aldrei legið á skoðunum sínum en undanfarna mánuði hafa fordómafull ummæli hans um gyðinga og öfgafullar stjórnmálaskoð- anir vakið hneykslan og reiði heimsbyggðarinnar. Í byrjun október kom Ye fram á tískuvikunni í París klæddur í bol merktum hægriöfga-slagorð- inu „White Lives Matter“. Nokkrum dögum síðar var Instagram-aðgangi Ye lokað eftir að hann birti samtal við rapparann P. Diddy þar sem hann ásakaði hinn síðarnefnda um að vera strengja- brúða gyðinga. Segja má að Ye hafi um þetta leyti gengið berserksgang á internetinu með and- semitísk viðhorf sín. Um svipað leyti birti hann tíst sem var túlkað sem ofbeldishótun gagnvart gyðingum og olli því að Twitter-aðgangi Ye var tímabundið lokað og nokkrum mánuðum síðar mærði hann Adolf Hitler í spjallþætti samsæris- kenningasmiðsins Alex Jones. Þessi rússíbanareið Ye hefur ekki aðeins haft áhrif á mannorð hans heldur valdið honum milljarðatapi eftir að samstarfsaðilar á borð við Adidas hafa yfirgefið tónlistarmanninn í hrönnum. Margir eru því eflaust dauðfegnir að hugmynd Arons Kristins Jónassonar úr ClubDub um að reisa styttu af Ye við Vesturbæjarlaug varð ekki að veruleika. Kanye West á í einni blóðugustu skilnaðar- og miðaldrakrísu í manna minnum um þessar mundir. Fréttablaðið/getty Önnur menningarátök sem má einnig nefna n Brotthvarf Bókabílsins n Lokun Stjörnutorgs n LXS gegn RÚV n Bókaþjófurinn bíræfni gómaður af FBI n Balenciaga-tískuskandallinn n Ráðning þjóðminjavarðar 16 Lífið 28. desember 2022 MIÐVIKUDAGURFréttablaðiðLífIÐ Fréttablaðið 28. desember 2022 MIÐVIKUDAGUR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.